Austurland


Austurland - 15.01.1998, Page 6

Austurland - 15.01.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 15 JANÚAR 1998 Ráðstefna í elsta bæ Grikklands Dagana 23. - 30. nóvember heimsótti Unnar Geir Unnarsson frá Egilsstöðuin Argos í Grikklandi á vegum samtakanna „Ungt fólk íEvrópu“ og tókþátt íráðstefnu sem haldin var íþessum elsta bœ Grikklands. Tilgangur ráðstefnunnar var að koma á tengslum leikfélaga hér heima við leikfélög úti og kom ungt fólk m.a. frá Bretlandi, Belgíu, Ungverjalandi, Finnlandi, Italíu, Austurrík og fleiri löndum til Grikklands í þessunt tilgangi. Blaðamaður Austurlands hitti Unnar að máli á dögunum og rabbaði við hann um ferðina. „Ástæðan fyrir því að ég fór en ekki einhver annar var sú að Hermann Valsson, íþrótta og æskulýðsfulltrúi á Egilsstöðum, var á fundi hjá samtökunum „Ungt fólk í Evrópu“. Á þessum fundi kom í ljós að í hvert sinn sem samtökin höfðu sent ein- hvern á sínum vegum í ferðalög höfðu krakkar frá Reykjavík ver- ið send. Hermann vildi breyta þessu og fékk það fram að einstaklingur af landsbyggðinni yrði sendur. Hann hafði í framhaldi af því samband við „Þegar ég lagði af stað taldi ég mig frekar illa undirbúinn en þegar ég var mættur á staðinn kom í ljós að ég hafði þó fengið betri undirbúning en flestir. Þar mætti kannski helst nefna tvennt. Annarsvegar hafði ég fengið dagskrá ráðstefnunnar og vissi því nokkum veginn hvað væri um að vera. Mörg hinna krakkanna höfðu ekki einu sinni fengið slíkt plagg. Hinsvegar voru það tungumálaerfiðleik- arnir. Eg var ekki viss um hvernig enskan væri hjá mér en ljóst að eitthvað hefur Unnar grætt á því að fara þess ferð. „Það sem ég tel mig líklega hafa grætt mest á í ferðinni er að ég kynntist aðeins svokallaðri gagnlegri leiklist. Hún snýst m.a. um það að byggja upp sjálfstraust einstaklinga sem hafa lent í einhvers konar erfið- leikum, t.d. hjá krökkum sem hafa lent í einhverjum vandræð- um, atvinnuleysingjum o.s.frv. Ég held að t.d. Gísli Rúnar og Edda Björgvins séu að vinna með atvinnulausa í Reykjavík á slíkan hátt. Ég fór á námskeið í slíkri leiklist og hef hug á að reyna að nýta þessa þekkingu og reynslu í framtíðinni. Hvort það á eftir að ganga og hvort ég get hjálpað einhverjum á þennan hátt verður tíminn að leiða í ljós“. KNATTSPYRNA Matur er stór hluti grískrar menningar og hver máltíð tók a.m.k. tvœr klukkustundir. Hér sjást þátttakendur ráðstefnunnar frá Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Grikklandi við eitt hlaðborðið sem skellt var upp á mettíma. Leikfélag Fljótsdalshérað sem hafði að því búnu samband við mig“, sagði Unnar Geir þegar hann var spurður að því hvers vegna hann hafði farið í þessa ferð. Eins og áður kom fram var tilgangur ferðarinnar að koma á tengslum leikfélaga á Islandi og í öðrum löndum. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með afraksturinn. Auð- vitað var ferðin mjög skemmti- leg og ég fékk sjálfur að kynnast grískri menningu mjög vel, en ég held að samtökin geti notað peninga sína á betri og markviss- ari hátt til að koma slíkum tengslum á. Eina sem ég kom með úr þessari ferð voru tvö vélrituð blöð með nöfnum og heimilisföngum og þó að ég hafi persónulega fengið að kynnast andlitunum og persónunum bak við nöfnin þá tel ég það ekki réttlæta þann kostnað sem farið var út í. Einn þátttakandi ráð- stefnunnar líkti ferðinni við hnetu. Hún leit út fyrir að vera girnileg en þegar hún var skoðuð betur kom í ljós að erfitt var að komast að kjarnanum og þegar þangað var komið var hann tiltölulega lítill og ómerkilegur". Unnar segir ennfremur að allt skipulag ferðarinnar hafi verið mjög af skomum skammti. þegar á staðinn kom var ég best talandi á ensku fyrir utan Bret- ana sem tóku þátt í ráðstefnunni. Þetta tvennt háði okkur öllum nokkuð“. Það er því ljóst að ráðstefnan sem slík var ekki upp á marga fiska en í slíkum ferðum lenda menn alltaf í töluverðum ævin- týrum. „Mikill draugagangur var á hótelinu sem ég bjó á. Þegar ég lá uppi í herbergi fljótlega eftir að ég kom á svæðið opnaðist allt í einu glugginn á því hægt og rólega upp á gátt. í annað skipti lá ég uppi í rúmi og var að fara að sofa þegar heyrðist allt í einu greinilegt „Ahh“ í herberginu. Ég þarf varla að taka það fram að ég væri ekki að nefna þetta ef ég hefði ekki verið einn í herberginu í bæði skiptin". En þrátt fyrir að dregin hafi verið upp frekar dökk mynd af niðurstöðu ferðarinnar er samt Fyrsta umferð í Austurlands- mótinu í innanhússknattspymu í meistaraflokki karla fór fram á Fáskrúðsfirði í lok desember. Sex félög sendu lið til keppni og var leikið í hinu nýja glæsilega íþróttahúsi Fáskrúðsfirðinga og var mótið í umsjón Leiknis. Leikar fóru þannig að lið KVA sigraði fékk 15 stig. Lokastaða og markahlutfall: 1. KVA 2. Neisti 3. Leiknir 4. Höttur 5. Þróttur 6. Huginn 15 stig 12 stig 9 stig 6 stig 3 stig 0 stig 27-12 29-24 19-23 14-16 21-25 14-24 Næsta umferð verður leikin í íþróttahúsinu í Neskaupstað í byrjun febrúar en alls verða leiknar 4 umferðir. Undanrásir fyrir Islandsmótið í innanhússknattspyrnu í 3. flokki karla voru leiknar á Fáskrúðsfirði 4. janúar. Átta félög sendu lið til keppni og var leikið í tveimur riðlum. í A riðli sigraði Austri, fékk 7 stig en í B riðli sigraði Valur fékk 12 stig. Niðurlæging O mannssonur! Ef auðlegð fellur þér í skaut, fagna eigi og ef þú kynnist niðurlægingu, ver eigi hryggur, því hvorutveggja mun líða undir lok og vera eigi framar. Bahá'ulláh Bahá'íar Neskaupstað Að ofan: „Eymarleg sjálfsmynd". Unnar á rgi eftir 7 tíma flug í þrumum og eldingum. Að neðan: „Venjuleg götumynd frá GrikklandiHvort Grikkir gera mikið af því að skella þvottavélunum sínum út á götu til geymslu gat Unnar ekki svarað blaðamanni Austurlands. Endanleg úrslit urðu þessi: 1. Austri 2. Valur 3. Huginn 4. Leiknir 5. Þróttur 6. Höttur 7. Einherji 8. Neisti Ókeypis smáar Niðjatal Þeir sem vilja fá niðjatal Þorleifs og Guðfinnu frá Hofi hafi samband við Sigrúnu í í. 477-1395 Borð til sölu Stórt og gott borð til sölu. Má nota sem skrifborð eða eldhúsborð. Sími 477 1 750 Leiðrétting I jólablaði Austurlands urðu tvær meinlegar villur. I grein Steinþórs Þórðarsonar, Gleðileg jóla á Austurlandi, féll niður lína í síðustu setningunni. Öll er setningin svona: Með kærri jólakveðju, von og vissu um heilladrjúgt nýtt á á sameinuðu Austurlandi. I myndatexta í grein Steinunnar Aðalsteinsdóttur um Kvenfélagið Nönnu var misritun. Ein af heiðurskonum félagsins er sögð vera Hallbera Sigurðardóttir. Hið rétta er að þetta er Guðrún Friðbjömsdóttir í Tungu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. SÉRSTAKT VETRARTILBOÐ Á SKÍÐAFATNAÐI NÆSTU VAGA arbraut 6, Neskaupstað Sími 477 1133

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.