Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 8
Hvernig er háttað húsmæðrafræðsl- unni? Hún er í námskeiðum, sex námskeið á ári, og þar komast allir umsækjendurnir að. Næsta ár ætlum við að breyta um nafn á þeirri deild og kalla hana tækni- deild í búsýslu. Það gerum við m.a. til þess að laða pilta líka að henni. Nú sækja þeir aðeins forskóla fyrir veitingamenn. Að sjálfsögðu er nám í húsmæðradeild oft undirbúningur undir annað nám, en ekki lokatakmark í sjálfu sér. Mikilsvert er, að nemendunum sé gert ljóst, að aukin menntun er lykill að betri stöðum og að það sé einhvers virði að halda áfram að afla sér menntunar. En búsýsla er ekki háskólagrein í Sví- þjóð eða hvað? Ekki að öðru leyti en því, sem textíl- deildin við háskólann í Gautaborg er nú þáttur í samnorræna búsýsluháskólan- um. Það er hörmulegt, að ekki skuli vera hægt, málsins vegna, að tengja búsýslu- deildina í Helsingfors þessu norræna sam- starfi, því þeir hafa lengsta reynslu á þessu sviði. Frú Birgit Bremer er húsmæðrakenn- ari frá Helsingfors, fríð kona og skarpleg. Ég kenni við gagnfræðaskóla í Helsing- fors. Búsýsla er skyldunámsgrein fyrir stúlkur tvö ár gagnfræðastigsins, eða þegar þær eru fjórtán og fimmtán ára. Drengir mega taka þátt í náminu, en það er ekki skylda nema í örfáum skólum, en við berjumst fyrir, að svo verði allsstaðar. Við kennum hverjum bekk þrjár stundir samfellt í hverri viku og það eru miklir annatímar. Fyrst er það bóklega, svo sem næringarefnafræði og almenn efnafræði, síðan matreiðsla og ræsting. Búsýsla hefur lengur verið háskólagrein í Finnlandi en nokkru öðru Norðurland- anna. Hvenær komst það á? Hún hefur verið háskólagrein síðan 1946 og hefur landbúnaðarráðuneytið far- ið með yfirstjórn þeirra mála. Háskóla- námið tekur fimm til sex ár, en þær, sem því ljúka, gerast yfirleitt ekki kennarar, heldur starfa í iðnaði og við rannsóknir á mörgum sviðum. Eftir þetta háskóla- nám eru konur mjög vel búnar undir störfin, sem þeirra bíða, bæði verklega og vísindalega. Margar hafa kennt meðan þær stunduðu háskólanámið og hafa haft langan starfsdag. En Finnar eru seigir og að jafnaði Ijúka 15 konur árlega háskóla- prófi í búsýslu. Hvernig er hagað námi húsmæðrakenn- ara? I Finnlandi eru fimm húsmæðrakenn- araskólar, þar af einn fyrir sænskumæl- andi nemendur. Inngönguskilyrði eru að hafa gott miðskólapróf, nema í einn, þar er krafizt stúdentsprófs, en fleiri og fleiri nemendur hinna skólanna eru stúdentar. Tveir finnsku skólarnir heyra undir land- búnaðarráðuneytið og mennta kennara til að starfa í sveitum. Hinir þrír veita réttindi til að kenna við þá skóla, sem heyra undir menntamálaráðuneytið. I skólanum, sem krefst stúdentsmennt- unar, er þess krafizt, að nemendur hafi áður dvalið 4 mánuði á búsýsluskóla, en samt er það stytzti skólinn, tekur ekki nema fjögur og hálft ár. Undir hina skól- ana er krafizt eins árs verklegrar æfingar — á sveitaheimili fyrir landbúnaðarskól- ana, en á fjórum mismunandi stórstofn- unum fyrir hina. Eftir þann tíma tekur við eitt ár við bóknám og þrjú ár við bóklegt nám og verklegar æfingar, svo að þeir skólar taka fimm ár — áður en kemur að háskólanámi. Vilji kennarar, sem menntazt hafa í landbúnaðarskólan- um, hverfa að kennslu í kaupstað, eða öfugt, eiga stúlkurnar greiðan gang að námskeiðum, sem veita þeim jöfn rétt- indi til kennslu í sveit og borg. Er mikil aðsókn að húsmæðrakennara- skólunum? Um fjórum sinnum fleiri sækja um að- gang en hægt er að veita viðtöku. Hefur það ekki aukið virðingu fyrir heimilisstörfum, að búsýsla er orðin há- skólagrein? Jú, sannarlega. Það stendur líka kon- unum næst að vinna að því að vekja virð- ingu fyrir heimilisstörfum og þeim starfs- 6 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.