Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 16

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 16
Færeyingar við þurrkhjallinn sinn. Þannig hafa íslendingar áreiðanlega þurrkað sauðarsíðui^sín- ar og hvalkjöt í gamla daga. steinum. Steinarnir voru hitaðir yfir eldi og síðan látnir ofan í löginn í kirnunum. Eftir að eirkatlar og önnur slík matar- ílát komu til sögunnar virðist samt hafa tíðkazt að hita mjólk með steinum, og er sagt frá þessu í Guðmundar sögu ríka frá Möðruvöllum. Þar segir frá því, er Guð- mundur er orðinn gamall og að dauða kominn, að honum var færður matur. Mjólk var heit, og voru í steinar. Þá mælti Guðmundur: ,,Eigi er heitt.“ Þórlaug mælti: „Kynlega er þá,“ — og heitti steinana aftur. Síðan drakk Guðmundur og mælti: ,,Eigi er heitt.“ Þórlaug mælti: „Eigi veit ég nú, Guð- mundur, hvar til kemur heitfengi þitt.“ Og enn drakk hann og mælti: „Eigi er heitt.“ Þá hneig hann á bak aftur og var þegar andaður. Guðmundur var gamall maður, kominn að dauða og fann ekki lengur hita mjólk- urinnar. TÍMABILIÐ 1500—1800 Veturinn 1591—92 samdi Arngrímur lærði á Hólum ritið Brevis Commentarius, og var það síðan gefið út í Kaupmanna- höfn í marzmánuði árið 1593. Rit þetta var samið til þess að fræða útlendinga um Island og þó alveg sérstak- lega til þess að svara lygum og óhróðri, sem óhlutvandir rithöfundar höfðu birt um ísland. I riti þessu segir m.a. um mat- aræði íslendinga: „að íslendingum sé brugðið um að éta gamalt og ósaltað kjöt, fisk og smjör, og mjólkurmat“ (í notum brauðs og vatns). Því svarar Arngrím- ur: „að forsjónin hafi kennt landsmönn- um aðferðir til að fara með matvæli og varðveita þau og komast af án salts, enda þyki útlendum mönnum með Is- lendingum engan veginn ólostætt það, er varðveitt hefur verið með þeim hætti og sé það engu óheilnæmara en annar mat- ur. Sjáist þetta og á því, að íslendingar séu heilsugóðir, rammir að afli og lang- lífir.“ Annars staðar segir Arngrímur, að skipta megi landsmönnum í tvo flokka, annan förumenn og þurfamenn, hinn þá, er sjái fyrir sér og einnig sameig- inlega annist förumennina. Viðurværi förumanna er ekki þörf að lýsa, því að neyð ræður þar oft nesti. Kostur hins hluta þjóðarinnar skiptir máli í þessu efni einungis. Minnir Arngrímur á það, að Kristinréttur banni að éta sjálfdautt fé. Þarna sé að greina á milli mataræðis eftir árferði, því að á hörðum tímum leggi menn sér það til munns, til þess að seðja hungur sitt, er vart myndi hundur éta, en þetta geti raunar átt við í hvaða landi sem er í hallærum, og sé Island þar engin undantekning. Ef lesið er á milli línanna í þessum skrifum Arngrims lærða, þá má greina þar, að um er að ræða erfiðleika á mat- aröflun á íslandi, og á það sjálfsagt við um 16. öldina. Þess er meðal annars getið, að svín finnist nú ekki lengur, heldur ekki heimagæsir né hænsni. Um miðja 18. öld 14 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.