Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 45

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 45
arsjóðs kvenna ásamt minningargjöf, en Guðrún var ein af fyrstu konum, er í kvenfélagið gengu. Vasi stendur á altari Borgarneskirkju til minn- ingar um Oddnýju Jónsdóttur ljósmóður, sem var heiðruð af kvenfélaginu. Vasinn var henni sendur á 90 ára afmæli Borgarness, en hún var þá elzti borgari bæjarins. Landsspítalinn fékk nokkrar krónur frá félaginu, einnig kvenna- heimilið Hallveigarstaðir. Nýstofnað skjalasafn Borgarfjarðar fékk nýlega þúsund króna gjöf frá kvenfélaginu. Til Davíðshúss á Akureyri sendi félagið 5 þúsund krónur til minningar um skáldið góða. Leiklist var talsvert stunduð á fyrri árum fé- lagsins og voru góðir leikhæfileikar innan garðs. Minnumst við ánægjulegra skemmtana frá þeim árum, og margt skemmtilegt gerðist þá eins og gengur og gerist. „Spanskflugan" var t.d. æfð og farið með leikinn út fyrir bæinn í annað hérað og þótti takast vel. Vefnaðarnámskeið hafa oft verið og ein fé- lagskonan verið kennari. Matreiðslunámskeið hafa einnig oft verið haldin og kennarar úr Reykjavík. Orlof húsmæðra er nú á vegum fé- lagsins og hvíldarvikur þessar vinsælar. En erf- itt hefur samt verið að fá konur til að ferðbúast, en svo eru þær fullar þakklætis á eftir. í bókum félagsins sést, að fyrst á árum hafa konur úr félaginu tekið að sér handavinnu- kennslu í barnaskólanum til þess að vinna fyrir fundarstað fyrir félagið. Þá eru það fjáröflunar- leiðirnar. Þær hafa verið allt hugsanlegt, svo sem bazarar, hlutaveltur, skyndihappdrætti, kökuútsölur, bögglauppboð, grímudansleikir, auk venjulegra dansleikja, þorrablót o.fl. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta allt, ekki sízt bazarana. Þar hafa verið á boðstólum saumaðar og prjón- aðar flíkur, sem félagskonur hafa unnið og játað skal, að oft varð okkur vel ágengt í sníkjuferð- um okkar til verzlana til þess að fá búta að sauma úr o.fl. Skal tækifærið notað til þess að flytja verzlunarstjórunum þakkir okkar fyrir þá hjálp, og hve vel þeir tóku okkur æfinlega. Húsmæðraskólinn á Varmalandi var og er óskabarn okkar. Söfnuðum við á sínum tíma talsverðu fé til hans, er hann var í byggingu með skemmtisamkomum og fjársöfnum. Ber eitt herbergi skólans nafnið Borgarnes, en kven- félagið hér lagði einmitt til fé fyrir húsgögnum í þetta herbergi ásamt gluggatjöldum og teppi. Til væntanlegs dvalarheimilis aldraðra höfum við aflað álitlegrar upphæðar, er geymist til húsgagnakaupa í dagstofu. Félagsheimilissjóð eigum við einnig, er við leggjum í þá byggingu, þegar henni verður hrundið á stað. Jólatrésskemmtun var fyrst haldin á vegum félagsins árið 1934. Nutum við aðstoðar félaga, verzlana og margra einstaklinga. Skemmtun þessi hefur verið haldin árlega síðan. Öllum HÚSPBEYJAN börnum og eldra fólki boðið og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, enn því miður er það allt of lítið. Félagskonurnar vinna þar sem ætíð sam- stilltar til þess að gera daginn sem ánægjuleg- astan. En eins og var frá byrjun erum við fé- lagskonurnar ekki einar um þennan dag. Allir vilja hjálpa, og alstaðar eru útréttar hendur. Einkum hefur ungmennafélagið ótt sinn drjúga þátt í hjálpinni. Jólatréssamkoman er dásamleg: Þessi fallegu vel klæddu elskulegu börn, ljósin, skrautið, söngurinn. Þetta er yndislegastn þátt- urinn í starfi okkar. Þegar félagið var 30 ára gaf það Borgarnes- kirkju altarisklæði og hökul, saumað af Sigrúnu Jónsdóttur. Fundur Samb. borgf. kvenna var einmitt haldinn hér þá og buðum við fundar- konum í afmæliskaffið. Var þetta hin ágætasta samkoma. Leikkonur úr Reykjavík skemmtu, ræður og kveðjur voru fluttar, sungið og dansað, blóm og skeyti bárust. Var stund þessi öllum til óblandinnar ánægju. Félagið lagði fram 10 þúsund krónnur til skemmtiferðar, sem var far- in seinna um sumarið til Akureyrar, glaðning til félagskvenna fyrir frábær störf og strit. Árið 1930 kaupir kvenfélagið, ásamt ung- mennafélaginu svonefndan ,,Skallagrím“. tún- blett þann, er nú nefnist ,,Skallagrímsgarður“. Síðar eignaðist kvenfélagið hann allan einsamalt. Fyrstu plönturnar voru gróðursettar 1931. Kon- urnar unnu talsvert í honum sjálfar fyrst, en æfinlega garðyrkjufólk líka. Skólapiltar frá Hvanneyri unnu í garðinum og tóku félagskonur þá í fæði á meðan. Borgarhreppur hefur styrkt þessa starfsemi frá upphafi, einnig sýsla og ríki. Stolt og eftirlæti okkar hefur garðurinn æfin- lega verið, en ekki er hægt að tala svo um Skallagrímsgarð að nafn Geirlaugar Jónsdóttur sé eigi nefnt. Hún hefur verið formaður garð- nefndar í 28 ár og unnið kvenna mest að vexti hans og viðgangi með dugnaði og forsjálni. Þegar kvenfélagið var 25 ára gaf það styttu í garðinn, er Guðmundur Einarsson frá Miðdal gerði. Börg- firðingafélagið í Reykjavík sendi okkur veglegt hlið í garðinn og erum við mjög þakklátar fyrir þann vinarhug. 17. júní ár hvert er hátíð í Skallagrimsgarði, sem byrjar með messu í garð- inum, ef veður leyfir. Síðan eru ýms skemmti- atriði, sem bæði konurnar sjá um sjálfar (leik- þætti barna) og aðrir aðilar t.d. íþróttir o.fl. Þetta árið vorum við svo heppnar að fá frú Sigríði Thorlacius til að flytja ágætt erindi. Dag- inn áður er ýmis konar undirbúningur hafinn: tjöld reist, borð, stólar og áhöld til veitinga flutt á staðinn, en þá erum við nú ekki einar um hituna. Sveitarstjórnin sendir okkur menn og bíla til umráða þennan dag. Erum við auð- vitað þakklátar fyrir þessa hjálp. Hátíðisdaginn seljum við kaffi, öl og sælgæti meðan endist og aldrei finnum við betur en þá, hvers starf okkar við þennan blett er metið meðal Borgarnesbúa. 43

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.