Húsfreyjan - 01.10.1969, Side 17

Húsfreyjan - 01.10.1969, Side 17
sögðu nauðsynlegt að hafa hugsað fyrir öllu fyrirfram og valið hlutina, sem n >ta á. Bezt er að vinna verkið skipuleja, eins og önnur heimilisstörf, og taka til á bakka, það sem bera þarf að borðinu, svo að ekki þurfi að fara margar ferðir eftir fáum hlutum. Dúkurinn þarf að ná vel yfir borðið, og fallegast er að hann sé a. m. k. 20 sm lengri en það. Hann á að liggja sléttur og beinn á borðinu. Oft er sett undirlag undir dúkinn, annað hvort þunnt teppi eða fJóki, sem þarf þá helzt að vera mátulegt að stærð. Plastdúka ætti ekki að nota beint á vönduð borð, heldur hafa undirlag eða taubút næst borðinu. Póleruð borð eru einkum við- kvæm, og sum lökk láta líka á sjá af heitum fötum eða matarslettum. Borð- servíettur í stað dúka hafa verið tals- vert í tízku og geta verið fallegar og heppilegar, en gæta ber þess að nota þær eingöngu á borðplötur, sem ekki eru mjög viðkvæmar, og þurfi að stækka borðið með plötum, er heppilegra að nota dúka sem ná alveg yfir það. Oft getur farið vel að nota smádúka eða renninga, mislita eða útsaumaða, til skrauts á mitt borðið, og má setja þá ofan á einlita og slétta dúka, sem ein- faldari eru í þvotti. Nú eru líka komnir á markaðinn borðdúkar úr gerviefnum, sem eru þá mjög auðveldir í þvotti og þarf ekki að strjúka. Vel fer að nota servíettur í stíl við dúkinn, þótt það spari auðvitað erfiði að nota pappírsser- víettur, þegar gestir eru. Undanfarin ár hefur mjög mikið ver- ið á boðstólum af litríkum borðbúnaði, diskum, bollum og alls kyns fötum, glös- um og könnum og ýmsu öðru, sem er sérkennilegt af allri gerð. Þetta geta allt verið hinir skrautlegustu hlutir, en þó þurfa þeir að fara vel saman. Gott er að minnast þess, þegar borðbúnaður er valinn, að hann endist yfirleitt í mörg ár, og það getur komið að því, að við verðum leið á því, sem er mjög sérkenni- legt og áberandi. Því mun það ef til vill koma sér eins vel, er til lengdar lætur, að velja hluti, sem eru hlutlausir og sígildir að lögun og litum. Þá er hægt að breyta til með dúka og borðskraut og setja þannig nýjan og nýjan svip á borðið. Velja má blóm eftir árstíðum og setja í skálar og fá þannig tilbreytingu í litina og heildarsvipinn. Þegar diskunum er raðað á borðið, er það föst regla að láta þá nema við borð- brúnina, svo að þeir séu allir í beinum röðum. Sé um fleirréttað veizluborð að ræða, er stundum hafður sá háttur á, að láta einn disk með milliservíettu verá á borðinu, á meðan á máltíðinni stend- ur, en skipta svo um diska fyrir hvern rétt eftir því sem við á og láta þá vera ofan á þessum undirdiski. En flestir Þetta borð er dúk- að með röndóttum dúk og skreytt meC kertum, eplum og fuglum. Dúkurinn er S bláum, gráum og gulum litum, en diskamir eru hvítir og glösin blárauö. 13

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.