Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 29
Fiskikökur Fiskur með osti Setjið fiskafgang í smurt eldfast mót. Þeytið 2 eggjahvítur, blandið um % dl af rifnum osti saman við; sett yfir fiskinn, osti stráð yfir. Sett inn í heitan ofn, þar til það er brúnt. Fiskur með hrærðum kartöflum Blandið fiskinum saman við venjulega hvíta sósu úr um 30 g af smjörlíki og hveiti og 4 dl af mjólk. Kryddið með salti, pipar, dálitlu karrý og sinnepi, einnig 2 —3 msk af rifnum osti. Sett í smurt eld- fast mót. Sprautið hrærðum kartöflum (t.d. búnum til úr duftkartöflum) með- Fiskur með hrærðum kartöflum fram brúnum mótsins, raðið tómatasneið- um og sveppasneiðum, ef til eru, á miðj- una. Smjörbitar settir ofan á. Steikt við 225° í 20—30 mínútur. Skreytt með steinselju. Úr kjötafgöngum, hvort heldur þeir eru soðnir, steiktir eða reyktir, er hægt að út- búa óteljandi rétti, og flestir kannast við rétti eins og ,,Ragout“, ,,Hachis“ og ,,Labskássu“, en í alla þessa rétti er kjöt- ið skorið smátt eða saxað og hitað upp með steikingu, sem er miður hollt. Lambakjöt með karrý Smjör hitað í potti, þar í er hitað (ekki brúnað) 1 laukur og 1—2 epli, hvort- tveggja skorið í sneiðar, hveiti og karrý hrært saman við, síðan 4—5 dl af soði + sítrónusafa og kjötafgangur skorinn í sneiðar. Soðið 15—20 mínútur, þá er 1% bolla af soðnum hrísgrjónum blandað saman við. Steiktum baconbitum stráð yfir, áður en rétturinn er borinn fram með hvítkálssalati. Kjöt með spaghetti Sjóðið um 200 g af spaghetti, látið síga vel af því, áður en það er sett i velsmurt eldfast mót. 150—250 g af sveppum soðn- ir í smjöri, kryddaðir með salti, muskati og safa úr hálfri sítrónu. Hellt yfir spag- hettið; þar ofan á er settur kjötafgangur, skorinn frekar smátt. Sósuafgangi hellt yfir. Rifnum osti stráð ofan á. Hitað í ofni. Borið fram með hráu salati. Mánudagssteik Kjötafgangur skorinn í sneiðar, raðað í smurt eldfast mót; sósuafgangi, sem til tilbreytni hefur verið kryddaður með tómatkrafti, hellt yfir. Hrærðar kartöflur settar ofan á. Hitað í ofni. Kjöt í móti Setjið í lögum sneiðar af steiktu kjöti, brúnaðan lauk, tómatsneiðar, soðnar kartöflusneiðar og soðið brytjað græn- meti í smurt eldfast mót. Salt og pipar HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.