Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 5
Norrænir húsmæðrakennarar í Skálholti. Hvenær voru þessi samtök húsmæðra- kennara stofnuð? Þau voru stofnuð árið 1946 fyrir at- beina rektors Dam frá Danmörku. f fyrstu var markmið þeirra aðallega að annast nemendaskipti milli landanna, en brátt urðu þau að öflugu, félagslegu samstarfi. Við höldum einn stjórnarfund á ári og námskeið annað hvert ár til skiptis í löndunum. Slík námskeið höfum við hald- ið í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Þeg- ar fyrst kom til tals að við hittumst á fs- landi, vorum við dálítið áhyggjufullar vegna fjarlægðarinnar, en því ánægðari urðum við, þegar aðsóknin varð alveg óvenjulega góð. Hér höfum við ekki haldið námskeið, heldur mót. Okkur fannst tilhlýðilegt, að þegar við værum hér í fyrsta sinni, þá yrði megin áherzlan lögð á að kynna ís- land og kynnast landi og þjóð. Annars- staðar höfum við haft þann hátt á, að fjalla um aðeins eitt efni á hverju nám- skeiði, svo sem fjölskyldufræði, tækni í búsýslu o.s.frv. Þá er það okkur gleðiefni, hve margir nýir félagar hafa bæzt í hópinn á þessu móti. Það sannar okkur, að samtökin ná til hinna ungu í stéttinni. Það er alltaf erfitt að benda á eitthvað ákveðið og segja, að það sé árangur svona móta og þeirrar samvinnu, sem bak við þau stendur. En kynning milli landanna er alltaf mikilsverð og allar sjáum við eitthvað nýtt í hinum löndunum, sjáum hvað þar er öðruvísi unnið og söfnum áhrifum, sem leiða til nýsköpunar heima fyrir. Eins og ég sagði við setningu mótsins, þá veit ég, að sú mynd íslands, sem ég geymi héðan af í huga mínum, verður sú yndislega sýn, sem ég sá, þegar við kom- HÍT8PREYJAH 3

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.