Austurland


Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 15 JANUAR 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) 8 4771383og8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1532 og 894 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 8 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Getraunir 1X2 Hvenær kemur að aðgerðum? Enn einu sinni birtust ískyggilegar tölur um búsetuþróun á landinu um sl. áramót. Fólki heldur áfram að fækka í lands- byggðarkjördæmum en fjölga á suðvesturhorninu eða í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Það er orðin hefð að fá þessar upplýsingar um hver áramót en merkilegt er hve stjórnvöldum landsins finnst þær í reynd lítið áhyggjuefni. í Austurlandskjördæmi fækkaði fólki á árinu 1997 um rúmlega 1% en samkvæmt venju var fækkunin mest á Vestfjörð- um eða um 2,5 %. Þessar upplýsingar eru líka gamalkunnar. Á undanförnum árum hefur fækkunin hér eystra verið um 1 % á ári en íbúafækkun hefur verið áberandi mest á Vestfjörðum. Ráðamenn þjóðarinnar gera þessa þróun furðu sjaldan að um- ræðuefni. Forsætisráðherra fjallaði að vísu um þessi mál nýverið og benti á að skýringar á suðurstreymi fólks væru margþættar og hugsanlega flóknari en áður hefur verið talið. Þetta viðhorf forsætisráðherra er án efa rétt því við blasir að ekki er unnt að skýra búsetuþróun með einhverjum einum þætti eins og stöðu atvinnumála eða stöðu menntamála heldur er skýringa að leita í samspili margra þátta. Ráðherrann gerði menningarmál að sér- stöku umtalsefni í þessu sambandi og vissulega er það mála- flokkur sem rétt er að skoða þegar búsetuþróun ber á góma. Það er staðreynd að furðu hljótt er um aðra ráðherra þegar vöxtur höfuðborgarsvæðis er til umræðu og vekur þá einkum athygli hvað ráðherrar Framsóknarflokks hafa litla þörf fyrir að tjá sig um málefnið. Eins er eftirtektarvert hvað stofnun eins og Byggðastofnun hefur fátt um málið að segja. Stofnunin framleiðir skýrslur og framreiknar þá þróun sem verið hefur en frá henni koma ekki tillögur um hvernig sporna má við þróuninni eða snúa henni við. Staðreyndin er sú að hjá stjórnvöldum virðist ekki vera áhugi fyrir því að taka á málum af þessu tagi með heildstæðum og marvissum hætti. Þeir sem ráða ferðinni á suðvesturhorni landsins, fjármála- furstar af ýmsu tagi, virðast geta í friði og ró gert ráð fyrir áframhaldandi sömu búsetuþróun í landinu. Þeir áforma um þessar mundir ótrúlegar fjárfestingar í verslunarhúsnæði og braskstofnunum og nota flutning fólks frá landsbyggð til höfuð- borgarsvæðisins í náinni framtíð sem rök fyrir fjárfestingunum. Það bendir nefnilega ekkert til þess að núverandi stjórnvöld ætli að stuðla að því að þróuninni verði snúið við en það hafa þó stjórnvöld í ýmsum nágrannaríkjum reynt að gera. Sumir vilja láta í veðri vaka að búsetuþróun eins og sú sem við höfum upplifað á íslandi sé nokkurs konar náttúrulögmál sem ekkert sé við að gera. Dæmi erlendis frá hafa hins vegar sýnt að hægt er að spyrna við fótum en það er vart unnt nema að stjórnvöld hafi þar forystu um. Nú verður landsbyggðarfólk að fara að spyrja stjórnvöld þessarar einföldu en mikilvægu spurningar hvað þetta efni varðar. Hvenær kemur að aðgerðum? S.G. Það hefur margt gerst í getraununum síðan síðast var fjallað um þær í Austurlandi. Urslitin í haustleiknum réðust rétt fyrir jól þegar Gufurnar unnu Trölladeig eftir bráðabana. Gufurnar fá í verðlaun pizzaveislu hjá PIZZA 67, og óskum við þeim til hamingju með sigurinn. Strax og haustleiknum lauk hófst ný keppni þar sem tveir leikir fara fram samtímis og eru þeir alveg aðskildir. I fyrsta lagi er leikur eins og sá sem hefur verið, sem fer fram í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar og sá hópur sem hefur þá flest stig er sigurvegari. I öðru lagi fer fram deildarkeppni, þá keppa tvö saman og það liðið sem fær fleiri rétta fær 2 stig en hitt liðið 0 stig, ef liðin hafa jafn marga leiki rétta fær hvort lið 1 stig. Það lið sem hefur flest stig eftir 12 umferðir verður deildarmeist- ari. Lið sem eru á svipuðum stað í deildarkeppninni eru dregin saman, þó ekki oftar en tvisvar. í deildarkeppninni gilda aðeins þær raðir sem seldar eru hjá Getraunaþjónustu Þróttar Staðan í Getraunaleiknum eftir 5 umferðir 1 TIPPVERKUR 49 2-4 GUFURNAR 48 2-4 DÚLLURNAR 48 2-4 TRÖLLADEIG 48 5-6 LEA0 47 5-6 WESTEND 47 Deildarkeppni - úrslit í 5. viku Dúllurnar 10 Tippverkur 11 Viö lækinn 10 3 fualar 9 Gufurnar 9 Lea O 11 Nesbær IO Píta meö kebab 9 Trölli IO Bandit 9 Pele IO TröHadeia 1 1 Mamma oa éa** 12 Skósi IO Barðinn 8 West end 11 Hb ráöaátur 10 Nönsos 9 Nestak 8 Mórarnir 10 Ennco 10 Bólstrun 10 Feöqarnir 9 Liverunited 11 B2 IO Fulham 8 SÚN búöin 7 Olís IO Atvinnei Óskum eftir að ráða starfsmann til að annast bókhald og í sölumennsku fyrir Mjólkursamlag Norðfírðinga hf. Neskaupstað Upplýsingar veitir Guðröður isima 4771668 ii Mjólkursamlag Noröfirðinga hf Neskaupstað STAÐANI DEILDARKEPPNINNI EFTIR 5 VIKUR. TIPPVERKUR 9 VIÐ LÆKINN 8 DÚLLURNAR 7 LEA0 7 NESBÆR 7 TRÖLLI 7 TRÖLLADEIG 7 3 FUGLAR 6 GUFURNAR 6 MAMMA OG ÉG 6 HB RÁÐGÁTUR 6 WEST END 6 BANDIT 5 PÍTA MED KEBAB 5 PELE 5 MÓRARNIR 5 SKÓSI 4 BARÐINN 4 ENNCO 4 BÓLSTRUN 4 LIVERUNITED 4 B2 4 NÖNSOS 3 NESTAK 3 FEÐGARNIR 3 OLÍS 3 FULHAM 2 SÚN BÚÐIN 1 Austfirðingur vikunnar Er að þessu sinni Austfirðingur ársins samkvæmt vali útvarps Austurlands P^QPQ !^^""^M 1{ i(*l < Fullt nafn? Vigfús Dan Sigurðsson Fæðingardagur? 19. júní '83 Fæðingarstaður? Reykjavík Heimili? Hagatún 7, Hornafirði Núverandi starf? Nemi Önnur störf? Æfi íþróttir Fjölskylduhagir? Er ólofaður og bý í foreldrahúsum Farartæki? Fætur Uppáhaldsmatur? Maturinn hjá mömmu og ömmu Helsti kostur? Jákvæður Helsti ókostur? Latur við húsverkin Uppáhalds útivistarstaður? Þingvellir Hvert Iangar þig mest að fara? Á stórmót í USA með bestu frjálsíþróttamönnum heims Fallegasti staður sem þú hefur komið á? A.m.k. ekki herbergið mitt. Áhugamál? Tónlist og íþróttir Uppáhalds íþróttamaður? íþróttaþjálfarinn minn, Þráinn Hafsteinsson Uppáhalds íþróttafélag? ÍR Mottó? Bjart er yfir Betlehem nema dimmt sé Hvað ætlarðu að gera um helgina? Ætli það verði ekki létt blanda af leik og æfingum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.