Húsfreyjan - 01.10.1969, Qupperneq 22

Húsfreyjan - 01.10.1969, Qupperneq 22
Marcngsfjall. 4 dl þeyttur rjómi 12 marengskökur 1 tsk. sykur Vínber 50 g möndlur Dökkt súkkulaði Bezt er að baka marengskökurnar sjálfur, notið uppskriftina á undan án mandla. Sprautið deiginu í toppa á plöt- una, ef vill má láta 1 tsk. af kakaó í helming þess. Stífþeytið rjómann með sykrinum og raðið síðan kökunum í topp á fat, setjið rjóma á milli laga, sundur- skorin vínber og flagaðar möndlur. — Skreytið fjallið með vínberjum, möndl- um og gróft rifnu súkkulaði. Krcinrönd nirö ciilainauki. 4 eggjarauður 2 eggjahvítur 75 g sykur 8 blöð matarlím 1 tsk. rifinn sítrónubörkur 2% dl rjómi 10 litlar makkarónur Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn. Eggjarauðurnar hrærðar með sykri, rifna sítrónuberkinum blandað saman við. Matarlímið undið upp úr vatninu og brætt, kælt með 1 msk. og vatni, síðan hrært saman við eggjarauðurnar. Eggjahvíturnar stífþeyttar, einnig rjóminn og blandað varlega saman við, að lokum er muldum makkarónunum hrært í kremið. Hellt í smurt hringmót. Geymt á köldum stað, þar til kremið er hlaupið. Hvolft með gætni á fat. Eplamauk sett í miðjuna. Rífið 3—4 epli á fínu rif járni. Suðunni hleypt upp á eplunum, sykrað eftir smekk. Gott er að blanda dálitlu af söxuðum möndlum í maukið. Súrinjólkiirliúölngur. 4 dl súrmjólk eða áfir % tsk. vanilludropar 75 g sykur 50 g möndlur 6 blöð matarlím 1 dl rjómi Súrmjólk og sykur hrært vel, möndl- unum, flysjuðum og smátt söxuðum, blandað saman við. Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn, undið upp úr vatninu og brætt, kælt með dálitlu vatni, áður en því er hrært saman við. Þeyttum rjómanum hrært saman við, þegar súr- 18 mjólkin er byrjuð að þykkna. Hellt í skál, skreytt með rjóma og rifnu súkku- laði. Tívolitcrta. 200 g hveiti 150 g smjörlíki 1 eggjarauða 2 msk. rjóma 4 msk. sykur Innan í: 2 eggjarauður 4 msk. sykur 5 bl. matarlím 50 g flysjaðar, saxaðar möndlur 2% dl þeyttur rjómi 2 þeyttar eggjahvítur Skreyting: Rautt hlaup eða hlaup úr 1 dl af Cherry Herring og 2 bl. af matarlími, sem leyst er upp í 3 msk. af sjóðandi vatni 2 dl þeyttur rjómi Græn skrautber Smjörlíkið mulið í hveitið, deigið hnoðað saman með eggjarauðu, rjóma og sykri. Tertumót þakið að innan með deiginu, búinn til kantur úr deigafgöng- unum og deigið pikkað. Skelin bökuð tæpar 30 mínútur við 200°C. Eggjarauður og sykur þeytt létt og ljóst. Matarlímið lagt í bleyti og brætt í 2 msk. af vatni, hrært saman við egg- in. Síðan er möndlunum, rjómanum og eggjahvítunum blandað í. Búðingnum hellt í kalda skelina. Áður er tertan er borin fram, er hlaup- ið skorið í rsémur og lagt í mynstur ofan á búðinginn, auk þess er hann skreyttur með þeyttum rjóma og berj- um. Borið fram vel kælt. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.