Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 28

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 28
Hentug plastílát, sem fer lítið fyrir í ísskápnum. en laus lok, en auðvitað má ekki láta þær á, fyrr en allt er gegnkalt. Látið aldrei volgan mat inn í búrið eða ísskápinn. Kælið alla matarafganga eins fljótt og hægt er og hreinsið allan úrgang úr þeim, t.d. úr fiski. Þægilegra er að ganga að matnum þannig; svo fyllir hann líka minna. Aðskiljið ætíð kjöt, fisk, græn- meti og sósur, þar sem það hefur mismun- andi geymsluþol og geymist líka verr blandað saman. Blandið aldrei hrárri steinselju saman við rétti, sem ætlunin er að geyma og hita upp (t.d. kjöt m/grænmeti), það getur valdið matareitrun, sem á rætur sínar að rekja til jarðvegsbaktería, sem stundum eru á steinselju. Einns skal gjalda varhuga við geymslu rétta, sem steikt eða soðin steinselja er í, því að þessar bakteríur mynda dvalargró, sem þola suðu. Soð og sósur skemmast mjög fljótt, einkum ef kjöt er í þeim. Soð getur skemmzt frá degi til dags við venjuleg- an eldhúshita. Útbúið ekki mjög flókna og seinlega rétti úr afgöngum; afgangar eiga fyrst og fremst að létta matreiðsluna. Það er líka tilgangslítið að standa með mat- reiðslubók í höndunum, þegar ætlunin er að útbúa leifamat; nota verður það, sem til er, og ef til vill bæta með ýmsu. En reynið að hafa tilbreytni í þessum rétt- um, svo fjölskyldan verði ekki leið á þeim. Hér á eftir koma svo nokkrar tillögur, sem eru alls ekki bindandi: Úr soðnum fiskafgöngum er hægt bæði að útbúa miðdegisverðarétti og álegg. Soðið, einkum af ýsu og flatfiski, er einnig ágætt í súpur, t.d. tómatsúpu og karrý- súpu. Steiktan fisk cr bezt að nota sem álegg. Fisksalat Blandið 1 grófrifnu epli saman við svip- að magn af fiski, hellið blöndu af V2 dl af edik, V2 dl af vatni og 1 msk af sykri yfir. Látið bíða um stund. Kryddið á meðan dálítið af majonnesi með salti, pipar, pap- riku og sítrónusafa eða ediki. Fiskur og epli sett á sigti, blandað sam- an við majonnesið. Skreytt með karsa og sítrónubátum. Salat þetta er sérstaklega ljúffengt á smjörsteiktu fransbrauði. Fiskikökur Saxið einu sinni í söxunarvél fisk. kald- ar kartöflur og lauk. Hrærið 1 eggi eða fisksoði saman við og kryddið með dálitlu af sinnepi og svo salti og pipar. Mótið kökur milli handanna, velt er upp úr eggjahvítu og brauðmylsnu. Steikt í nokk- uð miklu smjörlíki. Bornar fram með hráu salati. Fiskur í ofni Setjið um 250 g af soðnum fiski í vel smurt eldfast mót, raðið soðnum kartöflu- sneiðum yfir og V2 grænum pipar skorn- um í ræmur. Tómatsósu (ekki tómat- krafti) hellt yfir, brauðmylsnu stráð of- an á. Sett inn í ofn, þar til allt er vel heitt og fallega brúnt. 26 HÓSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.