Austurland


Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 15 JANUAR 1998 Fréttaannáll árins 1997 - framhald dagar voru á Fáskrúðsfirði og austfirskir sjómenn sóttu nám- skeið í slysavörnum. Austurland fór í sumarfrí. JÚlí Mikill mannfjöldi kom saman á Frönskum dögum Fáskrúðs- firði sem hófst föstudaginn 5. júlí og er talið að fbúafjöldi bæj- Hátíðarhöld sjómannadagsins voru að venju fjölsótt og fóru fram í einstakri veðurblíðu. Kappróðrarbátar í viðbragðsstöðu. Lj. Pjesta. Júní Sjómannadagurinn var hlýr á Austurlandi og mikil þátttaka í hátíðarhöldum dagsins og 60 austfirskir trillukarlar sóttu vél- gæslunámskeið á vegum Far- skólans á Aust- urlandi. Fram kom á aðal- fundi RARIK á Egilsstöðum að hagkvæm- ustu virkjunar- kostir landsins væru á Aust- urlandi og Austfirðingar eignuðust sinn fyrsta lands- liðsfyrirliða, Petrúnu Bj. Jónsdóttur úr Þrótti Neskaupstað, en hún var valin fyrirliði landsliðsins í blaki. Stalín var afmunstraður áður en Börkur hélt til Póllands. Þeir félagar Þórður Þórðarson og félagi Stalfn hafa verið samskipa í rúmlega tvo áratugi. Gengið var frá samkomulagi um byggingu hjúkrunarheimilis á Fáskrúðs- firði og 15 flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu voru væntanlegir til Hornafjarðar með haustinu. Ein- ar Sveinn Árnason var ráðinn skólastjóri Nesskóla og 50 erlendir gestir sóttu Neskaupstað heim á norrænni vinabæjar- ráðstefnu. Vindmylla var sett upp á Eskifirði, ekki til almennrar notk- unar heldur til augnayndis og norskir dagar hófust á Seyðis- firði. Mikil aðsókn var í grill- veislur Egilsbúðar í Hellisfirði og eigendaskipti urðu á Hótel Blá- felli á Breiðdalsvfk. Fyrstu vél- smiðirnir þreyttu sveinspróf í nýju Félagi Stalin fékk ekki að fara með Berki til Pól- lands og var afrnunstraður en Þórður klefafélagi hans fór með. Ljósm. Eg. Uppsetning Leikfélags Fljótsdalshéraðs á Draumi á Jónsmessunótt var frábrugðin öðr- um uppsetningum og vakti mikla athygli. Ljósm. SÞ Loksins, loksins, sagði staifsfólk Austfars þegar nýtt tollgœsluhús var tekið í notkun. Ljósm. S.Þ verkkennsluhúsi VA. Allt hluta- fé Síldarvinnslunnar hf. seldist í forkaupsrétti og bygging nýs íþróttahúss hófst á Seyðisfirði. Aðstaða til tollskoðunar á Seyðisfirði breyttist til hins betra þegar fullnægjandi að- staða fékkst loksins eftir 22 ár í allavega bráðabirgðahús- næði. Egilsstaðabær klæddist sparifötun- um í tilefni 50 ára afmælis síns og sýningar Leikfélags Fljótsdalshéraðs á Draumi á Jóns- messunótt mæltust vel fyrir. Franskir Ágúst Fjórar skipulagðar hátíðir voru haldnar um verslunarmannahelg- ina á Austurlandi. Þær voru Alfa- borgarséns á Borgarfirði, Með sól í hjarta á Egilsstöðum, Vopna- skak '97 á Vopnafirði og Neista- flug '97 í Neskaupstað. Flestir sóttu þá síðastnefndu en áætlað er að um 3500 manns hafi tekið ,1 í -v ¦^K *u**epFWM !Liy4g "^'vJ'BjJ BV^SííCS 41 fcÍSÍi \&t Götuleikhúsið setti svip sinn áfranska daga á Fáskrúðsfirði. Ljósm. as arins hafi tvöfaldast á meðan á hátíðinni stóð. Meðal dagskrár- liða á hátíðinni voru franskt kvik- myndakvöld, götuleikhús, frönsk jasshljómsveit spilaði, leikhóp- urinn Vera setti Bráðavaktina á svið og fleira mætti nefna. Kosið var um sameiningu Jökuldalshepps, Tunguhrepps og Hlíðarhrepps og var sameining samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. I kjölfarið kærðu tveir íbúar Tunguhrepps kosn- inguna en seinna var kosningin úrskurðuð lögleg. Minnismerki um Lúðvfk Jósepsson og sam- starfsmenn var afhjúpað í Vík- inni í Neskaupstað en það var formaður Alþýðubandalagsins, Margrét Frímannsdóttir sem afhjúpaði minnisvarðan sem lista- maðurinn Helgi Gíslason gerði. 25 ár eru síðan friðlýsing fólkvangs Neskaupstaðar tók gildi og af því tilefni gengu 60 - 70 manns um svæðið undir leiðsögn Hjörleifs Guttorms- sonar. Jón Kjartansson frá Eskifirði var sendur til Gdynia í Póllandi til verulegrar endurnýjunar, Norð- firskur tölvuhakkari olli tölu- verðum usla en það var internet- fyrirtækið Eldsmiðurinn sem lét lögregluna í Neskaupstað vita eftir að hafa fylgst með ákveðn- um notenda þjónustunnar um nokkra hríð. Karen Ragnarsdóttir í Nes- kaupstað fékk svarbréf við 5 ára flöskuskeyti sem búið var að ferðast um 1300 kílómetra á þeim tíma. Vigfús Dan, 14 ára íþróttamaður á Hornafirði hafði í ágúst sett 49 íslandsmet í hinum ýmsu kastgreinum og líklegt að þessi ungi afreksmaður hefur fellt nokkur síðan þá. Brotist var inn í Olís á Reyðarfírði og stolið ýmsum verðmætum og skipti- mynnt að verðmæti 15.000 króna. Miklar framkvæmdir voru í Oddsskarðsgöngunum og t.d. var alls 350 fm klæðning sett inn í göngin en þau voru lokuð í nokkrar vikur meðan fram- kvæmdirnar stóðu yfir. Aðalfundur SSA var haldinn á Fáskrúðsfirði dagana 27. og 28. ágúst og voru háskólanám og verðlagsmál í brennidepli. Á fundinum kynnti nefnd sem Mikil hátíðarhöld voru á Austurlandi um síðastliðna verslunar- mannahelgi en alls voru fjórar skipulagðar hátíðir á Austurlandi. Flestir lögðu leið sína til Neskaupstaðar eða alls um 3500 manns. Ljósm. SÞ þátt í hátíðarhöldunum sem haldin voru undir slagorðinu „Neistaflug nærir náðargyðj- una". Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en þó voru tvær líkamsárásir kærðar til lögreglu á Vopnafirði og 12 þurftu að gista fangageymslu. skipuð var til að skoða mögu- leika á háskólanámi á Austur- landi niðurstöður sínar og varp- aði fram hugmynd um miðstöð háskólanáms á Austurlandi. Næg atvinna var á Austur- landi í ágúst og víða vantaði fólk. Það vakti t.d. athygli að á Þessifrábœra mynd afHjörleifi Guttormssyni var tekin þegar hann var leiðsögumaður um fólkvang Neskaupstaðr í tilefni þess að 25 ár voru frá friðlýsingu svœðisins. Ljósm. Eg. Miklar framkvœmdir voru í Oddsskarðsgöngun- wn, m.a. voru göngin klœdd að hluta til að innan og opnunarbúnaður endurbœttur. Ljósm. as

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.