Austurland


Austurland - 22.01.1998, Síða 3

Austurland - 22.01.1998, Síða 3
FIMMTUDAGUR 22 JANÚAR 1998 3 Blak Það var enginn svikinn sem lagði leið sína í íþróttahúsið í Neskaupstað um helgina á blak- leikina sem þar fóru fram. Þar áttust við heimaliðin við Þrótt R. í 1. deild karla og kvenna. Kvennaleikurinn var nánast bara formasatriði, heimaliðið gegn ungum leikmönnum Þróttar R. hafði tögl og hagldir í leiknum allan tímann og er ekki hægt að hrósa þeim leik. I stuttu máli var hann tilþrifalítil! enda of mikill styrkleikamunur á liðunum til þess að um góðan leik gæti orðið að ræða. Urslit 3-0. Hrinurnar 15-6, 15-4, og 15-9. Karlaleikimir voru hreint af- bragð, sérstaklega þó leikurinn á laugardaginn þegar Þróttur R. tapaði sínum fyrsta leik á keppn- istímabilinu og hefði leikur okkar liðs verið ögn yfirvegaðri á föstudaginn hefðu þeir alveg eins getað unnið þann leik líka. Sá leikur tapaðist að mínu mati á því að alltof margar uppgjafir fóm forgörðum og móttakan á köflum afleit. Þróttur vann fyrstu hrinuna 15-12, tapaði næstu 8-15 og þriðju 9-15, vann þá fjórðu 15-10 en tapaði þeirri fimmtu 7-15. Bestu menn leiks- ins: Matthías Haraldsson, sem átti ótrúlegan leik, er orðinn einn af máttarstólpum liðsins þrátt fyrir ungan aldur og svo Brynjar Pétursson sem skilar sínu ef hann fær tækifæri til þess. Leik- urinn tók 115 mínútur. A laugardaginn kom heima- liðið mun ákveðnara til leiks og vann fyrstu hrinuna 15-12, tap- aði tveimur næstu eins og dag- inn áður 9-15, vann þá fjórðu 15-8 og fimmtu hrinan var algjört burst 15-2 og stóð þá ekki steinn yfir steini hjá gestunum sem létu mótlætið fara í taug- amar á sér og klúðruðu nánast öllu sem hægt var að klúðra. Einn liðsmaður Þróttar R. fékk að líta gula spjaldið fyrir ósæmi- Maryam Petrov númer 5 var sá sem gerði út um leikinn í 5. hrinunni í leiknum á laugardaginn. Þá Jyrst fengu Norðfirðingar að sjá hvað íhonum býr. Ljósm: Eg. lega framkomu og var það kór- rétt hjá dómara leiksins Ólafi Sigurðssyni. Óhætt er að segja að Maryam Petrov hafi gert út um leikinn í tveimur síðustu hrinunum og sýndi okkur þá í fyrsta skipti hvað hann raunverulega getur. Ef hann leikur svona það sem eftir er keppnistímabilsins getur Þróttur N. unnið öll lið í deildinni. í heild lék allt liðið betur en í fyrri leiknum og var mun jafnara en daginn áður. Það er skömm að lítilli aðsókn á blakleikina á þessu keppnistímabili. Boðið er upp á blak í hæsta gæðaflokki á Islenska vísu, aðgangseyri er stillt mjög í hóf og það er ókeypis aðgangur fyrir þá sem greiða æfmgagjöld til blakdeild- arinnar, þeir láta samt ekki sjá sig. Hristið af ykkur slenið og mætið á næstu leiki! Stelpumar leika við IS syðra á laugardaginn og verður þar eflaust um hörkuleik að ræða. tsá M Qn GeHð góö kaup á ulpum, tískufatnaði, baHiafatnaði, íþfóttafatnaði og skóm LækuHnn - System Líafna^braut 2 Meskaupstað Sími 4-771202 Eignir Seg: Gleðjist ekki yfir þeim hlutum sem þér eigið; í kvöld eru þeir yðar, á morgun munu aðrir sitja yfir þeim. Bahá'ulláh Bahá'íar Neskaupstað ÞORRABLO Alþýðubandalagsins í Neskaupstað verður haldið í Egilsbúð laugardaginn 31. janúar og hefst kl. 20.00 Miðasala fer fram á Austurlands í Brennu fimmtudaginn 29. janúar kl. 17.00 -19.00. Söngui) annálsgrín og gaman Heiðursgestir: Ásgeir Magnússon ogÁsthiIdur Lárusdóttir Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi Koma skal með trog í húsið milíi kl. 15.00 -17.00 á þorrablótsdaginn. Gosdrykkir verða þá seldir í Egilsbúð. Pví fer fjarri að þetta verði síðasta Stjóm ABN Börkur NK 122 / Oskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar á skipinu / I skipinu er MMC vakumdæla og ísdreyfingarkerfi MÆ WMWM2L2L MWW* Súðarvogi 7 104 Reykjavík s 581 1366 fax 581 1365 Sumaráætlun SmYril Line H998 -\998: m/f ^0.rI^Fa3reVÍur^'\t\a^d'' WxygZ- ***£-Leirvíh a Seyö\sll° \ oanf^0 Frá Seyðisfirði Maí 28. Júnf 4. - 11. - 18. og 25. v,_ A\sf\ö'~-- „rn' Júlí 2. - 9. - 16. - 23. og 30. SeYð\. kim t ParM: Ágúst 6. - 13. - 20. og 27. September 3. og 8.* oð Ber9en 'Brottförfrá Seyðisfiröi á fimmtudögum nema 8. september sem er þriðjudagur Hringið og biðjið um áætlun og verðlista ^AaUSTFAR ehf. 710 SEYÐSFIRÐI - ® 472-1111 - FAX 472-1105

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.