Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 33

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 33
Heilög Katrín frá Alexandríu Ljósmyndin á bls. 1 er af hluta af vír- og silkisaumuðum borðum framan á biskupskápu Jóns Arasonar, en hún er varðveitt í Þjóðminjasafni Islands. Á borðunum eru sex dýrlingamyndir, þrjár á hvorum barmi. Um mynd þessa segir Matthías Þórðarson, þáverandi þjóðminjavörður, meðal annars í grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1911: „Neðsta myndin á hægra borðanum er af . . . fagurri og ungri konu; hún hefir kórónu á höfði, slegið hár, ber gulrauða skykkju og bláan kyrtil. Sverð ber hún í vinstri hendi og fyrir fótum henni liggur brot af gaddahjóli, en eftir þessum einkennum er konan Katrín hin helga frá Alexandríu. Hún lifði . . . á dögum Maxentíusar keisara, og andmælti hún blótum hans. Hún var konungsdóttir og hafði faðir hennar heitið Kosti; afarfögur var hún sýnum og auðug mjög, en ung að aldri. Keisari fékk til 50 spekinga að sann- færa hana um heilagleik heiðinnar trú- ar, en hún bar hinn hærra hlut í rök- ræðunum, því að hún var mjög lærð; sneri hún spekingum keisara til krist- innar trúar og voru þeir þá allir að boði hans teknir og brendir á báli. Keis- ari vildi lokka hana til sinnar trúar með því að gera hana að drotningu sinni, en er hún lét ekki laðast af fagurmælum hans og bónorði, lét hann setja hana í fangelsi og hóta henni píningum. Alt kom þó fyrir ekki og var hún stöðug í sinni trú. Keisari lét þá gera hjól með göddum eða hnífum út úr og ætlaði að láta stegla hana með þeim, en hjólin brotnuðu í sundur og leið Katrín laus úr böndum; segja sumir að englar hafi komið og höggvið sundur hjólin, en aðrir að þau hafi orðið lostin eldingum af himni. Loksins var hún hálshöggvin HÚSFREYJAN með sverði og á það að hafa verið árið 307. Ártíð hennar er 25. nóv. Englar tóku burt líkama hennar og lögðu í kistu í klaustrinu á fjallinu Sínaí. Á hana er gott að heita fyrir heimspek- inga og vísindastofnanir; einnig þeim sem í sjávarháska eru staddir.“ Ljósm.: Gísli Gestsson. UM BÆKUR U n gbarnsibókin. Bók þessi er samin af sjö norskum sérfræðingum og ætti sá höfundarlisti að vera kaupendum trygging fyrir ágæti hennar. Ennfremur hafa þrír ís- lenzkir sérfræðingar séð um íslenzka útgáfu hennar, þeir Halldór Hansen, yngri, Þorgeir Jónsson og Bergsveinn Ólafsson. Bókin er 131 blaðsíður, og skiptist í marga kafla, svo sem Matar- hæfi, Klæðnaður ungbarna, Sjúkdómar og s júkdómseinkenni og Heilugæzlu ung- barna. Efnisyfirlit er aftast í bókinni, en hins vegar ekkert kaflayfirlit. Upiicldi ungra liitrnii. Dr. Matthías Jónasson sá um útgáf- una, en í hana hafa ritað 14 íslendingar, sem starfað hafa við uppeldis- og barna- verndarmál. Bókin er gefin út af Barna- verndarfélagi Reykjavíkur í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Bók þessi á brýnt erindi til þeirra, sem sjá eiga um uppeldi ungra barna, fyrst og fremst foreldra, en einnig ömmu og afa, fóstru og kennara. 1 formála að bókinni segir m. a.: „ . . . Þó að foreldrar vilji rækja upp- eldisskylöu sína vel og fátt virðist skorta til að fullnægja daglegum þörf- um, þurfa þeir samt að afla sér þekk- ingar á eðli barnsins og þroskamögu- leikum þess. Þetta er sameiginleg skoð- un þeirra manna, sem ritað hafa í þessa bók. Hver þeirra fjallar um sérstakan þátt í eðli barnsins og uppeldi þess.“ K. H. P. 29

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.