Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 4
Mót norrœnna húsmœðrakennara Margt hjálpaðist að til þess að gera mót norrænna húsmæðrakennara, sem haldið var í Reykjavík dagana 4.—7. júlí, sér- lega ánægjulegt. Kennarafélagið Hús- stjórn hafði undirbúið mótið prýðilega vel, fengið ágæta fyrirlesara til að kynna gestum ýmsar greinar íslenzkra málefna og menningar og efnt til skemmtilegra sýninga. Fjallaði önnur sýningin um mat- argerð fyrr á öldum, hin var sýning á vinnu nemenda úr handavinnudeild Kenn- araskólans og vefnaðarkennaradeild Myndlista- og handíðaskólans. Daginn, sem mótið var sett, gafst gestunum einnig kostur á að bragða ýmsa íslenzka rétti. Auk þess, sem ofan getur, var veður einstaklega blítt alla mótsdagana. Farið var í smáferðir um bæinn og nágrenni hans, en eftir að mótinu lauk, fóru víst flestir erlendu gestirnir í lengri ferðir, áður en heim var haldið. Ritstjórn Húsfreyjunnar þótti æskilegt, að reynt væri að ná tali af nokkrum þeirra ágætu kvenna, sem mót þetta sóttu. En þær voru svo önnum kafnar, að ekki var annars kostur en grípa kaffihlé eða bíl- ferðir milli staða til viðtalanna, svo að þau urðu ekki eins ýtarleg og vert hefði verið. Húsmæðrakennarar Norðurlanda hafa með sér félagsskap, sem heitir „Nordisk samarbejdskomité for husholdnings- undervisning". Frú Ingefred Juul-Andersen frá Dan- mörku er nú formaður samtakanna, en löndin skiptast á um formennskuna á þriggja ára fresti. Frú Juul-Andersen er roskin kona, fremur hávaxin og svipmikil. þykir ekki lengur broslegt að konur myndi félagsskap, heldur eru kvenfélög mikilsvirt og iðulega leitað aðstoðar þeirra í ýmsum málum, og það er áreiðan- legt að ekkert byggðarlag vill vera án síns kvenfélags. Starf móðurinnar og húsmóðurinnar er svo margþætt og mikils vert, að fá störf krefjast í raun og veru meiri þroska og þekkingar. Það er hún, sem á að sjá um heilsufar fjölskyldunnar með hollu mat- aræði og heimilisháttum. Það er hún, sem vakir yfir ungbarninu, mótar hug þess, þerrar grátinn vanga og gefur því fyrsta veganestið út í heiminn. Það er hún sem verður að láta tekjur heimilisins, hverjar sem þær eru, nægja fyrir öllum aðkall- andi útgjöldum, og allt þetta verður hún stundum að hafa í hjáverkum, því ef til vill er hún sjálf fyrirvinnan. Það er nú sem fyrr eitt af aðalhlutverk- um K. í. að miðla húsmæðrum fræðslu og þekkingu um allt er varðar störf þeirra, og veitir þeim styrk til þess að standa vörð um heilög vé heimilanna, en heim- ilin eru og verða ávalt hornsteinar þjóð- félagsins. Við mætumst hér til þinghalds og það er ósk mín og von að samverustundir þessarra þingdaga verði okkur gleðistund- ir, sem eftir skilji vináttu og hlýjar og góðar minningar. I trausti þess segi ég 16. landsþing Kvenfélagasambands Is- lands sett og bið algóðan Guð að vaka yfir því og veita okkur þingfulltrúum og öll- um konum þessa lands vizku, göfgi og kærleika svo við megnum að vinna að því, að hér „verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkis- braut,“ 3 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.