Húsfreyjan - 01.10.1967, Page 14

Húsfreyjan - 01.10.1967, Page 14
Ljósmynd: Gísli Gestsson. En fáum árum síðar, 1766, gerir Eggert mynd, sem lieitir „Málverk íslenzkunnar“, til þess að prentast framan við Friðriks- drápu. Af þeirri mynd er til eintak í Þjóð- minjasafninu og þessi skýring prentuð á: tsland málað er í konulíki, við er fátækt vinstri lilið við er hina þakklætið. Landsins mynd er lituð vetrarsnjónum. Móðir sjálf í miðið er, Milding ungan liylla fer. En hún gleymir ei með þökk að skoða, liðins liilmis liarma pent, hjartað verður skipt í tvennt. Þar er storkur þakkar ættarfylgja, fátækt heldur tsland í, ekki vill hún sleppa því. Friðreks leifar fósturjörðin geymir, harns í líking helför hans, húgur grætur þessa lands. t hyrjun 19. aldarinnar yrkir Bjarni Thorarensen kvæðið: „Eldgamla tsafold, Ástkæra fósturmold, Fjallkonan fríð . . .“ Hefur mér vcrið sagt, að þar muni Fjall- konuheitið fyrst koma fram. Um 1863 lætur Eiríkur Magnússon í Camhridge, þýzkan listamann, J. B. Zwecker, gera táknmynd af tslandi í konulíki til að skreyta með enska ]>ýð- ingu á íslenzkum þjóðsögum og ævintýr- um. Situr konan þar með sverð í hendi og geislandi djásn yfir enni. Þjóðhátíðarárið 1874 gerir svo Benetfikt Gröndal sína alkunnu þjóðhátíðarmynd, þar sem Fjallkonan situr á fjallstindi efst á miðri mynd. Ekki leið á liingu eftir að sú mynd birtist, að fram komu í hlöðum raddir um að þar væri ekki um frumgerða mynd að ræða, heldur nákvæm cftirlík- ing á mynd Zweckers, og urðu um það nokkur blaðaskrif. Yiðurkenndi Gröndal, að sér hefði láðst að geta þess, að þetta væri mynd Zweckers, má m. a. finna stað- festingu þess í bréfi, sem hann ritaði Ei- ríki 1875. Líklegt er að það liafi verið fyrir álirif frá þessum myndum, sem það fór að tíðk- ast við ýmis tækifæri að láta skautbúna konu koma fram sem tákn Fjallfconunnar og man ég eftir ]>ví, þegar ég var krakki HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.