Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 33

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 33
Af þeim rannsóknum, sem framkvæmd- ar hafa verið á Norðurlöndum hefur kom- ið í ljós, að vélarnar þykja þvo betur ef þær snúast til skiptis á báða vegu heldur en þær, sem snúast alltaf sama hringinn. Það greiðist þá betur úr þvottinum og sápuvatnið kemst betur að til að losa óhreinindin i burtu. Enn fremur hefur það þótt svara betur þvottakröfum húsmæðra á Norðurlöndum, að vélarnar hiti sig um leið og þær þvo, með því móti fáist hvít- ari þvottur. Þetta hefur auðvitað í för með sér aukinn rafmagnskostnað, þar sem annars er völ á ódýrara heitu vatni (t.d. hitaveituvatni), og verða menn þá að velja þarna á milli. Þá hefur komið fram, að emaleraðar tunnuvélar slíta meira en stáltunnur, einkum sjálfvirkar vélar, þar sem tunnan veltur í láréttri stöðu; kemur þá slitið mest fram á flibb- um, líningum og öllum brúnum eða röð- um á flíkunum. Ryðfast stál, ósegulmagn- að (stál 18/8 þ.e.a.s. stál, sem inniheld- ur 18% króm og 8% nikkel), þykir sterk- ast og bezt í allar þvottavélar, sérlega þá hluta, sem þvotturinn er í snertingu við, en mikilvægt er, að þeir séu mjög sléttir, jafnir og hálir, svo að slit verði lítið. Það slítur þvottinum minna ef vélin gengur ekki allan tímann á meðan hún hitar sig, heldur stendur kyrr inn á milli. Sé vatnsmagn aukið eða minna magn af þvotti sett í vélina, verður slitið minna. En sé mjög lítið í vélunum miðað við það magn, sem þeim er ætlað, nýtist orku- eyðslan og geta þeirra ekki eins vel. En þó má auðvitað aldrei ofhlaða þær. En það hefur komið fram í rannsóknunum, að stundum getur verið ástæða til að setja heldur minna magn af þvotti í þær en sagt er fyrir, svo að þær vinni sem bezt. Heppilegast er að nota þvottaefni í þessar vélar, sem freyðir lítið, þvottur- inn flýtur annars á loftbólunum og kemst ekki á rétta hreyfingu, ef froðan verður of mikil. Sjálfvirkar þvottavélar, sem jafnframt vinda þvottinn, vinda aldrei eins vel og sjálfstæðar þeytivindur. Talið er að eðlilegur viðhaldskostnaður sé um 2—5% á ári af innkaupsverði vél- anna. En auðvitað er þetta komið undir gæðum, meðferð og ýmsum öðrum að- stæðum. Þær húsmæður, sem notað hafa þessar sjálfvirku vélar, telja sig alls ekki geta án þeirra verið. Heimildir: KÖPRÁD 5, KONSUMENTINSTITUT- ET; F-RAPPORTEN, 5-1963 og HVILKEN VASKE- MASKINE SKAL JEG VÆLGE, S.H.R.. Dan- mark. S. Kr. Til lesenda HÚSFREYJUNNAR Kona utan af landi minntist nýlega á það við mig, hvort ekki væri hægt að birta í ,,Húsfreyjunni“ eitthvað af þeim spurningum, sem bærust til Leiðbeining- astöðvar húsmæðra og svör við þeim spurningum. Með því væri það unnið, að konur víðs vegar um landið, sem ef til vill veltu fyrir sér sama vandamáli og spyrjandinn, fengju upplýsingar frá Leið- beiningastöðinni. Mér og öðrum aðstand- endum ,,Húsfreyjunnar“ leizt prýðilega á hugmyndina, og mun þetta því verða upp tekið í næstu blöðum, ef kostur er, enda hefur þessu nýmæli verið vel tekið af þeim, er Leiðbeiningastöðinni stjórna, og verður vonandi vel tekið af lesendum. Að öðru leyti mun lesefni blaðsins verða haldið i svipuðu formi og verið hefur, að minnsta kosti fyrst um sinn. Frá upphafi hefur verið leitazt við að flytja efni, er að fræðslu húsmæðra lýtur, því að annar aðaltilgangur blaðsins var og er einmitt þetta. Hinn aðalþátturinn er að efla kynningu og sameiginlega fé- lagsvitund lesenda, sem einnig er reynt að gera. Um hið léttara efni, greinar um ýmis konar efni, þýddar og frumsamdar, kvæði og sögur má eflaust deila. Hins vegar skal lesendum á það bent, að ritstjórnin telur sér holla rökstudda gagnrýni þeirra og tekur því fegins hendi, að lesendurnir láti álit sitt í ljós. Enn fremur skal þess getið, að við teljum mjög æskilegt, að blaðinu berist meira efni en er frá konum víðs vegar um landið. Sv. Þ. HÚ8PREYJAN 31

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.