Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 42

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 42
hann verður alltaf áfengissjúklingur upp- frá því. Það bezta, sem hægt er að gera, er að fræða hann og leiða til bindindis og má þá líkja honum við púðurtunnu, sem ein lítil eldspýta getur kveikt í og eyðilagt. Því er engin lækning á þessu böli önnur en sú, að vernda menn gegn því. Þó engin sönnun hafi fundizt fyrir því, að ein manngerð verði fremur áfengissjúk en önnur, vita menn þó, að vissum mann- gerðum er hættara en öðrum. Til dæmis börnum, sem alizt hafa upp án ástríkis, þeim, sem koma frá drykkjuheimilum, þeim, sem hafa verið sérlega ódælir í æsku, þeim, sem hafa látið illa að stjórn í skóla, við vinnu, ekki virt hjónaband sitt né félagslegar skyldur, þeim, sem eru óraunsæir og gefast fljótt upp við and- streymi. Áfengissjúklingur ber oft sjö einkenni, sem áberandi mega teljast: stöðugar á- hyggjur, þunglyndisköst, ákafa tilfinn- ingalega viðkvæmni, er fljótur að reið- ast, reynist óhæfur til að ljúka við fé- lagslegar framkvæmdir, einmanakennd og oft um leið sjálfsmeðaumkvun og lít- ið samband við annað fólk. Bæði fjöl- skylda og læknir ættu að hafa í huga, að fólk með þessum einkennum getur haft hneigð til drykkjuskapar. Margir eru sér þess ekki meðvitandi, að þeir noti áfengi í óhófi. Hver, sem vill fara með vín, án þess að verða ölvaður, verður fyrst að kunna svör við þessum spurn- ingum: Hvað drekkurðu mikið áfengi? Hvenær? Hve oft? Hvers konar áfengi? Hvers vegna? Hve lengi hefurðu neytt á- fengis? Ertu farinn að auka áfengismagn- ið og tíðni drykkjunnar? Hver sá, sem drekkur einn eða tvo drykki daglega, skyldi hafa þann möguleika í huga, að hann getur orðið háður áfenginu. Bezta vörnin eru góðar starfsvenjur, nægileg hvíld, hreyfing (sérstaklega hreyfing) og leikir. Allt er þetta líklegt til að draga úr þeirri tilfinningaspennu, sem leitt getur til ofdrykkju. Ef manni finnst að hann vera í þörf fyrir að fá sér áfengi, ætti hann þess í stað að fá sér gönguferð, jafnvel í fleiri klukkutíma, ef þess gerizt þörf. Hafi menn ekkert lífstak- mark, þá verða þeir að leita þess. Forðizt það að verða háð áfengi, eins og þér mynduð forðast pestina. Það er lævís ávani og ef þér eruð ekki sífellt á verði, getur það náð á yður tökum fyrr en varir. Þér eruð á leið að verða áfengis- sjúklingur, þegar eftirtalin einkenni koma í ljós: Áfengi hefur meiri áhrif á yður en venjulega, þegar þér takið áfengi sem lyf, þegar þér drekkið af óviðráðanlegri þörf og þegar þér drekkið gegn betri vitund. Þegar efnaskipti í líkama yðar og and- leg viðbrögð eru tekin að stjórnast af áfengisáhrifum, þá eruð þér kominn yfir markið. Ef þér haldið þá áfram að drekka áfengi, þá verðið þér annaðhvort í flokki þeirra, sem verða vanadrykkjumenn eða hreinir áfengissjúklingar. Ef þér á annað borð hafið hvað eftir annað orðið ofurölvi, þá getið þér aldrei framar örugglega stjórnað áfengisnautn yðar, hversu lítið, sem þér ætlið yður að drekka, því einn sopi krefst annars. Ég endurtek því: eina lausnin er að fyrirbyggja áfengisneyzlu. Aðeins sá, sem aldrei notar áfengi til að komast hjá erfið- leikum og losna við spennu og veit hvem- ig örugglega má með áfengi fara, getur notið þess sér og öðrum að skaðlausu. Tíu ráð til að forðast drykkjuskap, 1. Takið aldrei glas, þegar þér „þarfn- ist“ þess. 2. Dreypið á glasinu og drekkið ekki ört, fáið ekki aftur í glasið fyrr en eftir hálftíma og þriðja glasið ekki fyrr en klukkutíma eftir númer tvö, en fjórða glasið er alltaf mikil áhætta — ég segi, takið aldrei fjórða glasið. 3. Blandið áfengi. Drekkið þunna, bland- aða drykki, ekki óblandað, sterkt á- fengi með ísmola í. 4. Setjið á yður hve mikið þér drekkið. Drekkið aldrei áfengi daglega. 5. Felið aldrei hve mikið þér drekkið, heldur ýkið það. Ef þér segizt hafa 40 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.