Austurland


Austurland - 22.01.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 22.01.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 22 JANUAR 1998 Minning Laufey Vilhjálmsdóttir fœdd- ist 8. október 1911. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 16. janúar s.l. Foreldrar Laufeyjar voru Vilhjálmur Stefánsson, útvegs- bóndi í Hátúni á Norðfirði, og kona hans Kristín Arnadóttir. Laufey var næstelst 11 alsystk- ina en eldri voru þrjú hálf- systkini sem öll eru látin en sex alsystkinanna lifa. Laufey ólst upp í Hátúni og vandist ung við margvísleg störf en síðar á œvinni stundaði hún einkum verslunar- og skrifstofustörf. Síðustu starfsárin 1961 - 1989, var hún gjaldkeri og bókari í Sjúkrasamlagi Neskaupstaðar, auk húsmóðurstarfa. Fyrri maður Laufeyjar var Jóhann Sigurður Þórðarson f. 16.06. 1908 d. 12.10 1937, sjómaður. Foreldrar hans voru Þórður Benediktsson, sjómaður, og Kristín Björg Jóhannesdóttir verkakona. Synir Laufeyjar frá fyrra hjónabandi eru 1) Þórður Kr. Jóhannsson f 03.06.33, framhaldsskólakennari, kvœntur undirritaðri. Börn þeirra eru Laufey, nemi við HI, og Jóhann Þorsteinn, kerfisfrœðingur. Sonur Þórðar og Karenar Sigurðardóttur er Guðmundur Kristinn, húsasmiður í Keflavík. 2)Kristinn V. Jóhannsson framkvœmdastjóri, kvæntur Báru Jóhannsdóttur skrifstofumanni, og eru synir þeirra Jóhann Gunnar, framkvæmdastjóri, og Eysteinn, kennari. Seinni maður Laufeyjar var Hans Ö Stephen- sen, múrarameistari f. 04.11. 1905 d. 15.01. 1959. Foreldrar hans voru Ögmundur Stephen- sen að Hólabrekku á Gríms- staðarholti og kona hans, Ingi- björg Þorsteinsdóttir. Sonur þeirra er Jóhann Grétarf. 03.10 1948, húsasmíðameistari og kennari, kvæntur Maríu Arna- dóttur, bankastarfsmanni. Börn þeirra eru Hreinn, nemi við Handíða- og myndlistarskóla Islands, Elísabet Sigríður, snyrtifræðingur, Hans Ögmundur húsasmiður, og Grétar nemi við H.í. Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar og vinkonu. Hún var aðeins 26 ára þegar fyrri maður hennar drukknaði frá henni og tveimur litlum drengjum, fjögurra og þriggja ára. Þetta voru erfið ár og mikið lagt á unga konu. Hún átti þó því láni Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með endurbygginguna á Berki NK 122 Megi gæfa fylgja þessu skipi og áhöfn þess Teiknistofa Karls Þorleífssonar Akureyri að fagna að tengdamóðir hennar, Kristín Björg Jóhannesdóttir, fiutti þá til hennar og bjuggu þær síðan saman allt til þess að Kristín fór fjörgömul á elliheimili. Kristín var einstök kona og það var ekki síst hennar hjálp að þakka að Laufey gat unnið úti og haldið heimilinu saman. Laufey lagði á það mikla áherslu að geta komið drengjunum sínum til einhverra mennta og það tókst þrátt fyrir mikla fátækt og veikindi. Saman sáu þær til þess. Síðar eignaðist hún Jóhann Grétar með seinni manni sínum og hann var ekki nema 10 ára þegar faðir hans lést. Jóhann komst einnig til mennta og enn með hjálp Kristínar. Að lokum vil ég þakka þér fyrir tryggðina við mig þegar ég átti í veikindum sem fáir skildu. Þá stóð ekki á stuðningi frá þér. Þú hringdir í mig, hvattir mig og taldir í mig kjark til að gefast ekki upp og halda lífinu áfram. Því gleymi ég aldrei. Við áttum okkur líka alltaf einn góðan sumardag saman, keyrðum saman í Egilsstaði, bara við tvær, fórum í verslanir, borðuðum þar kvöldmat, hlógum og skemmtum okkur fram eftir kvöldi. Oft töluðum við löngum stundum saman í síma því við náðum svo vel saman og gátum talað um hvað sem var. Ég á eftir að sakna þín, elsku Laufey mín. Ég kveð þig núna en að lokum vil ég senda þér spakmæli sem mér finnst eiga vel við um samband okkar. „Af öllum gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægju- auka er vináttan dýrmætust" (Epicuros) Þín tengdadóttir Steinunn Þorsteinsdóttir (Stella) Hönnum vefsíður fyrir fyritœki, ijj^ stofnanir og einstaklinga ELDSMIÐURINN Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn,is Við óskum Síldarvinnslunni og Norðfirðingum öllum til hamingju með breytinguna á BerkiNK122 f S f r-rr^^É J.Hinriksson hf. Súðarvogi 4, 104 Reykjavík Síraar 588 6677 og 581 4677

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.