Húsfreyjan - 01.10.1967, Page 29

Húsfreyjan - 01.10.1967, Page 29
mislitir dúkar, og væri þetta athugandi fyrir konur eða kvenféliig, sem liug liafa á að útvega eða sauma altarisdúka fyrir kirkjur sínar. Á miðjum altarisdúknufn frá Laufási er svonefnt fangamark Krists, I H S, í skraut- legri umgerð. Tákn þetta er myndað af fyrstu þremur stöfunum í nafni Jesú á grísku, sem á því máli er skrifað Ihsus eða öllu heldur Ilicuc. Táknið er fremnr ungt, því að það mun ekki liafa komið fram fyrr en á 15. öhl, er heilagur Berna- dín frá Síena tók það upp. Á myndum er dýrlingurinn oft látinn lialda á spjaldi eða sólartákni með áletruninni I H S. Fangamarkið á Laufásdúknum er saurn- að með gömlum íslenzkum krosssaumi, þ. e. fléttusaumi, og tvöföldu þræðispori. Er líndúkurinn fremur smágerður og sporin saumuð alls staðar yfir þrjá þræði. Þræði- sporin eru með sama lit og fléttusaumur- inn næst þeim. Fangamark Krists má finna víðar í ís- lenzkum útsaumi og sjónahókum. Til við- hótar uppdrættinum af Laufásdúknum hirtast hér fimm mismunandi gerðir. Er ein teiknuð eftir miðmunstri á silkisaum- uðum kaleiksklúti frá Reynivallakirkju (Þjms. 7154), en fjórar eru úr gamalli sjónahók í Þjóðminjasafni (Þjms. 1105). Eru þær öllu látlausari og kynnu að henta betur en hið fyrrgreinda, ef ætltmin er að nota fangamörkin með öðrum munstrum. E. E. G. IIÚSFREYJAN 23

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.