Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 19

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 19
ern seinna hluta skólaársins fengu menn saltfisk á kvöldin. Hér verða raunar ekki miklar breyt- ingar frá mataræði 18. aldarinnar, nema hvað saltfiskur er að koma inn í matar- æðið svo og saltað smjör, og gulrófur eru nú nefndar í fyrsta sinn í fæðinu. Kartöflur eiga eftir að koma betur við sögu seinna. Eins og áður var á minnzt, var byrjað að rækta kartöflur eftir miðja 18. öld, en sú ræktun var í mjög smáum stíl allt fram yfir 1830, en það er fyrst um miðja 19. öld, sem verulega fer að muna um kartöflurnar í fæðinu. Að öðru leyti situr nokkuð við það sama um fæðið allt fram á miðja 19. öld. Matvælaástandið batnar þó smám sam- an eftir Napóleonstyrjaldirnar, einkum vegna bættra samgangna, en einnig var betra árferði á fyrstu árum 19. aldarinn- ar, og jókst þessvegna mjólkurframleiðsl- an nokkuð. Einnig mun mjólkurfram- leiðslan hafa aukizt vegna erfiðleika á innflutningi þessi árin. Er talið, að mjólk- urframleiðslan hafi komizt upp í 2 lítra á mann á dag í byrjun aldarinnar, en féll brátt aftur niður í 1,3—1,6 lítra á dag á mann, og hefur síðan verið í svipuðu horfi. TÍMAMÓT Þær breytingar á mataræði, sem að vísu má segja, að byrji að koma fram laust eftir aldamótin 1800, eru þó eigi farnar að hafa mikil áhrif fyrr en um miðja 19. öldina, sums staðar fyrr og annars staðar seinna, og á einstaka stöð- um eimir eftir af gamla tímanum allt fram á 20. öldina. Þær breytingar, sem telja má, að valdi tímamótum eða aldahvörfum í matvæla- sögu íslendinga, og ég tímaset hér um miðja 19. öld, eru í aðalatriðum eins og hér segir: 1. Soðinn nýr fiskur og soðinn salt- fiskur koma í staðinn fyrir hinn hráa, harða og seiga harðfisk, sem aðalfæða landsmanna. 2. Grænmeti svo sem gulrófur, næpur og kartöflur fara nú að hafa veruleg áhrif í þjóðarfæðinu. Fyrstu kartöflurnar voru ræktaðar 1758 eins og áður er á minnzt. Árið 1800 voru kartöflugarðar í landinu aðeins 283, árið 1810 voru þeir orðnir 1194 og árið 1863 eru þeir orðnir 6032, og þá er hægt að segja, að byltingin hafi verið um garð gengin. Kartaflan, sem sjálfsagt má telja beztu gjöf nýja heims- ins til gömlu Evrópu, hafði nú haldið inn- reið sína í landið, en sagt er, að þar sem kartöflur vaxi í jörðu þar sé hungrið úr sögunni. 3. Vaxandi kaffi- og sykurnotkun koma nú einnig inn í myndina ásamt með kök- um og brauði, sem bakað er úr fínmöl- uðu hveiti. 4. Rúgbrauð, hveitibrauð og þá sér- staklega rúgbrauð verða nú æ algengari á borðum almennings. Brauð var að vísu þekkt löngu fyrr, en hafði enga teljandi þýðingu í mataræði þjóðarinnar fyrr en eftir Napóleonsstyrjaldirnar. Það var einnig litið á brauð og smjör sem sérstakt sælgæti x gamla daga, og í skólamáltíð- um frá 1552—1809 er það aðeins nefnt sem sunnudagssælgæti eða þá dýr nauð- syn þegar fiskur ekki fékkst. 5. Brauð og saltfiskur leysa nú smám saman harðfiskinn af hólmi, og með þeirri breytingu á mataræðinu kemur nýr sjúk- dómur inn á hina annars svo löngu sjúk- dómaskrá gömlu daganna, þ.e.a.s. tann- sjúkdómarnir. Kaupcndur Húsffreyjunnar eru vinsamlega minntir á að greiða blaðið í síðasta lagi fyrir óramót. HÚSPREYJAN 17

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.