Húsfreyjan - 01.10.1965, Blaðsíða 16

Húsfreyjan - 01.10.1965, Blaðsíða 16
á dagvöktum. Við liöfum bæði rætt við Stéttarfélagið Fóstru og Barnavinafélagið Sumargjöf og fengið ágætar undirtektir hjá þeim aðilum. Einnig liöfum við rætt málið við borgarstjóra, en það virðist vanta pen- inga til nauðsynlegra framkvæmda. Ann- ars er æskilegt, að barnakonur fái fjögurra tíma vaktir, svo að þær geti tekið þátt í störfum, eftir því sem þær fá við komið, en þurfi ekki alveg að fara frá heimilunum allan daginn. E. G. Það virðist augljóst, að þjóðfélag- inu er nauðsynlegt að notfæra sér sem bezt sérmenntun hjúkrunarkvenna. Hefur ekki Kleppsspítalinn nú þegar komið upp dag- heimili fyrir börn starfsmanna sinna? I. Ó. Jú, þar hefur verið starfandi dag- heimili frá því árið 1958 og einnig liefur spítalinn séð starfsliðinu fyrir smáíbúðum. Það er enginn efi á því, að þetta tvennt lief- ur auðveldað þeim spítala ákaflega mikið að fá hjúkrunarlið. M. P. Víða erlendis eru byggöar fyrsta flokks íhúðir handa starfsliöi sjúkrahúsa, ekki sízl með tilliti til þess, að hjúkrunar- konur eru margar á bezta aldri til að stofna heimili í þann mund, sem þær taka til starfa fyrir alvöru við lijúkrunina. Það mun vera ætlunin að reisa bæði starfs- mannaíbúðir og dagheimili í grennd við Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi. I. Ó. Ef að er gáð, þá er lijúkrunarstétt- in ung stétt. Á tíu árum hefur hún tvö- faldazt, svo það er mikil starfsorka til í þessum hópi. Einmitt nú er lijúkrunarkona nr. 731 að koma til starfa. Tvisvar á ári eru brautskráðar 18—20 stúlkur í senn, eða um 40 á ári hverju, svo stéttin fer hraðvaxandi og meiri hlutinn er á aldrinum 18—40 ára. Hjúkrunarskóli Islands brautskráöi sína fyrstu nemendur árið 1933. Sumum stúlk- um leiðist biðin eftir skólarými og fara ut- an til náms. Þá komast þær yfirleitt fyrr að og kjörin eru þau söniu. S. Th. Viljið þið ekki segja okkur eilt- livað um ykkar stéttarfélag? M. P. Hjúkrunarfélagið var stofnað 1919. Þá var samið við norsku og dönsku hjúkr- unarfélögin um, að íslenzkar stúlkur gætu lært á sjúkrahúsum liér lieima í tvö ár, en síðan komizt að í hinum löndunum og tek- ið þar próf eftir 1*4 ár, að viðbættu 6 mán- aða námi á geðveikraliæli. Árið 1933 voru setl lög liér á landi um menntun og rétt- indi hjúkrunarkvenna og síðan er lijúkrun- arkona lögverndað starfsheiti. Eftir það fengum við inngöngu í alþjóðasamtök stéttarinnar. Það er okkur mikils virði, en ennþá meiri styrkur hefur okkur verið í því, að eiga hlutdeihl í samtökum norrænna hjúkrunarkvenna, en í þeim samtökum höf- um við verið frá 1923. 1. Ó. Aðihl okkar að samvinnu lijúkrun- arkvenna á Norðurlöndum hefur verið okkur ómetanlegur styrkur til að fá rétt- indi okkar viðurkennd. Hún auðveldar einnig íslenzkum hjúkrunarkonum að nema og starfa erlendis. S. Th. Og félagið gefur út blað? 1. Ó. Hjúkrunarblaðið hefur komið út óslitið síðan 1925. Fyrsta árið kom að vísu ekki út nema eitt liefti, en síðan liafa kom- ið úl fjögur hefti árlega. Blaðið flytur ýms- ar greinar, sem erindi eiga til allra, svo sem mörg erindi, sem Ia;knar liafa flutt um heil- hrigðismál, þýddar greinar, fréttir úr stétt- inni og eina síðu með fréttum frá nemum. Sú síða er oft mjög skemmtileg. S. Th. Hve mannmörg er félagsstjórnin? I. (). í henni eru sjö konur, kosnar til fjögurra ára í senn og ganga tvær úr árlega nema árið, sem forinaður er kosinn. Fyrsti formaðurinn var Christophine Jiirgensen, sem síðar varð kona Sæmundar Bjarnhéð- inssonar læknis, og raunar voru þrír fyrstu formennirnir danskir, eða þar til 1924, að Sigríður Eiríksdóllir tók við formennsku og hafði hana á liendi lil ársins 1960. Anna Loflsdóltir var formaður lil 1964, en þá tók María Pétursdóttir við. Með henni eru nú í stjórn María Finnsdóttir, varaformaður, Ingibjörg Olafsdóttir, ritari, Kristín Gunn- arsdóttir gjahlkeri, vararitari Elín Eggerz- Stefánsson, varagjaldkeri Jóhanna Þórar- insdóttir og María Guðmundsdóttir með- stjórnandi. Framh. á hls. 34. 14 IIÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.