Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 23

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 23
Myndin hér að ofan sýnir mjög ein- faldan svefnbekk, sem jafnframt því að vera tvíbreitt rúm, er ætlaður sem set- bekkur. Gæti hann komið að góðum not- um, þar sem húsrými er takmarkað. Á bekkinn þarf tvær áklæddar dýnur ekki mjög þykkar. Eru þær hafðar hvor ofan á annarri, þegar bekkurinn er ósundur- dreginn. Verður að miða gerð bekksins við þykkt dýnanna, þannig að hann verði hæfilega hár, þegar setið er á honum. Til þægindaauka er gott að hafa bakhægindi með bekknum. Kojur geta verið með ýmsu móti. Á meðfylgjandi mynd sjást kojur, sem eru hentugar undir súðarvegg. Fylgir þeim mikið geymslurými, bæði undir rúmfatn- að og annað. Naglfastar kojur ætti ávallt að hafa í fullri stærð, ef hægt er að koma því við, því að þá koma þær að beztum notum. 21 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.