Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 34

Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 34
Verður íslenzkur kveníatnaður útflutningsvara ? ■ Á síðasta landsþingi K.I. var sam- þykkt áskorun á húsfreyjur að nota sem mest íslenzkar iðnaðarvörur og stuðla þannig að bættum þjóðarhag. Víst er, að spara má æði mikinn erlendan gjald- eyri með þessu, en hitt er líka ljóst, að lífsnauðsyn er að afla gjaldeyristekna til þess að ynna af hendi þær greiðslur, sem óhjákvæmilega verða að greiðast í erlendri mynt. Því skiptir það miklu máli, að auka sem mest í landinu verð- mæti allrar vöru, sem út er flutt og nota til þess hugkvæmni og verkkunnáttu landsmanna. Undanfarin ár hefur Félag íslenzkra iðnrekenda beitt sér fyrir kaupstefnum, þar sem framleiðendum gefst kostur á að kynna vörur sínar og einnig fer það mjög í vöxt, að íslenzkar vörur séu sýnd- ar á kaupstefnum erlendis. I september s. 1. var síðast haldin kaupstefna í Laugardagshöllinni í Reykjavík, þar sem 17 fyrirtæki sýndu fatnaðarvörur, ætlaðar fyrir innlendan og erlendan markað. Eru hér birtar þrjár myndir af flíkum, sem þar voru sýndar og virðast vera samkvæmt tízk- unni og mjög smekklegar. Buxnadragt- irnar eru frá Model-Magazin, en loð- feldirnir frá ísfeldi hf., og eru þeir úr íslenzkum gærum. Er hafinn útflutn- ingur á þeim. Undanfarna áratugi hefur mikið verið flutt út af óverkuðum gær- um, sem aðrar þjóðir hafa breytt í loð- feldi og segir það sig sjálft, að það verður meiri verðmætismyndun innan- lands með því að flytja út fullsaumaðan loðfeld, heldur en saltaða gæru. Þó að tízkan sé hverful og erfitt að komast inn á markaði með tízkuvarn- ing, ættu íslenzkir framleiðendur ekki að þurfa að standa öðrum að baki í vöruvöndun og smekkvísi. S. Th. HÚSFREYJAN 30

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.