Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 30

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 30
Hangikjötsbúðingur stráð milli laga. Dálitlum rjóma hellt yf- ir, brauðmylsnu stráð ofan á og nokkrir smjörbitar settir á víð og dreif. Bakað við 200° í 20—25 mínútur. Hrátt salat með. Fylltir tómatar með söxuðu kjöti Kljúfið nokkra stóra tómata, takið inn- an úr þeim. Aldinkjötinu blandað saman við saxaðan kjötafgang, saxaðan lauk, rjóma og brauðmylsnu. Kryddað með salti, pipar og hvítlauk. Deigið látið í tómatana, sem raðað er á smurt eldfast fat. Brauðmylsna og smjörbitar settir ofan á. Steikt í ofni. Hangikjötsbúðingur Sjóðið dálítið af smáu makkaroni, sax- ið eða skerið smátt hangikjötsafgang eða annan reyktan kjötafgang. Búið til þykka hvíta sósu, blandið öllu saman ásamt nokkrum matsk. af rifnum osti. Kryddað. Hellt í smurt mót, brauðmylsnu og rifn- um osti stráð yfir. Bakað við 225° í um 15 mínútur. Ennþá betra en dýrara er að sleppa sósunni en nota í þess stað 2—3 egg -f 1 af mjólk, sem hellt er yfir kjöt og makkaroni í mót. Borðað með hráu salati. Soðna grænmetisafganga og kartöfluaf- ganga er bezt að nýta samdægurs, en við ættum að forðast að eiga mikinn slíkan afgang, því að C-vítamín-innihald þessara fæðutegunda rýrnar mjög við geymslu. En séu þeir fyrir hendi, er hægt að nota þá t.d. í jafninga, búðinga, salöt og eggja- kökur. Bóndaeggjakaka Skerið grænmetis- og kartöfluafganga í bita, einnig dálítið af lauk, sem brúnaður er á pönnu; afgöngunum blandað saman við. Egg og mjólk þeytt saman (34 dl mjólk í hvert egg), kryddað með ögn af salti og pipar. Hellt yfir innihald pönn- unnar. Eggjakakan á að stífna við vægan hita með hlemmi á. Tekur um 12—15 mínútur. Steinselju stráð yfir, áður en borið fram. I svona eggjaköku er hægt að nota hvaða afganga sem er, bæði soðið og steikt kjöt. Hægt er að drýgja eggin með því að blanda 1 dl af mjólk í hvert egg og 1 tsk af kartöflumjöli. Kartöflusalat Skerið soðnar kartöflur í sneiðar, dá- litlu af sítrónusafa og matarolíu hellt yf- ir. Lauk skornum smátt blandað í þunna majonnes ásamt kartöflunum, kryddað vel. Sett í skál, saxaðri steinselju stráð yfir og dálitlu af rifnum osti. Kartöflusalat 28 HÚBPBEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.