Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 41

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 41
sem aldrei notar áfengi til að hliðra sér hjá óþægindum og spennu, sá, sem veit nákvæmlega hvernig á að fara með vín, hann einn getur haft það um hönd án áhættu. Mér liggur þungt á hjarta, að allir skilji þetta, því að drykkjusýkin vex ört í þessu landi (Bandar.). Drykkjusýki er orðin að faraldri, tíu hundraðshlutar þjóðar- innar geta ekki án áfengis verið og fimm hundraðshlutar eru áfengissjúklingar. Rannsóknarnefnd í Boston sagði, að þrír hundraðshlutar manna í viðskiptalífinu væru drykkjusjúkir. Önnur nefnd stað- hæfði árið 1963, að þjóðin eyddi frá 10 til 11 biljónum dollara á ári í áfengi og að neyzlan færi stöðugt vaxandi. Drykkju- sjúklingum fjölgar árlega í New York fylki einu saman um tuttugu þúsund. Þrír af hverjum fjórum drykkjusjúkl- ingum, sem ekki leita lækningar, valda upplausn heimila sinna, stofna atvinnu sinni i hættu og eyðileggja oft líf skyld- menna sinna. Þeir lifa í þröngum hring hins algera óraunveruleika, þeir byggja um sig vegg af sviksemi, skella skuldinni á aðra, afsaka sjálfa sig og áfellast aðra. Sé drykkjunni haldið lengi áfram, bíða þeir oft bana af slysförum, eyðileggja líf- færi sin eða fremja sjálfsmorð. Læknar rannsaka sára sjaldan áfengis- neyzlu sjúklings, sem kemur til rannsókn- ar og þó að þeir sjái aðfarandi áfengis- sýki, brestur þá stundum kjark til að op- inbera þann óvelkomna sannleika. Þó er drykkjuskapur smitandi. Hann berst frá eiginmanni til eiginkonu og barns, frá vinnuveitanda til starfsmanns. Flokka má stig drykkjusýkinnar þann- ig: 1. Hinn hófsami samkvæmismaður — engin hætta, — sem stendur. 2. Sá, sem alltaf drekkur í samkvæmum — honum er hætt. 3. Sá, sem treystir á áfengisnautn — og þeir eru margir. Drykkjuvenjur hans geta verið á ólíkum stigum og eru sjaldan áberandi. Hann getur rekið sitt fyrirtæki eða gegnt sínu starfi. Hjóna- bandið getur verið þolanlegt. Hann á sér vini og heldur sinni sjálfsvirðingu — af því að það samfélag, sem hann hrærist í, telur sig þarfnast áfengis. Þar sem hann stingur ekki í stúf við sitt umhverfi, þá tekur hann ekki eftir því, að hann er háður áfengi og telur sig vera frjálsan mann — en fjötur drykkjusýkinnar herðist að honum. Hann getur ekki skemmt sér án áfengis, hvort sem hann fer að leika golf, fiska, spila eða í samkvæmi. Tveir eða þrír kokteilar fyrir mat með við- skiptavinum verða sjálfsagðir. Hann hlakkar til að fá sér glas eftir vinnu- tíma. Hann hefur ríka tilhneigingu til að drekka við ákveðin tækifæri: fyrir hádegisverð, kvöldverð, sé hann þreyttur, ætli hann að njóta blíðu konu, ef honum leiðist, gengur illa, eða þegar hann fer að hátta. Margar húsmæður, sem fylla þenn- an flokk, draga sig út úr annarra fé- lagsskap, lifa óreglulegu lífi og geta ekki svarað kröfum venjulegs heimil- islífs. Margar þeirra fá sér dropa í laumi, sherry, Dubonnet og bjór eru oft undanfari sterkari drykkja og leið- ir að lokum til áfengissýki. 4. Drykkjumaðurinn — sá, sem er orð- inn vanur drykkjuskap, án þess að innri ástæður knýi á. Taugakerfi, kirtlastarfsemi og efnaskipti hafa tek- ið breytingum af áfengisneyzlu. 5. Hinn algeri áfengissjúklingur er sá, sem líkamlegt og andlegt ástand knýr til að drekka. Hann stríðir við sífellda vanlíðan, sem orsakast af sjálfsfyrir- litningu, sjálfsmeðaumkvun og sektar- tilfinningu. Hann ber öll einkenni van- þroska, miklar geðsveiflur, barnaleg- ar tjáningar, þjáist af ákafri feimni og ásakar aðra. Allt hans þrek er stórlega skert og hann reynir að mikla sjálfan sig með lygum og draumórum. Við drykkjsýki er engin lækning. Þegar maður er orðinn áfengissjúklingur hafa orðið svo margar varanlegar breytingar á líkamsástandi hans og persónuleika, að HÚSFREYJAN 39

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.