Austurland


Austurland - 08.01.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 08.01.1998, Blaðsíða 8
Mikið úrval af sokkum .aWadagafrákUo.oo-^ o^ °o , NESBAKKI 8477 1609 og 897 1109 Austuiiand Neskaupstað 8. janúar 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Fiskmarkaður Austurlands stofnaður á Reyðarfirði Starfsfólk Landsbankans á Eskifirði. Arni G. Jensson bankastjóri lengst til hægri. Ljósm. as Landsbanki íslands á Eskifirði 80 ára reffll3r»ffl»mil Landsbankinn á Esk- ifirði átti 80 ára afmæli í síðustu viku, nánar tiltekið 2. janúar. Landsbankinn á Eskifirði var eina útibú Landsbankans á Austfjörðum allt til ársins 1971 en þá opnaði bankinn útibú á Hornafirði, seinna í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði og afgreiðslur era nú á nánast öllum þéttbýlis- stöðum í fjórðungnum. Sem kunnugt er hóf Lands- banki íslands starfsemi sína í Reykjavík fyrir liðlega 100 árum en fyrsta útibúið utan Reykja- vfkur var opnað á Akureyri árið 1902, síðan kom útibú á ísafirði og þar næst Eskifjörður og Selfoss. Ekki liggja fyrir neinar heimildir hvað réði staðarvali þegar Landsbankinn hóf starf- semi á Eskifirði en líkum er að því leitt að mestu hafi ráðið að á Eskifirði var miðstöð stjórnsýslu í Suður-Múlasýslu. Árni G. Jensson er svæðis- stjóri Landsbankans á Aust- fjörðum og útibússtjóri á Eski- firði. Hann sagði í samtali við blaðið að á síðasta ári hefðu útlán bankans í Austurlands- fjórðungi numið um 5 millj- örðum króna og innlán rúmum 4 milljörðum. Arni sagði það ekki ofsagt að sá tilgangur sem stofn- að var til þ.e. að greiða fyrir pen- ingaviðskiptum og stuðla að framförum í fjórðungnum, hafi tekist vel hjá Landsbankanum á Austurlandi og hann segir að á engan sé hallað þótt Landsbank- inn stæri sig af því að eiga stærstan þátt í uppbyggingu at- vinnulífsins á Austurlandi í 80 ár. Starfsmenn Landsbankans á Eskifirði eru átta, en alls starfa í útibúum og afgreiðslum bankans á Austurlandi 60 manns, þar eru meðtalin útibúin á Djúpavogi og Hornafirði sem tilheyra öðru starfssvæði. í tilefni afmælisins færði Landsbankinn Sjóminjasafni Austurlands á Eskifirði 250 þús. kr. að gjöf. E—!B Um miðjan des- ember var haldinn á Reyðarfirði fundur um stofnun Fiskmarkaðs Austurlands með aðsetur á Reyðarfirði. Á fundinum var skrifað undir stofnsamning en hluthöfum verður safnað eftir hefðbundnum leiðum en ekki í almennu útboði á vegum verð- bréfafyrirtækis. Miðað er við að endanlegur stofnfundur verði haldinn í lok janúar ef tekist hefur þá að safna áskriftum fyrir 4.000.000 króna hlutafé, en heimilt er að safna hlutafé fyrir allt að tíu milljónum króna. Tilgangur félagsins er að starf- rækja fiskmarkað, kaupa og selja sjávarafurðir og annað því tengt svo og rekstur fasteigna. I undirbúningsstjórn voru kosnir Isak Ólafsson, sveitar- stjóri Reyðarfirði, Unnar Björg- úlfsson Eskifirði og Andrés Hallgrímsson frá Islandsmark- aði hf., en það fyrirtæki ásamt Fiskmarkaði Vestmannaeyja vilja leggja fram tveggja milljóna króna hlutafé í þennan nýja fiskmarkað. Á fundinum kom fram að árið 1996 var um 15.000 tonnum af bolfiski landað á Austfjarða- höfnum. Á sama tíma var 22.000 tonnum landað í Vestmanna- eyjum og fór 47% á Fiskmarkað Vestmannaeyja og kom fram í máli Páls Rúnars Pálssonar frá því fyrirtæki, að ekki væri spurning um hvers vegna fisk- markað, heldur hvenær. í stofn- un og rekstri fiskmarkaðs fælist ávinningur fyrir flesta aðila og nefndi hann seljendur og kaupendur, þjónustuaðila og sveitarfélögin máli sínu til stuðnings. Meginstarfsemi íslandsmark- aðar hf. felst í rekstri BOÐA sem er uppboðskerfi og er í dag tengt átta fiskmörkuðum á land- inu en útstöðvar verða alls 17 innan skamms. Síðasta kommablótið? Undirbúningur er hafinn fyrir kommablótið svonefnda, hið árlega þorrablót Alþýðubanda- lagsins í Neskaupstað sem hald- ið verður 31. janúar nk. Menn velta því fyrir sér hvort þetta sé í síðasta sinn sem blótið verður haldið með hefðbundnu sniði því sameining sveitarfél- aganna geti haft áhrif á það eins og ýmislegt annað. Alþýðubandalagið í Nes- kaupstað hefur haldið þorrablót í rúmlega 30 ár og hafa það að vonum verið fjölmennustu blót- in þar á bæ. Tæplega 900 sáu Stuðmannashowið Slipptélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 Nú yfir hátíðarnar hélt Brjánn tvær aukasýningar á hinu frábæra Stuðmannashowi. Ástæð- an fyrir því að tvær sýningar voru haldnar sama daginn var að Brjánn vildi bjóða börnum og unglingum upp á að sjá sýn- inguna, sem annars hefðu ekki komist sakir ungs aldurs. Sýnt var alls 5 sinnum og sóttu alls tæplega 900 manns sýningarnar. Eins og sjá má á myndinni myndaðist heljar mikil biðröð þegar fólk þyrptist á síðustu sýninguna. Ljósm. Pjesta ^' NýsmíðÍ Úr áli Og StáH - SVN Vélaverkstæði S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.