Húsfreyjan - 01.10.1965, Blaðsíða 23

Húsfreyjan - 01.10.1965, Blaðsíða 23
FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA ísléndingar kunna vel aft’ meta ilmandi kaffibolla, enda drekka flestir kaffi marg sinnis á dag og vilja lielzt ekki án þess vera. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands voru 1803 tonn af kaffi flutt til landsins á síðastliðnu ári og liefur þó kaff- ið ekki veriS flutt liingað nema í rúm 200 ár og náði ekki verulegri útbreiðslu fyrr en eftir 1850. En þá var víðast farið að bafa kaffi tvisvar á dag og nm sláttinn sumstað- ar þrisvar. Uppbaflega befur kaffi verið ræktað í Eþíópíu (Abyssiníu) og þaðan befur kaffi- neyzlan breiðzt út til Arabíu og náði lil Miklagarðs árið 1534. Kaffið var ahnennt notað í öllum Múliammeðstrúarlöndum í lok 16. aldar. Drykkurinn var orðinn svo vinsæll, að í tyrkneskum lögum var það talin gild ástæða fyrir bjónaskilnaði, ef eiginmaðurinn sæi ekki konu sinni fyrir nógum birgðum af kaffibaunum. Frá Tyrk- landi barst kaffið með kaupmönnum til Italíu og síðan Iiefur mannkynið smám saman lært að meta kaffidrykkju. Kaffi var talið liafa beilsubætandi áhrif á alls konar húðsjúkdóma, brjóstveiki og magakvilla. Hér á landi var lalið gott ráð við lífsýki eða niðurgangi að gera köku úr kaffikorg og litlu einu af mjöli, baka bana á eldi og éta hana þurra, segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili í Islenzkum þjóð- liáttum. En þrátt fyrir öll þau lieilsusamlegu á- lirif, sem kaffið var talið hafa, varð það ekki vinsælt á meginlandi Evrópu, fyrr en Austurríkismaður, sem stofnað liafði kaffi- liús í Vínarborg, bætti að láta kaffikorginn með í bollana og fór að láta sykur og rjóma eða heita mjólk lit í kaffið. En Arabar álíta hins vegar, að kaffikorgurinn sé mesta lost- æti. Kaffið varð svo vinsælt, að vínframleið- endur í Frakklandi fóru að bafa áhyggjur af samkeppninni, og komu þeim orðróm á kreik, að kaffið mundi takmarka löngun manna til ásta. Aðrir töldu það kaffinu til gildis að áfengisneyzla manna minnkaði, t. d. áleit Holberg, að jafnvel þótt kaffið gerði ekk- ert annað gagn, þá hefði aukin kaffidrykkja baft minnkandi áfengisneyzlu í för ineð sér. „Nú geta konur okkar og dætur farið í 10 beimsóknir fyrir bádegi og þrátt fyrir það komið lieim ófullar“, sagði Holberg. HIJSl'II IÍYJA1V 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.