Austurland


Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15 JANUAR 1998 ÞRASAÐ VIÐ ÞOKUNA Og orð gekk út af munni félaga Davíðs og sjá: Bók eftir hann spýttist úr prentverkinu einhvern síðasta daginn fyrir jólaföstuinnganginn og auðvitað var mikið um dýrðir eins og sjálfsagt var, enda er það ekki daglegur viðburður að starfandi ráðherra, hvað þá forsætisráð- herra, láti fagurbókmenntir á þrykk út ganga. Útgefandi bók- arinnar blés til dálítils mann- fagnaðar af þessu tilefni, sendi fjölmiðlum kveðju Guðs og sína, hverjir brugðust við hart og títt og hóuðu slangri af sínu fólki á vettvang með tól sín og tæki til þess að meðtaka orðið til kynn- ingar meðal þjóðarinnar „á snöggu augabragði" samkvæmt lögmáli upplýsingaþembunnar með áhrifa- miklum myndskeiðum öllum sjáendum til gleði og fróðleiks. Því miður átti ég þess eigi kost að sjá né heyra allt það, sem sagt var og sýnt frá vakningar- samkomu þessari, en brot og brot náði ég þó að sjá og heyra mér til ánægju og andlegrar upp- byggingar. Stöð 2 hafði viðbún- aðinn mestan að því er mér virt- ist, kom skáldinu fyrir í geislum myndavélanna þar sem það las valið brot úr ritningu sinni fyrir þjóðina að nokkrum heyrendum og sjáendum tilkvöddum í útjöðrum sviðsljósanna. Mér þótti félagi Davíð standa sig vel í hlutverki upplesarans og hef ég aldrei heyrt hann flytja mál sitt jafnskörulega. Eftir á að hyggja lætur honum að líkindum mun betur að hafa yfir bók- menntatexta en flytja landsföð- urávörp á tyllidögum og ræður á Alþingi, en þvílíkur samsetning- ur vill einatt verða óskír og staglandalegur í munni hans, hvernig í ósköpunum sem á því skyldi standa. Ritningarstaður- inn, sem hann flutti oss, fékk ég ekki betur heyrt en væri bráð- lipurlega saminn og skemmtileg- ur, en því miður náði ég ekki hverju orði er fram gekk af munni skáldsins, sökum þess að upp úr statistum þeim, sem þarna var uppraðað í návist þess voru einatt að skvettast hlátur- gusur, sem óneitanlega spilltu flutningnum. Fannst mér eins og hjástoðarmenn þessir væru alltaf að búast við því að næsta setning yrði fyndin og að þeir vildu ekki fyrir nokkra muni láta á sig sannast að þeir skildu ekki grínið í tæka tíð. Á hinn bóginn tókst mér ekki að heyra neitt beinlínis hlægilegt í guðspjalli þessu, en ugglaust hefur það stafað af því að skop- skynjarinn í mér er stundum dá- lítið langur og auk þess trúi ég því staðfastlega að fleira geti verið skemmtilegt en það eitt sem vekur hjá mönnum stundarhlátur. Þegar öllu var á botninn hvolft læddist að mér sá lúmski grunur að félagi Davíð hafi skemmt sér allra manna best á vakningarsamkonu þessari þótt hann stillti sig af meðfæddu lítil- læti og þaulæfðri háttvísi um að hlæja upphátt. Rfkissjónvarpið flutti ekki upplestur skáldsins úr þessu tilvonandi metsöluriti svo ég yrði var við, en fallega mynd af höfundinum lét það koma á skjáinn hjá okkur með fregninni af bókmenntaviðburði þessum. Daginn eftir hátíðahöldin í ljós- vakamiðlunum sá ég haft eftir félaga Davíð í einu dagblaðanna, að útgefandi hans væri sá hinn sami og gefur út skáldverk Hall- dórs Laxness. Skyldi vera kom- inn tími til að endurtaka sigur- ópið „Loksins, loksins" frá 1927 í eyru þjóðarinnar til þess að vekja hana af sætum svefni and- varalausra sakleysingja? Vonandi hefur Akademían sænska augun hjá sér og dottar ekki á verðinum svo að hún álpist ekki til að afhenda einhverjum óverðugum Nóbelinn eftir áratug eða svo. Að sjálfsögðu eru orð þessi fest á blað áður en dómar hafa gengið um Davíðsdik þennan, en vonandi fær hann góðar umsagn- ir vísra manna. Hvernig svo sem dómar falla ætla ég að nálgast ritningu þessa og lesa hana, von- andi mér til sálubótar og andlegr- ar hressingar, en ekkert liggur á því að séu þarna saman komnar Rafiðnaðarmenn Óskum eftir rafiðnaðarmönnum og rafvirkjanemum til starfa við nýbyggingu Norðuráls á Grundartanga. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Möguieiki á góðum launum fyrir rétta menn. Séð verður fyrir fæði, gistingu og fleira. Lysthafendur sendi skriflegar umsóknir til Elpro sf. með upplýsingum um aldur og starfsreynslu. Elpro sf. Stangarhyl 6 110 Reykjavík "Á ! góðar bókmenntir slær ekkert í þær þótt tregar líði og tíðir. Yfir lélegar bókmenntir er á hinn bóginn best að líta sem fyrst og þar með er lesandinn laus við þær. Þær leita ekkert á hugann að bókinni aftur lagðri hvað þá að þær krefjist endurlesningar. Hitt er svo annað mál að lendi þessi fyrirfram mærða bók í fiokki metsöluverka fyrir jólin hlýtur félagi Davíð að komast í fremur óþægilega klípu. Hann er hinn sterki maður á velli þjóð- málanna, foringi langstærsta stjórnmálaflokks landsins, þar að auki mjög vinsæll og jafnvel dáður af flokksmönnum sínum. Klípan er sem sé sú að verði bókin metsöluverk hljóta að leita á höfundinn spurningar sem geta valdið honum óþægilegum kláða í sálinni, svo sem: var bókin, þegar öll kurl koma til grafar, keypt í þeim von og trú að hún geymdi góðar bókmenntir og vegna áhuga kaupenda á þeim, eða: byggðist salan að ærnum hluta á flokkstryggð og foringja- dýrkun? Væntanlega verður fél- aga Davíð ekki skotaskuld úr því að hafa diplómatísk og vel við eigandi svör á reiðum höndum. Að lokum vil ég svo auðsýna fjölmiðlum vorum og viðkom- andi útgefanda virðingu og þökk fyrir áhrifamikla kynningu á fyrstu bók þessa höfundar og er vonandi að í þessu efni láti þeir ekki deigan síga. Ungum höf- undum hlýtur að verða það mikil hvatning til dáða ef frumraunum þeirra verður framvegis fagnað í skini sviðsljósa fyrir augum al- þjóðar enda þótt, að vísu, við- búið sé að enn um sinni tolli við okkur Islendinga það gamla og ögn þrælsóttakennda viðhorf að „sitt hvað er Jón og séra Jón". A öndverðri jólaföstu 1997 S.Ó.P. Fréttaannáll - framhald Smári Geirsson og Valgeir Guðjónsson í hörku sveiflu á Stuð- mannashowi Blús, rokk og jassklúbbsins á Nesi sem sett var upp í Hótel Egilsbúð. Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur með mikilli menningardagskrá á Kaffi Nielsen 16. nov. s.l. Hörku stuð var á Stuðmanna- showi sem Blús, rokk og jass- klúbburinn á Nesi stóð fyrir og sáu alls 500 manns fyrstu 3 sýningarnar. Mikil ásókn hefur verið í hreindýraveiðileyfi bæði hér á landi og erlendis frá. Afgerandi meirihluti var með sameiningu Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar og Neskaupstaðr í kosn- ingu sem fram fór 15. nóvember, en um tveir þriðju voru henni fylgjandi. Mikið var um að vera í kringum kosningarnar og fjölmiðlar hér fyrir austan sem og aðrir fjölmiðlar gerðu hennig mikil og góð skil Loka þurfti flugbrautinni í Neskaupstað hluta úr degi vegna skemmda í flugbrautinni en einhver hafði gert sér það að leik Ljósm. as að fara á bíl inn á brautina og spól- að þar í nokkra hringi með fyrr- greindum afleið- ingum. Nótaskipið Beitir setti nýtt aflamet og hafði frá áramótum dregið úr sjó rúmlega 54.000 lestir af kol- munna, loðnu og sfld. Dagur ísl- enskrar tungu var haldinn hátíðlegur og dagskráin „Þessa heims og annars" var flutt í Egilsbúð við góðar undirtektir. Mikil vinna var við síld þennan mánuðinn, t.d. var Ljósm. as stöðug sfldarvinnsla í frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. fyrri hluta mánaðarins. Ákveðið var að taka tillögu Batterísins að nýrri skólabygg- ingu í Neskaupstað og verður nýja húsnæðið 1750 fm en á sama tíma varð skólahúsið á Seyðisfirði 90 ára. Austfirskir nemendur voru aftarlega á mer- inni í samræmdum könnunar- prófum í íslensku og stærðfræði og var útkoman mun lakari en á síðasta ári. Mummi í Mótor- smiðjunni heimsótti Neskaup- stað og sá boðskapur sem hann hafði að flytja var ekki fallegur eða „það er dóp í Neskaupstað". Desember Fiskiðjuver SVN var vígt í mánuðinum og einnig hélt SVN upp á 40 ára afmæli sitt með glæsibrag. Afmælisveislan var haldin í íþróttahúsinu í Neskaup- stað og sátu hana á sjöunda hundrað manns. Á svipuðum tíma var sett íslandsmet í bræðslu hjá loðnubræðslu fyrir- tækisins. Sveitarstjórnir Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar funduðu til að ræða næstu skref í sameiningu og bæjarstjórn Eski- fjarðar sendi frá sér ályktun þar sem auðlindaskattur er gagn- rýndur. Allt var á fullu hjá Gunnarstindi í mánuðinum og hafnarnefndir sveitarfélaganna buðu flota Hafró aðstöðu í sam- einuðu sveitarfélagi. ' ¦' \ l ¦ ' ,' * 'ít, : ' íý- . ; >-. 1 'w&T • j#* ¦¦ ajjÉH ¦a^iM' i^^HTv ->. h i».#"'SK#.-.y *.%?" ¦•¦ * . i- HmíGk.^h ^^Kk;. ¦ ,¦ ^Br ' "^af* í í'ii?': ¦ alP '^fiili .¦~.t,-fe .,''*' 1 Æp * ^¦'sslS'^l 1 ssk ^íí'-' . ^wáB^ •¦, aM&A y "l • • 'ijHnk. "«Qra»>. 1 Æ^^uAj " nfifl mæ SE': >'JB 'USIk' Æ ¦ **££&¦ 5*- *"'tí t 'Í^feík '¦- JÖP '*''' tt 5-i*-n ^m> r Veisla aldarinnar sögðu gestir og gangandi í 40 ára afmœli SVN sem haldið var með pomp og pragt 11. desember. Ljósm. Eg.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.