Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 7
er orðið ljóst, að í nútímaþjóðfélagi er aðstaða foreldra allt önnur en fyrrum, t.d. til þess að laða börnin til starfa. Móð- irin er víða svo að segja ein um það að sjá barninu fyrir verkefnum og víða virð- ist hvorugt foreldra hafa tima til að sinna börnunum og veita þeim þá andlega nær- ingu, sem þeim er nauðsynlegt til að verða eðlilega þroskaðir einstaklingar. Foreldrarnir hafa hvorki tíma né þekk- ingu til að snúast við annars konar upp- vaxtarskilyrðum, en þau sættu sjálf og þá er ekki í annað hús að venda en að gera tilraunir með að skólarnir reyni að skapa eitthvað nýtt, sem komið geti í stað uppeldisáhrifanna, sem börnin fengu í samverunni við starfandi, fullorðið fólk. Norðmenn vita af reynslunni, að þó að foreldrar séu vel efnum búnir, þá geta börn þeirra orðið afbrotaunglingar. Vel- megunin er engin trygging fyrir því nú fremur en áður, að foreldrar hafi nægi- lega þekkingu til að ala upp börn í nú- tíma þjóðfélagi. A kennaraþingi, sem ég var á í Edin- borg, var mikið rætt um kennslu í fjöl- skyldufræðum. Þá birtist grein í einu dag- blaðanna þar undir stórri yfirskrift: ,,Eiga piparmeyjar að kenna fjölskyldu- fræði?“ Kannski þykir þetta ekki glæsi- legt, en samt er nú svo komið, að skól- unum er ætlað æði mikið af því sem fyrr var hlutverk foreldranna. Það er þegar búið að skrifa góða kennslubók í fjölskyldufræðum á norsku og vonandi tekst vel til með þessa nýju kennslugrein. Þér eruð ekki eingöngu hússtjórnar- kennari? Nei, ég lauk fyrst almennu kennara- prófi, en fór svo seinna í framhaldsnám að húsmæðrakennaraskólanum að Sta- bekk. Fyrir stríðið var offramboð á kenn- urum í Noregi og var erfitt að fá góðar stöður án þess, að hafa einhverja sér- grein. Nú er aftur á móti hörgull á kenn- urum. Batna ekki launakjörin við það, að bæta við sig sérgreinum? Jú, kennari, sem einnig getur kennt matreiðslu, hækkar um einn launaflokk og víða kemur sér vel, að sami kennari geti kennt bóklegar og verklegar greinar. Hins vegar lízt okkur ekki á það, að ætl- azt sé til þess í sveitaskólum, að einn og sami kennari kenni kannski fjórar mis- munandi verklegar greinar í sömu kennslustofunni. Slíkt er spémynd af kennslu, en engin menntun. Dvölin á íslandi þessa daga hefur verið dásamleg. Við munum allar verða sjálf- skipaðir sendiherrar fslands héðan í frá. Frú Stina Engdahl er fríð kona og hlý- leg. Hún er rektor við skóla í Málmey, þar sem kenndar eru margar greinar búsýslu, verklegar og bóklegar. Skóli þessi er fyrir þá, sem lokið hafa skólaskyldu. Þar er hægt að nema heimilishald, barnfóstur, búa sig undir störf á rannsóknarstofum, aðstoðarstörf við hjúkrun, læra að verða ráðskona á sjúkrahúsum eða til að veita forstöðu heimavistum og öðrum stórum heimilum, svo að nokkuð sé nefnt. Hvé gamlir eru nemendurnir þegar þeir koma til yðar? í sumum greinum geta þeir byrjað 15 ára, í öðrum 18 ára, en þær, sem vilja læra til þess að stjórna stórum stofnun- um eru ekki teknar yngri en 22 ára. Þær verða að vera nægilega þroskaðar til að kunna að stjórna. Hve langt er námið í skólanum? Það er mjög misjafnt eftir námsefnum, allt frá einu skólamisseri og upp í tvö ár. Er mikil aðsókn að þessum námsgrein- um? Svo mikil, að nú síðast tókum við 350 nemendur inn í skólann, en 600 umsókn- ir lágu fyrir. Hverjar eru vinsælustu greinarnar? Barnfóstur og rannsóknarstörf, þar næst stjórn heimavista, enda eru atvinnu- möguleikar miklir og laun góð í öllum þessum greinum. Stúlkurnar geta bæði lært til þess að verða almennar barnfóstr- ur á barnaheimilum og einkaheimilum, eða gæta barna á sjúkrahúsum. Seinna verður lika komið á kennslu í því, að ann- ast fötluð börn. HÚSPREYJAN 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.