Húsfreyjan - 01.10.1965, Blaðsíða 20

Húsfreyjan - 01.10.1965, Blaðsíða 20
uð áhorfenda, sem ekki spöruðu að gera gys að vesalings fylgdarmeynni. Stundum kom það fyrir, að við fengum lánaða hesta og fórum í útreiðartúra, þetta var sem sé áður en jepparnir komu til sög- unnar. Eitt kvöld tókst mér að detta tvisvar af baki á tveimur klukkutímum og þótti það mikið afrek. Þar sem þetta var svo að segja á sama blettinum í bæði skiptin var ég sannfærð um, að það væri reimt þarna. Því ekki gat ég látið það um mig spyrjast, að þetta stafaði af því, að ég kynni ekki að sitja hest! Nei, ó-nei. Skammt þarna frá átti að lialda sig alræmdur draugur og vit- anlega Iiefur bann verið á reiki að kanna ókunnar slóðir. Draugar lilutu þó að þurfa að hafa dálitla tilbreytingu eins og aðrir! Ein aðalskemmtun sumarsins var úti- skemmtun á fögrum stað þar í sveitinni. Þann dag rigndi auðvitað aðeins meira en endranær, en það var svo sem allt í lagi. Við fórum ríðandi á skemmtunina og þang- að komu margir, sem maður þekkti. Meðal annars komu þarna góðir kunningjar úr Reykjavík á eldgömlum „Cbevrolet“ með teinahjólum og „boddí“ aftan á. Og ef til vill var einn í þessum forngrip sérstakur vinur, belri en allir binir og bvað gerði þá til, þó að dansgólfið væri þýft og það rigndi skollann ráðalausan — ekki nokk- urn skapaðan blut. — Og svo líður að bausti. Einn dga er ég kölluð í síma. Það var pabbi að segja mér, að nú gæti ég fengið vinnu, ef ég gæti komið beim fyrir 20. september. Ég bugsaði mig ekki tvisvar um, beldur sagðist koma fyrir tilskilinn tíma. — Atvinna þessi var nokkurs konar skrifstofustarf í því sögu- fræga búsi, þaðan sem landinu er stjórnað. Ég kvaddi sveitina með bálfgerðum sökn- uði, vitandi það, að sennilega kæmi ég ekki þangað til dvalar aftur sumarlangt. Það er víst ekki bægt að hlaupa úr fastri vinnu og fara í kaupavinnu, jafnvel þó að manni detti það í bug. En alltaf var nú samt gam- an að koma lieim á baustin, hitta fjölskyld- una og alla kunningjana. Daginn eftir að ég kom lieim fór ég til þess að tala við væntanlegan búsbónda minn. Ég var víst ekki upp á marga fiska, þegar ég tölti stéttina lieim að liúsinu í gráu sparikápunni minni og með bárið í tveimur litlum fléttum, teygðum upp á liöf- uð eins og þá tíðkaðist svo mikið. Ég trítl- aði upp teppalagðan stigann, kyngdi munn- vatninu og drap á þær dyr, sem mér liafði verið vísað á. — Komu minni var síðar lýsl svo, að þegar barið var að dyrum, kom væntanlegur yfirmaður minn til dyra og borfði í venjulega liæð, en sá engann og leit því neðar og neðar og sagðist svo hafa séð stelpukorn, sem stóð rétt upp fyrir þrö- skuldinn. Þetta eru nú auðvitað ýkjur, en víst er um það, að hjartað í ntér, það sem eftir var af því, hefur verið svona rétt í bæð við þröskuhlinn! Og síðan var ég setl inn í starfiö, sem var nokkurs konar aðstoðarstarf á biðstof- unni. Ég man ennþá, livað ég kveið fyrir fyrsta deginum. Jafnvel þó það sé búið að segja manni til um, bvað eigi að gera og ekki að gera, er dálítið annað, þegar til framkvæmdanna kemur. — Þáverandi dyravörður var mér sérstaklega bjálpsamur og urðum við fljótt góðir vinir. En sem umsjónarmaður með búsinu og fleira var liann vitaskuld ekki alltaf á staðnum og þá kom til minna kasta að klóra mig frani úr erfiðleikunum, sem þó voru ekki miklir. Ég bafði ekki liugsaö mikið um stjórn- mál um ilagana og satt að segja lítið fylgzt með bverjir og hvað margir voru í ríkis- stjórn í það og það skiptið. Ég vissi vitan- lega nafn forsætisráðherra, þar sem ég var starfsmaður í lians ráðuneyti. Ég þekkti líka suma aðra ríkisstjórnarmeðlimi í sjón af myndum, en aðra bafði ég aldrei augum litið. Fundarberbergi ríkisstjórnarinnar og skrifstofa forsætisráðberra var og er reynd- ar víst enn inn af biðstofunni. — Nú voru sex ráðherrar í þáverandi ríkisstjórn en svo undarlega brá við að mér taldist jteir vera sjö fyrstu tvo dagana þarna. Ég braut lieil- ann liart og lengi um, bvernig á þessu gæti staðið, en livernig sem ég velti þessu fyrir mér, komst ég alltaf að sömu niðurstöðu — 18 u ú s y a eyjajv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.