Húsfreyjan - 01.10.1969, Síða 19

Húsfreyjan - 01.10.1969, Síða 19
geta byrjað að borða. Bjóðið í fyrstu umferð þannig, að gestgjafarnir sjálfir fái síðast, en í næsta sinn á að bjóða húsbændum fyrst, svo að þeir geti ver- ið fordæmi gestanna um að fá sér meira. Húsmóðirin á að vera sú síðasta, sem lýkur af sínum diski. Þegar tekið er af borðinu, á að taka diskana frá hægri frá gestunum með hægri hendi. En sjálfsagt er að láta sósu og smáföt ganga á milli gestanna, ef þeir eru fúsir til að hjálpa sér sjálfir, svo að húsmóðirin geti notið máltíðar- innar með gestum sínum. Þegar mál- tíðin endar á ábætisrétti, er sjálfsagt að taka burt ölflöskur og annað, sem ekki heyrir ábætinum til, áður en ábæt- isskálarnar og hann sjálfur er borinn á borðið. Og kurteisi er það, að sá sem fyrstur fær á sinn disk, byrji ekki á ábætinum, fyrr en allir hafa fengið sinn skammt. Það er orðin föst venja að skreyta jólaborðið á flestum heimilum með við- eigandi jólaskrauti. Sumir eru vanafast- ir og vilja hafa það eins frá ári til árs, en aðrir vilja kannski fá nýjan og nýj- an svip á það. Sígild er alltaf skreytingin, sem búin er til úr bómull og skreytt er með glitr- andi bórsýru, svo að líkist snjóskafli, á miðju borðinu, og síðan eru jólasvein- ar látnir renna sér á sleðum og skíðum hér og þar, en grænar greinar og kerta- ljós auka á hátíðleikann og eru raunar HÖSFREYJAN nær ómissandi á jólaborðið, hvernig sem skreytingin er að öðru leyti. Og lítill spegill í miðri snjóbreiðunni spillir ekki, svo að skautasvellið komi með í vetrar- myndina. Gljáfægð epli eða fallegar jólakúlur bundnar við grenigreinar og alls kyns sælgæti tilheyrir einnig jóla- borðinu. Hvítir dúkar með útsaumuðum jólarenningi á miðju borðinu eru hátíð- legir, en sumir vilja heldur mislita dúka eða pappírsrenninga og jafnvel plast- dúka með jólamyndum, ef mörg smá- börn eru á heimilinu. Allt getur þetta farið eftir vild húsmóðurinnar og að- stæðum. En litríkir dúkar, rauðir og bláir eru líka vinsælir og jólalegir, og það getur farið mjög vel á einlitum bláum dúk að klippa út stjörnur eða annað pappírsskraut úr silfur- eða gull- bréfi og dreifa um borðið. Möguleikar geta verið margvíslegir, og er sjálfsagt að láta hugmyndaflugið ráða. Þar sem stálpuð börn eða unglingar eru á heim- ilum, mætti leyfa þeim að spreyta sig á að skreyta borðið og láta þau þá skipt- ast á um það. Hentugt getur verið fyrir húsmóður- ina að hafa jólaskreytingu í skál eða fati, svo að hægt sé að grípa til hennar, 15

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.