Austurland


Austurland - 22.01.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 22.01.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 22. janúar 1998. 3. tölublað. SínfVáivari 878 1 4"74^< Skíöaskáli S.^476 1465 Occss<arc MOLAR Aukin aðsókn að sundlauginni Aðsókn að sundlaug Nes- kaupstaðar jókst um 25% á milli áranna 1996 til 1997. Lauginni hefur nú verið lokað og verður svo vænt- anlega fram í mars mánuð. Að sögn forstöðumanns laug- arinnar var aðsókn orðin það léleg að ekki þótti ástæða til að hafa opið lengur að sinni. Fyrsta síldin eftir áramót Fyrsta sfldin eftir áramót barst til Neskaupstaðar á þriðjudaginn. Þá kom Beitir NK með 400 lestir og Þorsteinn með 300 lestir. Sem fyrr veiðist sfldin aðeins í flottroll. Lítiðfétil hafnarmannvirkja Á fjárlögum þessa árs eru aðeins 87.5 milljónir króna áætlaðar til hafnarmannvirkja á Austurlandi. Stærsti hluti þeirrar upphæðar fer til Homafjarðar, 35.8 millj. og 20.8 millj. fara tíl Eskifjarðar. Styrkir til vetrarsamgangna Tæplega 2.7 millj. króna fara til vetrarsamgangna á Austurlandi samkvæmt fjár- lögum ársins. Það eru 12 að- ilar sem fá styrk sem nemur frá 50 til 640 þús. króna. Hæstu styrkirnir eru vegna samgangna yfir Fjarðarheiði og Oddsskarð. Byggt við grunnskólann Bæjarstjórn Egilsstaða- bæjar hefur samþykkt að bjóða út viðbygging við Egilsstaða- skóla. Um er að ræða hús- næði sem er alls um 660 fm. að stærð á tveimur hæðum. Stefnt er að því að full klára neðri hæðina fyrir 1. sept. 1998 og þá neðri ári síðar. E^fflBBBaia Sá Börkur sem í dag kemur heim eftir gagngerar breytingar og endurbætur í Pól- landi er ekkert líkur þeim Berki sem héðan sigldi í júní s.l. Helst er það að sjá megi á skut skips- ins eitthvað sem minnir á gamla skipið, að öðru leyti er ekkert eftir af gamla Berki nema einhver hundruð tonn af stáli, aðalvélin og ljósvélarnar og ann- ar vélbúnaður sem allur var yfir- farinn. Þótt áður hafi verið fjallað um breytingarnar á Berki hér í blaðinu er ástæða til að nefna þær helstu aftur nú við heim- komu skipsins. Börkur var lengdur um tæplega 15 metra og perustefni sett á skipið. Á skipið var smíðaður nýr lokaður bakki með tilheyrandi rekkverki og nýtt frammastur var sett á skipið. Geymslur eru í nýja bakkanum °g nýjum snurpuspilum var komið fyrir undir framlengingu hans. I skipinu eru þrjár lestar sem skipt er í 11 tanka og er hægt að landa úr þeim öllum með lofttæmidælu. Öflugt RSW sjókælikerfi er fyrir lestar, fisk- og ísdreifibúnaður, ný ljósvél og allur talstöðvarbúnaður sam- kvæmt GMDSS reglum sem taka gildi um heim allan í byrjun næsta árs. Af öðrum nýjum búnaði í skipinu má nefna, spilbúnað, kraftblökk, dekk- krana, andveltigeymir og flot- vörubúnað. Gamla brúin og þilfarshúsið var rifið og nýju komið fyrir. Nýja brúin er einni hæð hærri en sú sem fyrir var og í nýju þil- farshúsi á neðra þilfari eru íbúðir og aðstaða fyrir áhöfn og eru allar innréttingar í skipinu nýjar. í Berki eru klefar fyrir 17 manns, þar af einn sjúkraklefi, tvær eins manns íbúðir, sex eins manns klefar og fjórir tveggja manna klefar. Þá er þrekklefi með tækjum og gufubað. Hin nýja brú Barkar er í stjórnpallsstíl með útsýni til allra átta og eru mörg tæki í brúnni ný, hraði í reynslusiglingu reyndist 13.5 sjómflur. Kostn- aður við breytingar á skipinu er áætlaður 330-340 milljónir króna. Freysteinn Bjarnason, útgerð- arstjóri Síldarvinnslunnar hf., segist vera mjög ánægður með hvernig til hafi tekist. Verkið hafi að vísu tekið mun lengri tíma en áætlað hafði verið, fyrir því séu ýmsar ástæður, en mestu máli skiptir að nú sé skipið að koma heim og Freysteinn segir að Börkur sé í dag eitt glæsi- legasta nótaveiðiskip flotans. Áætlað er að það taki tvo til þrjá daga að gera skipið klárt til veiða ef ekkert hefur komið í ljós á heimleiðinni, aðeins þarf að hífa upp ýmsan búnað og koma veiðafærum um borð. Skipstjóri á Berki er Sturla Þórðarson og yfirvélstjóri Óskar Sverrisson. Austurland óskar Síldarvinnslunni hf., skipstjóra og skipshöfn til hamingju með skipið og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Siminn okrar á Ijósleiðaranum Tllboð Kótiíettor á 698.- kg. Allt í þorramatinn ^ KÍlíVx^e**,, ^0 ^^ Bemn mnflutníngur betraveið 8 4771311 Okur Landsímans á dreifingu um ljósleiðara kemur í veg fyrir að Austfirðingar fái notið út- sendingar frá sjónvarpsstöðinni Sýn og Bylgjan nái til fleiri staða. Islenska útvarpsfélagið er reiðubúið að koma með sjón- varpsstöðina Sýn til Austurlands, svo framarlega sem semst við Landsímann um verð fyrir ljós- leiðaraþjónustu. Hreggviður Jónsson hjá íslenska útvarpsfél- aginu sagði í samtali við Austur- lands að þeir væru tilbúnir að hefja útsendingar á öllum helstu þéttbýlisstöðum á Austurlandi innan tveggja til þriggja mán- aða. Þeir væru búnir að fá tíðnir og rásir, það stæði einfaldlega á því að Landsíminn veitti ljós- leiðaraþjónustuna á ásættanlegu verði þar sem 90% af rekstrar- kostnaðinum væri rekstur dreifikerfisins. Hann sagði að þeir hjá fslenska útvarpsfélaginu hefðu staðið í þessu stappi í 4 mánuði og gætu ómögulega skilið af hverju þetta tæki svona langan tíma og við skiljum ekki heldur af hverju kílómetragjald er tekið af ljósleiðaraþjónust- unni. Forsvarsmenn símans sögðu fyrir stuttu að tæknin hefði breyst svo mikið að nú kostaði ekkert meira að hringja út á land en milli húsa í Reykja- vík, af hverju þá þetta verð á ljósleiðaranum? „Við höfum skoðað aðra möguleika s.s. gervihnattarteng- ingu en sá kostur er einfaldlega of dýr í dag. Ég held að Land- símanum væri nær að hætta við hundruð milljóna eða jafnvel milljarðs króna fjárfestingu í breiðbandi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og þjónusta lands- byggðina betur".

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.