Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 39

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 39
gjarnlega og dálítið kæruleysislega. Þessi létti, kæruleysistónn íellur Önnu vel. Hann snertir hana varla. Hún er örugg og róleg. Einhverjum finnst víst, að hún hafi gert þetta vel, en henni stendur alveg á sama um það. Hún kærir sig ekkert um kennslukonuna, þykir ekkert vænt um hana. Aðalatriðið er, að sjálfri finnist henni, að þetta, sem hún hefir verið að búa til, sé dásamlegt. Ó, já, hún gæti nú líka lesið hátt, miklu betur en Algot og hærra. En hann var ekki hér nú. Hann liggur í sjúkrahúsi. Það er búið að gera á honum uppskurð. Bráðum kemur hann víst aftur. Og einn daginn situr hann i sætinu sínu að nýju, og það er engu líkara, en að hann komi úr einhverjum óþekktum heimi. Hann er hreinn og fínn, ljósa hárið hefir verið klippt. Hann er í hvít- og rauðrönd- óttri ullarpeysu, mjög fallegri með gló- fögrum rennilási. Litlu hendurnar hans eru hvitar og óvenjulega hreinar. En hann er í sömu buxunum og áður, nú eru þær samt ekki eins þröngar. Allra augu stara á hann. Hvað hann er fínn og indæll. Og hann hefir verið svo voðalega veikur. All- ir kenna í brjósti um hann. — Algot litli, ósköp ertu fínn, muldr- ar Anna Maja. En Anna frá Vestra-Fossi er alltaf að hugsa um, hvort hann muni nú geta lesið. Hana grunar, að það kunni að ganga tregt, og hún veit ekki, hvers vegna hún gleðst fyrirfram yfir ósigri hans. Lesbækurnar eru teknar upp. Anna horfir á Algot. Hún ætlar bókstaflega að eta hann með augunum. Jú, sjáum til „Grunaði ekki Gvend“. Hann getur auð- vitað ekki, verður strax niðurlútur og neðri vörin fer að síga. En hvað hann horfir raunalega á bókina. Börnin eru komin svo langt í henni, og hann kannast ekki við neitt. Nú er komið að honum, en hann kemur engu orði upp. Anna sér, hvernig hann roðnar og fölnar á víxl. Svo fer hann að gráta. Tárin hrynja stór og skær niður á nýju peysuna hans. En Anna vorkennir honum ekki. Ég get les- ið, hugsar hún. — Ég hefi getað það allan tímann, en Algot getur það ekki. Hún heyrir sitt nafn nefnt. Það býst enginn við neinu úr þeirri átt, kennslukonan ekki heldur, það er auðséð á henni. Hún stendur þarna alveg róleg með bjart og hrukkulaust enni. „Og unginn litli skreið út úr egginu“ les Anna allt í einu með skærri röddu. Þenn- an málróm kannaðist enginn við. Allir hrökkva við og líta upp. Kennslukonan lítur snöggt á Önnu og hlustar. Undrunar- svipur líður yfir andlitið eins og létt og bjart ský. Siðan brosir hún ofurlitið og horfir yfir barnahópinn, og börnin skilja strax bros hennar. Þeim virðist það segja: — Þetta er auðvitað ákaflega gaman og óvænt, en við látum sem ekkert sé, því að annars er ekki víst, að það endurtaki sig. Börnin skilja þetta vel. Fullorðins- legt og skilningsríkt bros líður yfir öll litlu andlitin, dálítið merkilegt, en þó móðurlegt, og það eins og létti ósjálfrátt yfir þeim. Anna les. Allir hlusta á þennan óþekkta málróm. Hann er bjartur og barnslegur eins og það væri ungbarns- rödd, skær og hrein. Einu sinni rekur hún í vörðurnar ofurlítið, en heldur svo hik- laust áfram. Kraftaverk hefir gerzt. Anna hættir að lesa, en hún heldur enn á bókinni, lít- ur hvorki til hægri né vinstri, en starir beint fram fyrir sig, dálítið viðutan, en ákaflega ánægð á svipinn, og svo teygir hún úr magra, langa hálsinum. Enginn þorir að líta á hana. Það er svo sem auð- séð, að kennslukonan vill það ekki. Skóla- starfið heldur áfram og gengur sinn venju- lega gang. En þungum steini er létt af Önnu litlu. Hún situr og talar við sjálfa sig í hálfum hljóðum og horfir út um gluggann móti birtu og sól. Hún er glöð og kát og ókyrr. I stundarhléinu steypir hún sér klukku i anddyrinu. og öll börnin horfa steinhissa á hana. Hún gægist örlítið í kringum sig. Kátína Önnu smitar öll litlu börnin. Þau ærslast brátt öll og hoppa eins og smá- fuglar í æti. HÚSPREYJAN 37

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.