Austurland


Austurland - 23.12.1997, Side 29

Austurland - 23.12.1997, Side 29
Jól 1997 29 séð hvort það var loðið, eða hvort það var hvelja á því. Ef það hefur verið loðið var það mjög snöggt, en ég hallast að því að það hafi verið hvelja, því við fórum í land og að þeim stað, þar sem það hafði legið í bæli, en það var eins og það væri slepja í bælinu. Það var saur eftir það þarna, og hann var mjög þara- kenndur. Við lágum þama fram á næsta dag, þar til lygndi, og höfðum gætur á umhverfinu, en urðum aldrei varir við neitt aftur.“ Endurbirt í Morgunblaðinu 5. júní 1983. Einnig í tímaritinu Hulinn heim- ur, 1 (3), þvengmjó en undarlega löng.“ Eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Þjóðs. Sigf. Sigf. 2. útg., 4. bittdi, bls. 121. Úr Seyðisfírði Fjarðaralda: Árið 1911 urðu menn varir við furðuleg óþekkt dýr í þorpunum tveimur í Seyðis- firði: Fjarðaröldu og Vestdals- eyri, er sumir álitu vera otra. Fyrsta atvikið átti sér stað 15. janúar 1911. Þá var Sigfús Sig- fússon (skrásetjarinn) að kenna börnum í húsi Einars Long Jóhannessonar á Oldunni. Jónína með opinn hníf í hendi, og hlaupið í kringum húsið, en sá ekkert, enda var myrkt. Tveimur dögum síðar, eða 17. janúar, var Karl Kristjánsson í Skaftabæ, drengur á níunda ári sendur ofan í hús Jörgensens bakara. „Þegar hann kom ofan hjá Glasgow, geymsluhúsi Þór- arins kaupmanns Guðmundsson- ar, segist hann hafa séð dýr á stærð við hund, koma upp úr sjónum á götuna til sín. Hann vissi eigi neitt að óttast, því að þetta var líkt hundi að stærð, og bíður við. Þetta dýr var með langt skott, reist að aftan bls 1988, upp, og m e ð sperrt eyru. Úr Loðmundarfirði Sævarendi: „Einar bóndi að Sævarenda í Loðmundarfirði föndraði við smíði einn frammi í bæ; það var um bjart vetrar- kvöld. Hann varð þá var við ókyrrleik úti. Hann hrökk inn og bað menn að forðast að hnýsast út. Þorfinnur Þórðarson, þess er þar hafði búið, gekk samt út og austur fyrir bæinn, og kallaði upp. Kom þá skepna í ljós, sem hafði verið bakvið bæinn og sneri hún til sævar. Hún var framlág, með hnöttóttan, snubb- óttan haus. Hún hljóp eigi, en tók stökk eftir stökk. Guðbjörg segir að skepnan hafi verið að teygja sig upp í glugga á baðstofuþekj- unni, sem er austan á, og orðið kona hans ætlaði út um kvöldið að sækja skinn. Heyrði Sigfús hana opna útidyrnar og ávarpa einhvem með undarlegum orðum, en síðan hörfaði hún inn aftur og var sýnilega brugðið. Hún lýsti þessu svo: „...þegar ég kom út úr skúrnum, sá ég kolsvarta þúst koma eftir veginum, svo sem hún kæmi úr lóninu, og stefna á mig. Eg hélt það fyrst vera mann, en sá svo að það var dýr, mjög dökkt að lit, breitt að framan, ólíkt nokkurri kind eða hundi. Það glápti á mig grimmdarlega, sem það vildi ráða á mig, og því hörfaði ég inn“ Sigfús segist hafa snarast út. er skrýtinn hund- ur“, hugsar hann, og þrífur í bak dýrinu, og fannst það blautt og hart, og sýnist vera skeljar á því. Þá kom kveita í hann, svo hann hleypur af stað. Dýrið glefsar þá í hæl honum, og klippti aftan af skón- um það sem nam og þvengi, og hélt með því skónum. Strákur snýst að því, og hrifsar af því skóinn, og hefur undan á hlaup- inu í húsið, bæði hræddur og móður, og gat nær ekkert sagt fyrst í stað.“ „Olöf systir hans, 16 ára að aldri, harðger stúlka, var hjá Jörgensen, og var hún þá látin fylgja Karli heim. Þegar þau komu á sama stað hjá Glasgow, er dýrið þar fyrir þeim. Karl skýst framhjá því, en það snýr að Sfarísfólk söluskála QLÍS í Reskaupsfað óskar Rorðíirðingum glcðilcgra jóla °9íar5a2ls Komandi árs. Söluskáli Þöhhum ánasgjuleg viðshipfi á árinu sem er að líða Söluskáli Qlís Rcskaupsfað Ólöfu og rís á afturfætur, slær framlöppum fyrir brjóst henni og fellir hana, en bítur þó eigi. Heyrist henni þá sem urr-úlgur í því. Hún barði það af sér með höndum og fótum, uns hún komst á fætur. Stappaði hún þá fótunum frammi fyrir því, og veifaði höndunum. Þá kom hundur frá Framtíðarbúðinni. Þegar hann sá dýrið hengdi hann skottið og flúði upp í fjörð. En dýrið sleppti Ólöfu og hvarf að sjónum, og - að hún hélt - í hann. Náði hún þá bróður sínum. Fóru þau heim og sögðu sínar farir ekki sléttar. Elís bróðir Ólafar fylgdi henni heim í Jörgensens- hús. Sást þá ei dýrið, en förin sá- ust eftir það.. Förin líktust hunds- förum, en voru þó miklu lengri, svo sem væru þau eftir ilfeta. Heita mátti að þeim systkin- um bæri saman um stærð dýrs- ins, en eigi að sama skapi um hárbragð. Ólöfu fannst dýrið ekki mjög loðið, og líkt sel í háralagi, en rennvott. Hún sagði að það hefði haft nærri meðal- manns hæð, er það reistist á afturfætur.“ (Sögn þeirra systkina). Vestdalseyri: „Haustið 1911, í september, sá Einar, sonur Sigurðar Jónssonar útvegsbónda á Vestdalseyri, dýr eitt hlaupa þar aftur og fram í fjörunni, nærri húsdyrum þeirra, eða svo sem teigshæð frá. „Þetta er undar- legur hundur“, hugsar Einar, „svona gildvaxinn fyrir að sjá, loðinn og hlutfallslega digur fram- an við afturhlutann, svona lágir og digrir fætur og síður kviður. Nei, þvílíkan hund hefi ég aldrei fyrr séð. Hann er víst ofan úr Héraði.“ Svona kvaðst hann hafa hugsað og gengið heim. „Ámi bróðir Einars, nokkm yngri, var að leita kúa um þetta leyti, innar nokkuð, á Steðja- eða Háubökkum. Mætir hann þá dýri á veginum, eins í hátt. Það var ærið ferðmikið og grimmilegt, svo sem það vildi ráða á hann. Hálfrökkvað var, og sýndist honum það miklu þreknara, lág- fættara og kviðsíðara en hundur. Efldur hundur var með Árna, og atti hann honum á dýrið. Hrökk það ofan í bakkann og hvutti á eftir og Árni síðastur. Þar hvarf það í sjóinn." (Sögn Áma sjálfs) „Þessi dýr, sem sáust á Eyrinni og Öldunni, virtust öll sömu tegundar. Er það eigi ólík- legt að þetta sé allt sama og fjöm- labbi, og hann sama og sæotur, þótt lýsingar virðist ólíkar eftir því sem á stendur.“ „Jón skósmiður, Lúðvíksson Kemps, hafði verið utan. Eg færði þetta í tal við hann allt saman. Hann kvað mitt álit vera rétt, að þetta hefðu allt verið otrar. Kvaðst hann hafa séð einn á Vestdalseyri, alveg eins og út- lendir otrar séu. „Þeir em á borð við stóran hund, en miklu bak- breiðari og þéttlegri framan, svartir, loðnir og þétthærðir. Þegar þeir ganga slást afturfætur saman og á mis, og getur slóð eftir þá sýnst sem eftir einn fót.“ Mér dettur í hug, að af þessu geti þeir líka sýnst sem sligaðir að aftan.“ Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar, IV. bindi, bls. 107-110. Úr Mjóafirði „Á Rima í Mjóafirði segja menn að fjömlalli hafi iðulega gengið á land og snuðrað um fjörur, og enda heirn að bæjum Haga og Rima. Þeir sem nú búa á Rima (1921), segja að hann hafi haldið þar til um tíma á milli bæjanna, seint á vetri. Loks hvarf hann og sást eigi. Þá var það löngu síðar, að þar í fremra bæjar- læknum, upp undir brekkunni vestur frá Rima, fannst beina- grind úr dýri, sem hafði farið þar niður um snjóloft, og að menn hugðu soltið í hel, því djúpt var undir. Sum af þeim beinum hafði fólkið til sýnis, og kom öllum sam- an um það, að þau væru líkust hundsbeinum, og þó miklu gildari. Maður einn var á veiðum eða á gangi með byssu utarlega á norðurströnd Mjóafjarðar, og kom að þröngum og djúpum vogi. Hann stansaði þar, horfði ofan í voginn og gætti að því hvort hann sæi fugl eða sel. Það varð eigi. En aftur á móti sá hann dýr synda út úr vognum. Hefir því verið lýst að mestu eða öllu leyti eins og dýrum þeim, sem nefnd voru hér á undan, svo að auðséð er, að það hefir verið sams konar dýr. Ekki áræddi maðurinn að skjóta á það, eða varð of seinn áður en það stakk sér.“ Þjóðs. Sigf. Sigf., 2. útg., 4. bindi, bls. 111-112. Af Vattarnesi Vattarnes: í bókinni Manna- mál, sem Þórarinn Grímsson Víkingur hefur fært í letur, eru nokkrar sagnir af furðudýrum, sem Ulfar Kjartansson bóndi í ósm vimmviNUM OKKAR 6imm JÓIA 06 fARSÆLS KOMANVIÁKS PÖKKUM 1/IVSKIPTINÁ ÁRINU SEMERAÐ LÍÐA INNRÖMMUN OG SPEGLAGERÐ KJARNARÁSI6 - 700 EGILSSTAÐIR

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.