Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 11
MJÓLKURAFURÐIR Hér var aðallega um að ræða kúamjólk, en einnig sauðamjólk eða sauðaþykkni og eitthvað af geitamjólk. Mjólkurbirgðum var safnað að sumrinu vegna þess að að vetrinum var yfirleitt um litla mjólk að ræða vegna fóðurskorts- ins, sem ég hef áður getið um. Mjólkun ásauðar þótti svo mikilvæg fyrir þjóðar- búskapinn, að fyrirskipað var með lög- um að færa frá 50—60% ánna. Ur einni á fengust stundum 45—50 lítrar af mjólk í þær 12 vikur, sem æi'nar voru mjólkað- ar, og það gat gefið 10 pund af smjöri auk skyrs og mysu. Kýr mjólkuðu miklu minna í gamla daga heldur en nú gerist af ýmsum ástæð- um, t.d. fóðurskorti. Það er talið, að ekki sé hægt að reikna með meii’i rnjólk til uppjafnaðar á kú en þúsund lítrum. En það var bætt upp með fjölda kúnna, og var talið hæfilegt í gamla daga að hafa jafn- margar kýr og fjöldi hjúa var á hinum stærri bændabýlum. Þar að auki var svo sauðaþykknið. Þannig hefur verið áætlað, að mjólkurframleiðslan hafi verið í kring- um 2V£ lítra á dag. En þetta gefur um 1500 hitaeiningar eða um helminginn af hitaeiningarþörfinni og þar að auki mjög mikið af hinum beztu eggjahvítutegund- um, bætiefnum og steinefnum. Eins og áður var minnzt á var mjólkin aðallega sumarmjólk, og úr þessari mjólk voru búnar til margvíslegar mjólkurafurð- ir, sem geymdar voru yfir veturinn, og eru þær helztu skyr eða súr, ostur, smjör og mysa. Þessar mjólkurafurðir voru bæði framleiddar í heimahúsum og einnig í seljum, þar sem selför var stunduð að sumrinu. SKYRIÐ er búið til úr undanrennu. Fyrst er mjólkin hituð upp undir suðu, en við það er hún gerilsneydd að vissu marki; síðan er mjólkin kæld allt niður undir 37 gráður (C) (og hitann fundu húsfreyjurnar í gamla daga nokkurn veg- inn með því að dýfa litla fingri ofan í). Þá er blandað í mjólkina hleypi og þeim Skyrsár. Tekur um 200 lítra. (Þjóðminjasafnið.) Ljósm.: Gísli Gestsson. gerlum, sem eftir voru í afgangi (þétti) frá fyrri skyrgerð. Hleypirinn var unninn úr þurrum kálfs- mögum eða úr lyfjagrasi, ef svo bar undir (pingvicula vulgaris). Þá er mjólkin látin standa undir tepp- um eða öðru, sem heldur hitanum að, og látin kólna mjög hægt til þess að gefa hleypinum og gerlagróðrinum tíma til þess að verka á undanrennuna og fá hana til að hlaupa. Síðan er hlaupið síað, mis- jafnlega lengi eftir því hvort maður vill fá mikið eða lítið síað skyr, eða kannski er mjólkin alls ekki síuð heldur látin beint í tunnur eða ámur og geymd þannig eins og súr eða þunnt skyr, sem getur geymzt mánuðum saman ef ekki árum saman án þess að skemmast. Af þessu má sjá, að skyrgerðin byggðist á mjög margbrotnu efna- og gerlastarfi, sem hinar ungu hús- freyjur á íslandi lærðu af mæðrum sínum og ömmum; og þessi fróðleikur hefur ver- ið geymdur í ættunum mann fram af manni og ætt eftir ætt frá fornöld, en hve húsfreyjan 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.