Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 37

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 37
©00(8) 95" C 60“ C Bali með vatni sem á stendur 95 °C. þýðir, að efnið þoli þvott í 95° heitu vatni. Öll efni sem þola ,,suðu“ eru merkt þannig. Bali með vatni sem á stendur 60 °C. þýðir, að efnið þoli þvott í heitu vatni, en hitastigið má ekki fara hærra en 60° C. . Bali með vatni sem á stendur 40°C. þýðir, að efnið þoli þvott í volgu vatni, en vatnið megi ekki vera heitara en 40°. Bali með svörtum krossi þýðir, að ekki megi þvo efnið. Chlor með svörtum krossi þýðir, að ekki megi láta efnið í klór. Perborat með svörtum krossi þýðir, að ekki megi nota þvotta- efni sem perborat er í. Perborat er í mörgu þvottadufti en ekki í sápu- spónum eða sólskinssápu. Borði með strokjárni sem merkt er 200°C. er látinn á efni sem þol- ir það hitastig. Ef strokið er með járni með hitastilli er stillt á bóm- ull eða hör. Borði með strokjárni sem merkt er 150°C. er látinn á efni sem ein- ungis má strjúka með volgu járni. Strokjárn með hitastilli er stillt á ull eða reion. Strokjárn með 120 °C. er á efni sem einungis má strjúka með yl- volgu járni. Strokjárn með hitastilli er þá stillt á nælon eða asetat. Strokjárn með svörtum krossi þýðir, að ekki megi strjúka efnið. Eftirfarandi vitneskju er að finna á borðanum um efnahreinsun: Tunna (rensetromle) með stafn- um A, þýðir að efnið þoli öll venju- leg hreinsiefni. Tunna með stafnum P þýðir, að efnið þoli hreinsun í perkloretyl- en, einnig í bensíni og bensóli. Tunna með stafnum F þýðir, að efnið þoli einungis hreinsun í ben- síni eða þ.h. Tunna með svörtum krossi þýðir, að efnið þoli ekki hreinsun í efna- laug. Stundum má einnig finna aðra fræðslu á þessum litla borða. I peysunni, sem ég keypti, var t.d. sýnt, að peysuna átti að leggja til þerris á handklæði. Peysan er þannig gerð, að ég hefði kannski hengt hana upp á snúru og þar með teygt hana óeðlilega, ef ég hefði ekki athugað miðann. En ég átti eftir að undrast enn meira út af vörukynningarmiðum þann daginn. I búðinni lágu hlið við hlið peysur, sem voru nákvæmlega eins. í hálsmálinu var ýmist miði með nafni á íslenzkri prjóna- stofu, sem hafði prjónað peysuna, eða þá danskur miði, þar sem á stóð úr hvaða garni peysan var prjónuð. Engar skýring- armyndir voru á íslenzku miðunum. Hvernig getur staðið á því, að sama fram- leiðsla er merkt með gjörólíkum miðum? Starfsfólkið í búðinni átti kollgátuna. ,,Þeir hafa ekki átt fleiri danska miða á prjónastofunni“, var svarið. Peysurnar voru prjónaðar á íslenzkri prjónastofu úr dönsku garni. Framleið- andinn í Danmörku hefur látið fylgja miða með sínu garni til þess að festa innan í peysurnar, svo tryggt væri, að neytendur fengju sem gleggsta vitneskju um það, hvaða meðferð garnið þolir. Ef ég hefði keypt peysu með íslenzk- um miða og sökum vankunnáttu skemmt peysuna í þvotti, hefði ég sennilega kennt hinni ágætu íslenzku prjónastofu um lé- lega framleiðslu. En þegar peysa er merkt með dönskum miða þar sem hvergi á peysunni er getið um að hún sé prjónuð á íslandi, þá hirðir garnframleiðandinn all- an heiður af fallegri peysu með góðu sniði að ástæðulausu. Vörumerkingar eru hagstæðar bæði fyrir framleiðendur og fyrir neytendur. Neytendur, sýnið því áhuga og metið að verðleikum allar vörumerkingar. Fram- leiðendur, látið í té allar upplýsingar, sem koma neytendum að gagni. Sigríður Haraldsdóttir. HÚSFREYJAN 35

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.