Austurland


Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15 JANUAR 1998 Ormsteiti var haldið á Héraði. Þar var meðal annars grillað yfir hœgwn eldi eitt stykki hreindýr á svipaðan hátt og oft sést í amerískum bíómyndum. Héraði vantaði í fyrsta skipti um langt skeið fólk, t.d. við slátrun á Fossvöllum og í fleiri störf. Ormsteiti var haldið með pompi og prakt á Egilsstöðum og meðal dagskrárliða var markaðsdagur þar sem einstaklingum og fyrir- tækjum var boðið að selja vörur sínar. September Samþykkt var með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða að gera Austur Hérað að einu sveitarfél- agi með sameiningu Egilsstaða, Eiðahrepps, Hjaltastaðarhrepps, Skriðdalshrepps og Vallahrepps. Við sameininguna varð til 2100 manna sveitarfélag en af þeim búa um 1600 manns á Egilsstöðum. Einn stærsti fiskur ársins barst á land í Neskaupstað en það var túnfiskur sem reyndist alls 350 kg. eftir að hann var slægður. Örlög þessa risafisks urðu að lokum að vera settur á markað og seldur til Englands. Stærsti íþróttaviðburður árs- ins á Austurland var vafalaust landsleikur Islands og Danmerk- ur í handbolta sem haldinn var 6. september í íþróttahúsinu í Nes- kaupstað. Þar lutu íslendingar í lægra haldi fyrir Dönum í fyrsta landsleik í handbolta á Austur- landi. Tæplega 900 manns hvöttu íslenska liðið óspart og kátt var í höllinni þrátt fyrir tapið. Útlit í læknamálum var svart og stefndi í að um 4000 íbúar fjórðungsins yrðu læknalausir. Aðeins einn sveitarstjórnarmað- ur var á móti þegar ákveðið var að ganga til kosninga um sam- einingu Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar og Neskaup- staðar á aukafund- um bæjarstjórna staðanna þann 11. sept. Á sömu fund- um var einnig kosið í undirbúningsráð en það skipaði Þor- valdur Aðalsteins- son, Reyðarfirði, Sigurður Hólm Freysson, Eskifirði og Smári Geirsson, Neskaupstað. Ferðafélag Fljóts- dalshéraðs ásamt Félagi um verndun hálendis Austurlands stóð fyrir ferð um fyrirhugað virkjunarsvæði norð- Ljósm. Við Dimmugljúfur en mórauð áin mun hœtta að renna um þau ef af virkjanaframkvœmdum Landsvirkjunar verður. an Vatnajökuls. Ferðin var farin til að gefa almenningi kost á að fara á þessar slóðir og virða svæðið fyrir sér. Ef af virkjana- framkvæmdum verður munu þrjú vötn myndast sem samtals verða á stærð við tvö Þingvallavötn. Skortur var á dagvistunar- plássi í Neskaupstað. Ástæðan var sú að breytingar höfðu staðið yfir á húsnæði leikskólans og hófst starfsemi því ekki á tilsett- um tíma. Einnig var starfsemin aukin, boðið upp á dagvistun fyrir eins árs börn. Þetta ásamt aukinni ásókn í dagvistunarpláss hafði þau áhrif að ekki var pláss fyrir öll þau börn sem sóttu um. Austurland birti þann 25. sept- ember frétt undir fyrirsögninni „meirihluti íbúanna hlynntur sameiningu" og var þar vitnað í mjög óformlega könnun blaðsins ásamt tilfinningu starfsmanna blaðsins um viðhorf íbúa Reyð- arfjarðar, Eskifjarðar og Nes- kaupstaðar til sameiningu þess- ara staða. Ljóst er að þessi, að margra mati glæfralega fyrir- sögn, var ekki svo glæfraleg eftir allt saman. Kennarasamband Austurlands hélt aðalfund sinn á Eiðum og þar var þungt hljóð í kennurum vegna stöðu í kjaradeilu þeirra og yfirvofandi verkfalls. Seinna leystist kjaradeila þeirra við sveitarfélögin farsællega eftir aðeins eins dags verkfall. Austfjarðaleið sótti um að byggja umferðarmiðstöð í mið- bæ Neskaupstaðar. Um var að ræða 330 fm hús á tveimur hæð- um. Mjög skiptar skoðanir voru um ágæti slíkrar byggingar og þeir sem voru á móti sögðu m.a. að um væri að ræða viðgerðar- verkstæði og geymslu fyrir bfla fyrirtækisins og slík starfsemi falli ekki að því um- hverfi sem verið sé að skapa í mið- bæ Neskaupstaðar. Peningaleg staða Neskaupstaðar var best allra sveitar- félaga landsins og er það ekki síst að þakka góðri stöðu Síldarvinnslunnar hf. Október Kvóti Alla rfka var sam- kvæmt bók Frjálsrar verslunar - „100 stærstu", metinn á um 600 - 700 milljónir kr. Sendinefnd frá Norsk Hydro heimsótti Austurland til að kanna aðstæður Ljósm. as Þrátt fyrir góðan stuðning þurfti íslenska liðið að lúta í gras fyrir því danska í fyrsta landsleik í handbolta sem haldinn er á Austurlandi. Ljósm. as Það mœtti halda að Jóhannes Pálsson vœri að kenna Norsk Hydro mönnum hvernig fara eigi að þessu í heimsókn þeirra síðarnefndu í SVN. Ljósm. as fyrir fyrirhugað álver í Reyðar- firði. Meðal annars var Sfldar- vinnslan hf. skoðuð en starfs- menn SVN eru álíka margir og þarf í 200 þúsund tonna álver. A milli 50 og 60 starfsmenn SVN voru stungnir gegn tóbaks- ffkn í boði fyrirtækisins. Það var Jia Chang Wen frá Kína, meistari í kínverskum náttúru- lækningum sem sá um potið. Skipaklettur stóð fyrir námskeiði fyrir sjómenn og maka þeirra sem gekk út á að gera fólk sátt- ara við stöðu sína. Allri sfld sem fór til verkunar hjá Samherja á Eskifirði var keyrt frá Neskaupstað eftir að Hið árlega fjarðarball var haldið í Egilsbúð ( Neskaupstað en það var hljómsveitin Quarashi sem sá um að allir vœru í stuði. Ljósm. as hún hafði verið flokkuð hjá Sfldarvinnslunni hf. Allt að 50% af sfldinni var síðan keyrt til baka í bræðslu í Neskaupstað. Flutningaaðilar voru auðvitað hæst ánægðir með aukin verk- efni. Um 30 milljón króna tap var af rekstri Borgeyjar hf. fyrstu sex mánuði ársins. Unglist '97 á Egilsstöðum var haldin dagana 25 - 31 október. Hug- myndin bak við hátíðina var að koma ungu lista- fólki á framfæri. Fjölbreytt dagskrá var í boði, t.d. fjöldi myndlistar- sýninga, ljóða- kvöld o.s.frv. Fjarðaball, sam- eiginlegt ball framhaldsskól- anna á Austur- landi, var haldið þar sem um 350 krakkar víðs- vegar að úr fjórðungnum skemmtu sér hið besta við undirleik hljóm- sveitarinnar Quarashi. Olíuslys varð í Seyðis- fjarðarhöfn þegar togskipið Hólma- drangur var að taka olíu þar, en vegna einhverra mistaka um borð í skipinu streymdi olía í sjóinn úr yfirfallsröri á þil- farinu. Banaslys varð á brúnni yfir Norð- fjarðará þegar sendiferðabfll sem var að koma frá Neskaupstað og fólksbíll sem kom frá Eskifirði lentu saman. Eldri kona, sem var í fólksbflnum lést af sárum sín- um um kvöldið. Hæsta tré íslands er í Hallorms- staðarskógi sam- kvæmt vísinda- legri mælingu. Samvinnu var komið á milli framhaldsskólanna á Austur- landi um innritun og kynningu á námsframboði á Austurlandi og unnið var að breyttu skipulagi í heilbrigðisþjónustu og er mark- miðið að búa til eina heilbrigðis- stofnun fyrir allt Austurland. Nóvember í fyrsta blaði nóvembermánað- Miklir síldarflutningar voru yfir Oddsskarð í vetur og stundum mátti sjá 2 - 3 flutningabíla í röð, hver um sigfullur afsíld. Ljósm. Eg. ar var sagt frá því að áhugi Hydro Aluminium standi til 720.000 tonna álbræðslu á ísl- andi en ekki 400.000 tonna eins og almennt hafði verið talað um. Einnig var sagt frá fyrirhugaðri bygginu olíuhreinsistöðvar hér- lendis og að Austurland hafi verið mjög inni í myndinni í því sambandi. Leikfélag Reyðar- fjarðar setti upp leikritið „Kjöt" e. Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Óttars Guðmundsson- ar, Málfríður Benediktsdóttir ásamt dætrum settu upp samsýn- ingu á Kaffi Nielsen á Egils- stöðum og hársnyrtideild Verk- menntaskóla Austurlands var formlega opnuð. Framhald á bls 7. 72 nemendur stunduðu nám við hársnyrtibraut Verkmenntaskóla Austurlands sem var starfrœkt nú í fyrsta sinn og opnuð með viðhöfn 4. nóv. s.l. Ljósm. as

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.