Húsfreyjan - 01.10.1965, Blaðsíða 8

Húsfreyjan - 01.10.1965, Blaðsíða 8
þessar mundir er haldin sýning á mörgum skjölum og munum, sem tengdir eru Vínar- fundinum 1815, er samið var um skiptingu Evrópu eftir fall Napóleons. Þar gaf að líta eiginhandar skýrslur stjórnmálámanna eins og Metternich, Talleyrand og Fouché, auk friðarskilmálanna, sem þjóðhöfðingj- arnir, sem á fundinum liittust, undirrituðu, því allt er þetta varðveitt í þjóðskjalasafni Austurríkis. Bréf Napóleons til liinnar nítján ára gömlu Maríu Louise, dóttur Austurríkiskeisara, var þárna. Var það heldur flausturslega skrifað, enda mun Napóleon ekki liafa talið sig þurfa mikið til meyjarinnar að biðla, því faðir hennar neyddi hana til að giftast þessum óvini sín- um, til að kaupa sér frið. Einkasonur Napóleons fæddist í þessu lijónabandi og faðir hans sæmdi liann heitinu konungur- inn af róm. Er vagga lians geymd þarna í höllinni, gyllt og silkifóðruð, og á öðrum stað eru mataráliöldin, sem liinum unga prinsi voru ætluð til ferðalaga, öll úr skýra gulli. Sagt er, að María Louise hafi lítið sinnt þessum syni sínum, eftir að liún skildi við Napóleon, þar til skömmu fyrir andlát hans, en hann dó rúmlega tvítugur í höll- inni Schönbrunn. Þar er geymdur undir gleri lítill, útstoppaður fugl, sem sagan seg- ir, að hafi verið kærasti félagi þessa unga manns, síðustu æviár hans. Vonlaust er að reyna að telja upp alla þá sögulegu og dýru gripi, sem geymdir eru í þessari miklu liöll. Illuti hennar er nú notaður fyrir opinberar skrifstofur. Handan við torg, sem Jiggur á milli liall- arinnar og ráðhússins, er mikið minnis- merki um einn ástsælasta þjóðhöfðingja Austurríkis, Maríu Theresíu, sem réði þar ríkjum frá 1740—80. Hxin bætti í mörgu hag hins almenna borgara, þótt hún ætti í miklum styrjöldum til að verja ríki sitt. Hún bannaði pyndingar, reyndi að rétta ánauð af lágstéttunum og stofnaði skóla og sjúkraliús. En við skulum skreppa í annan borgarhluta til að liuga að fleiri menjum um þessa merku drottningu. I stórskógi í suð-vesturjaðri Vínarhorgar stendur hölliu Schönbrunn. Fyrii' fjórum öldum var skóglendið auð- ugt af veiðidýrum og þáverandi keisari, Maximilian, keypti sér stórt landssvæði og hús til að dveljast í, meðan liann skemmti sér við veiðar. Brátt reis ]>ar veglegri Inisa- kostur, en Tyrkir lögðu það allt í rúst. Und- ir lok 17. aldar ákvað þáverandi keisai-i að hyggja þarna sumarliöll handa syni sínum, Leopohl, við uppsprettu í skóginum, „liinn fagra brunn“, sem höllin dregur nafn af. Byggingameistari gerði uppdrætti að svo risastórri höll, að jafnvel keisaranum of- bauð og var sniðið verulega af þeim. Bygg- ingin gekk þó seint, en í valdalíð Maríu Theresíu var verkinu lokið og þá voru 1200 herbergi í þessum snolra sumarbústað. Bog- myndaðar, einnar hæðar álmur ganga frá höllinni að aðalinngangi og er leikhxis í öðrum arminum. Að baki hallarinnar er yndislegur hlómagarður, skreyttur gos- brunnum og marmarastyttum og á tvo vegur markaður limgerði. Aflíðandi brekka tekur við af garðinum lil suðurs. Efst á benni er súlnabygging, sem kölluð er „Glorietta“, en frá lienni og þó einkum af þakinu, sér yfir skóginn, garðinn og höllina. Mikill mannfjöldi var á ferli um liöllina, garðinn og dýragarðinn, sem eiginmaður Maríu 'J’heresíu kom á fót í skóginum. 1 höllinni eru um fjörutíu salir til sýnis, en 250 fjölskyldur hixa þar og eru ]>að allt menn í opinberri þjónustu. Heil herbergi eru klædil innan með kín- verskum og japönskum lakkþyljum, ilýr- asta rósaviði með inngreyptum indverskum málverkum, eða myndofnum veggtjöldum. Eftirminnilegust veröur |>ó kannski ein minnsta stofan, þar sem felldur er í vegg- iua undir gler blómstursaumur dætra Maríu Theresíu, en sagt er, að hún hafi haldið dætrum sínum mjög að hannyrðum. Ein þeirra var Ma,ría Antoinette, Frakk- landsdrottning, en alls átti drottningin sextán börn. 1 Schönbrunn eru geymd óbreytt, þau 6 HÚSFliEYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.