Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 25
Sjónabók Húsfreyjunnar Skrautblóm amtmannsskrifarans Uppdrættir af blómakrukkum með alla vega kynjablómum hafa átt miklum vin- sældum að fagna meðal íslenzkra hann- yrðakvenna á síðustu öldum. Kemur þetta greinilega fram ekki aðeins á varðveitt- um munum heldur einnig í gömlum sjóna- bókum. En hvaðan fengu konurnar fyrir- myndir að þessum útlendu skrautblóm- um, sem þær glituðu og flosuðu í áklæði og sessur? Við lauslega athugun á erlendum munsturbókum frá 16. og 17. öld kemur í ljós, að í þeim má finna sum þau blóma- ker, sem hér voru hvað mest í tízku á 19. öldinni. Dæmi um þetta er meðfylgj- andi mynd úr þýzkri sjónabók, Neues Modelbuch eftir Rosina Fúrst, en sú bólc kom út í Nurnberg á árunum 1666—76. Blómaker nákvæmlega eins og þetta er í Sauma Siöna Book, sem Gunnar Filippus- son teiknaði fyrir Sigríði Þorsteinsdóttur árið 1776, eftir því sem segir á titilblaði bókarinnar (Þjms. 6950). Áþekkt munst- ur er einnig til dæmis á mjög vandaðri flossessu frá 1843, sem geymd er í Þjóð- 23

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.