Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 32

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 32
Tunnuvélarnar hafa á síðustu árum náð einna mestum vinsældum. Þær eru ýmist hálfsjálfvirkar, eins og kallað er, en það Tunnuvél, sem opnast að ofan, og snýst á báöa vegu. eru tunnuvélar, sem þarf að stjórna að nokkru leyti, t.d. stöðva þær eftir tiltek- inn tíma og stjórna skolun og vindingu, eða alsjálfvirkar, sem vinna verkið algjör- lega sjálfkrafa eftir að einu sinni er búið að stilla þær á vissan hátt. Vatnsþrýstingur þarf að vera talsvert mikill fyrir margar sjálfvirkar vélar, og getur verið ástæða til að mæla hann, áð- ur en vél er keypt. Pípulagningamenn mæla vatnsþrýstinginn, en heima fyrir má gera athugun á vatnsþrýstingnum með því að mæla það vatnsmagn, sem rennur á hverri mínútu. Þarf það að vera a.m.k. 1 fata eða 10 1 fyrir margar teg- undir véla. Flestar sjálfvirkar vélar þurfa svo mikið rafmagn, að ekki má tengja þær á grennri leiðslu en sem svarar til 15—25 ampera öryggis. Einnig þola þær mjög illa mikið spennufall eða óstöðuga spennu. Tunnuvélar nota flestar í kring um 5 1 af vatni á hvert kg af þvotti sem þær þvo, 30 en þvælis- og þeytispjaldsvélar nota 10 —25 1. Þær eru yfirleitt einnig nýtnari á þvottaefnið, þannig að þær eru nokkru sparneytnari (bæði á þvottaefnið og raf- magn) en hinar vélarnar, og getur það komið að nokkru á móti hærra innkaups- verði. Þá eru þær mjög þægilegar i notk- un, spara tíma og erfiði. Sumar sjálf- virkar vélar eru þannig, að það má stilla þær, svo að þær þvoi mismunandi lengi í hverri atrennu, þær geta endurtekið forþvottinn, það þykir kostur þegar um mjög óhreinan þvott er að ræða, þær hita sig mismunandi hátt og nota mis- mikið vatn og þvottaefni eftir þvi hvað á að þvo í hvert sinn. T.d. þykir það kost- ur að þær noti meira vatn og gangi hæg- ar, þegar þveginn er fínþvottur og ýmis gerviefni. Öllu þessu getur vélin sjálf stjórnað, þegar búið er að stilla hana eins og við á og óskað er. Vissulega þarf nákvæmni og vandvirkni við notkun hennar. Sumar tegundir sjálfvirkra véla stöðva sig sjálfar, þegar forþvotturinn er búinn, og þá þarf að bæta á þær meiru Sjálfvirk vél, sem opnast að framan, og snýst á báða vegu. þvottaefni, en aðrar stjórna þessu alveg sjálfar, og þarf þá ekkert að skipta sér af þeim, eftir að búið er einu sinni að stilla þær og setja af stað. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.