Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 22

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 22
Drengjapeysa I fótboltaleikinn — á leikvöllinn — eða í skólann Peysa á 8—11—14 ára strák. Tölurnar sem prjónað er eftir eru í röð, minnsta stærðin fyrst, sú stærsta síðast, og ef að- eins er um eina tölu að ræða, á hún við allar stærðirnar. Þægilegt er að strika undir þær tölur, sem fara á eftir, áður en byrjað er að prjóna. 350—400—450 g dökkbrúnt, fremur gróft garn; 250—300—350 g hvítt eða ljóst garn af sama grófleika. Hringprjónn og sokkaprjónar nr. 3% og 4V£. Prjónið þannig, að 17 1. verði 8 sm og 4 umf. verði 2 sm. Ef farið er eftir þessu, þegar prjónað er, hvorki prjónað fastara né lausara, verður stærðin rétt. Þá verður 20 brjóstvídd: 79-86-93 sm. Annars verður að hafa fínni eða grófari prjóna, eftir því sem við á. Prjónið slétt eftir munsturmyndinni, sem fylgir. Bolurinn: Fitjið upp 158-174-190 1. á hringprj. nr. 3V2, prj. 6 umf. snúning (1 sl., 1 sn.). Prj. síðan á prj. nr. 4V2 og aukið í fyrstu umf., svo að alls verði 168-184-200 1. á prjóninum. Prjónið síðan eftir munstr- inu, þar til komnir eru 32-35-38 sm Fellið af fyrir handvegi 6-8-10 1. hvoru megin, geymið síðan bolinn á með- an ermarnar eru prjónaðar. Ermar: Fitjið upp 40-44-48 1. á sokkaprjóna nr. 3V£, prj. 8 sm snúning, flytjið yfir á prj. nr. 4V2 og aukið út i fyrstu umf. þar til 48-48-54 1. eru á. Prjónið síðan eftir munstrinu en aukið út beggja megin við 1 1. í byrjun munstursins í 6.-5.-5. hverri umf. þar til alls eru 70-78-84 1. á. Þegar ermin er 40-43-46 sm á lengd eru felldar af 6-8-10 1. beint yfir útaukningunni, en gætið að því að það sé gert x sömu munsturumf. og á bolnum. Prjónið síðan hina ermina á sama hátt. Setjið síðan allt á hringprjón nr. 4V2, þannig að handvegslykkjurnar mætist á ermum og bol, alls eiga að vera 284-308-328 1. á prj. Þá eru teknar úr 1 1. hvoru megin við 2 dökkar 1., þar sem hlutarnir mætast, (dökk rönd myndast við samskeytin, eins og myndin sýnir) eða 2 1. teknar úr á hverjum hluta þannig að dökku 1. haldi sér beinar upp að hálsmáli. Framhald á bls. 22 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.