Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 17

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 17
voru aðeins til hænsni á einum stað á landinu, í hinni afskekktu Öræfasveit. Þau orð Arngríms lærða, sem hér eru tilfærð um mataræðið, sanna betur en nokkuð annað, að salt hefur ekki verið notað hér á landi almennt. Erfiðleikar á saltinnflutningi gera þannig mataræði landsmanna frábrugðið mataræði ann- ara nágrannaþjóða þar sem styttra var í saltið og betra um farkosti. Áður er getið um mjólkurmatinn og skyrið þó alveg sérstaklega, sem var notað á Islandi og er ennþá notað á íslandi, en var hætt að nota í nágrannalöndunum vegna vaxandi komyrkju þar. Hallæri, hafísar og eldgos svo og tak- markalaus rányrkja hafa smám saman eyðilagt beitilöndin og sogið út jarðveg- inn. Þess vegna var mjólkurframleiðslan minni svo og kjötframleiðslan, en harð- fiskur varð um leið aðalfæðan, það er að segja þegar nóg fiskaðist, en oft brást einnig fiskaflinn eins og vænta má og þá var sulturinn við hvers manns dyr, ef ekki var hægt að flytja inn kornvöru. Brennivín var fyrst flutt til landsins um miðja 16. öld (1548), og varð það fljótt mjög eftirsóttur varningur, og þótti kaupmönnum gott að selja Islendingum brennivín. Það var ekki neitt hámarks- verð á brennivíninu, en aftur á móti var hámarksverð á mélinu, og þess vegna vildi brenna við, að brennivínið hefði forgangs- réttinn í flutningum kaupmanna til lands- ins. Afleiðingar brennivínsinnflutningsins á hag og afkomu Islendinga á þessum árum eru alveg óútreiknanlegar, og þær verða ekki síðastar á skránni, þegar plágurnar miklu eru taldar upp svo sem hafísar, eldgos, einokun, konungsstjórn þeirra tíma, svartidauði og stórabóla. Af nýjum vörutegundum koma til landsins eftir miðja 18. öld kaffi, te og sykur. En á þessum árum voru einnig fyrst ræktaðar kartöflur hér á landi í Sauðlauksdal og á Bessastöðum. En kaffi, te, sykur og kartöflur höfðu enga teljandi þýðingu í mataræði Islend- inga á þessum tímum. Þær vörutegundir heyrðu heldur til 19. og 20. aldarinnar. Ediks, sinneps og pipars er fyrst getið á 15. og 16. öld, en þessar kryddvörur voru ekki á borði almennings. FÆÐI SKÓLAPILTA Á þessum árum fáum við nokkuð góðar upplýsingar um mataræði hér á landi, að minnsta kosti eins og menn álitu, að það ætti að vera og fram kemur í áætlunum um mat skólapilta á skólunum bæði á Hólum og í Skálholti og síðar á Bessastöð- um. Einnig eru vitað frá þessum tímum, hve mikið ætlað var hverju hjúi af mat fyrir tiltekið tímabil. Þetta átti sérstaklega við sjómennina, sem fóru í verið og höfðu mat með sér að heiman. Um miðbik 16. aldar (1552) áttu skóla- piltar á Hólum samkvæmt skólareglun- um að fá af mat eins og hér segir: Á fiskidögum áttu nemendurnir að fá fjórða hluta úr góðum fiski með smjöri í máltíð. Ef lítið var um fisk þá áttu þeir að fá brauð í staðinn. Á kjötdögum fengu menn kjöt og söl. Einnig fengu menn að vild mjólk og skyr. I veikindatilfellum fengu skólapiltarnir mjólk eftir þörfum til drykkjar og bleytt- an, soðinn harðfisk. FÆÐI SKÖLAPILTA í SKÁLHOLTI 1746 Sunnudagur: Að morgninum fyrir kirkjuferð: Harð- fiskur og smjör. Hádegisverður: Harðfiskur og smjör, kjöt, baunir og kjötsúpa. Kvöldverður: Harðfiskur og smjör, bygggrjónagrautur með smjöri og mjólk. Mánudagur: Hádegisverður: Harðfiskur og smjör, rúgmélsgrautur og mjólk. Kvöldverður: Harðfiskur og smjör, skyr og köld mjólk út á. HÚSPREYJAK 15

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.