Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 41

Húsfreyjan - 01.04.1965, Blaðsíða 41
Anna Hagström lótin Fyriv skömmu lézt í Svíþjóð Anna Hag- ström, ein af starfsömustu menningarfröm- uðum húsmæðrasamtakanna þar í landi. Hún beitti sér einkum að því, að koma á námshringum innan kvenfélaganna og sá ríkulegan ávöxt starfs síns á þeim vettvangi. Hún taldi alltaf, að kvennasamtökunum bæri að efla almenn i menntun félagskvenna, engu síður en verkþekkingu, því ekki væri allt fengið með bættum ytri lifskjörum. Án þess að þroska andlega eiginleika sina, gætu konurnar ekki varðveitt hin merkustu lífs- verðmæti. Formaður sænska húsmæðrasam- bandsins minnist starfs Onnu Hagström i síðasta hefti tímarits sambandsins. ekki að hvísla, og hún heyrir framúrskar- andi vel. Og jafnskjótt og hún heyrir eitt- hvað, léttir yfir henni og hún brosir a£ feginleik og svarar síðan fljótt og fjör- lega, en hugsunarlaust. Önnu finnst hún vera nautheimsk. En hvað hún fyrirlítur hana! En hún getur talað. Við hliðina á Emmu, vesalingnum, sem stendur þarna vilja hlæja og ærslast með henni, ef þess væri nokkur kostur. Hún er svoddan dæmalaus galgopi og hrekkjalómur. Hún hvíslar hverri vitleysunni af annarri að Emmu, vesalingnum, sem stendur þarna svo fákæn og vandræðaleg. Anna hefir gaman af að sjá, hvað Þeresa er sakleys- isleg, rétt eins og hún tryði allri vitleys- unni sjálf. Hún setur hönd fyrir munninn og þykist vera að minna á í laumi. — Hvað verður eftir, ef teknir eru fimm af tuttugu og fimm? spyr kennslu- konan. — Ekkert eftir, hvíslar Þeresa. Anna skemmtir sér prýðilega. Hún ætlar svo að segja að gleypa þær báðar með aug- unum, Emmu og Þeresu, vandræðin hjá annarri og prakkaraskapinn hjá hinni. — Ekkert eftir, etur Emma auðvitað eftir eins og bergmál. Allir hlæja. Þeresa lítur niður og flissar hálf ótugtarlega. Önnu þykir töluvert gaman að sitja svona og fylgjast með öllu. Þarna situr Gottfreð. Hann er ósköp rauður í framan, frammynntur með tvær skögultennur í efri gómi, og hárið á honum er svo þétt og skringilega klippt, að það líkist helzt bursta, en hann er víst bæði góður og duglegur drengur. Og svo er Hubert. Anna þekkir þau öll svo ljómandi vel. Hubert hlustar vandlega á allt, sem kennslukonan segir, og hann drekkur það í sig. Með mestri ákefð hlustar hann á sögurnar, svo grafkyrr og dreymandi. Hann er yngstur af stórum systkinahóp. Þegar bömin eiga að syngja stendur hann við hlið Þeresu og klappar á handlegg hennar, eða þá að hann heldur í höndina á Algot. Anna gæti sannarlega gert þetta allt eins vel og hin börnin, en það er eitthvað innra með henni, sem hún fær ekki yfirstigið, eitthvað sem situr fast. Og svo þessi eftir- væntingarfulla þögn, þessi spenningur og öll þessi augu, sem á henni hvíla. Framhald í næsta blaði. HÚSPBEYJAN 39

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.