Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 12
Blönduker. Hæð: 31 sm, þvermál: 12—22,5 sm. (Þjóðminjasafnið.) Ljósm.: Gísli Gestsson. lengi veit maður ekki. Hitt er víst, að skyr hefur verið búið til á Norðurlöndum í fornöld og einnig á Bretlandseyjum, en líkfegt er, að í þessum löndum hafi skyr- gerð smám saman horfið með vaxandi kornrækt. Skyr var mjög misjafnlega bragðgott og misjafnt að gerð hjá hinum ýmsu hús- freyjum, en það fór eftir aðferðum við skyrgerðina og sérstaklega eftir þeim gerlagróðri, þétti, sem smám saman hafði þróazt á heimilinu. OSTAR voru mikið notaðir í gamla daga og er haldið, að þeir hafi verið búnir til úr súrmjólk við suðu og síðan hafi draflinn verið pressaður saman í sérstök- um formum eða ostakistum. Osturinn gat geymzt mjög lengi, en þá var hann mjög harður og ,,torsóttur“, ,,forn ostur“. I Fóstbræðrasögu er sagt frá fornum osti, er borinn var á borð fyrir þá Þorgeir og Butralda í Gjörvudal. Skyr og ostur var dagleg fæða í gamla daga á íslandi. SMJÖR var búið til úr rjóma, en rjóm- inn var framleiddur með því að láta ný- mjólk standa í flatbotna trogum, og í botni troganna var gat og þar í tappi, sem tekinn var úr eftir ákveðinn tíma, og þá rann undanrennan undan, en rjóminn sat eftir. Þar af er nafnið undanrenna komið. Rjóminn var strokkaður eins og til skamms tíma hefur tíðkazt í sveitum á Islandi. Það var framleitt mjög mikið smjör á sumrin, sem síðan var geymt til vetrarins, og oft söfnuðust miklar birgðir af smjöri, sem varð súrt við geymsluna fyrir áhrif sérstakra sýrugerla. Það tók nokkurn tíma fyrir þessa gerjun að kom- ast í rétt horf, og meðan smjörið var að súrna var það mjög bragðvont, en bragðið batnaði eftir að smjörið var orðið súrt, og þá gat það haldið sér þannig óskemmt í mörg ár, jafnvel áratugi. Smjörbirgðir voru auðæfi bóndans í gamla daga. Það var hægt að safna smjöri í góðum árum og geyma til vondu áranna. Það var hægt að borga afborganir af jörð- um með smjöri, það var hægt að kaupa jarðir og búpening með smjöri og það var hægt að borða smjörið, þegar hart var í ári. Það er enginn vafi á því, að smjör hef- ur yfirleitt verið látið súrna í gamla daga, en salt hefur ekki verið notað í smjör, því að salt var ekki framleitt á íslandi svo nokkru næmi, og menn hafa haft annað við hin fáu skip að gera, sem sigldu milli íslands og Norðurlanda, en að flytja í þeim salt. Það er fyrst í byrjun 19. aldar að saltað smjör er nefnt á nafn og þá með sunnudagsmat í Bessastaðaskóla. FLAUTIR voru búnar til með því að þeyta mjólk, og var það gert til að drýgja mjólkina, gera hana fyrirferðarmeiri sem mat, en sjálfsagt hefur það verið svikul fæða, enda mest notað sem magafylli í hallærum. MYSA, sem rann af skyri og osti, var notuð til drykkjar. vatnsblönduð. Þetta var þjóðardrykkur Islendinga í gamla 10 HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.