Austurland


Austurland - 22.01.1998, Qupperneq 9

Austurland - 22.01.1998, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 22 JANUAR 1998 9 Vangaveltur Sameiningin sagði það og samþykktir því vaida að næstu jól á nýjum stað Norðfirðingar halda Já, síðustu jól í Neskaupstað, og enginn veit hvar næstu verða haldin, en það er kannski ekki svo slæmt því þar til það verður ákveðið, það er að segja nafnið á sveitafélagið, getum við látið okkur dreyma um töfrandi nöfn, og hver að vild því væntanlega fara ekki hugmyndir okkar allra saman í þessu frekar en öðru. Annars vil ég fyrst óska ykk- ur gleðilegs nýárs og þakka fyrir það gamla. Þessi jól og áramót voru afskaplega ljúf og róleg, tíðin einstök og mannlífið skemmtilegt. Já, mannlífið breyt- ist og við sem njótum þeirra for- réttinda að búa hér getum alltaf glaðst við tilhugsun um að hitta gamla vini, skólafélaga og ætt- ingja sem leggja það á sig að ferðast oft langan veg til að halda jól hér og auðga þar með mannlíf okkar. Vonandi verðum við til að auðga anda þeirra og gera gestum okkar jólin eftir- minnileg, hvað til þess verður hverju sinni getur verið breyti- legt, nú var það svo nefnd Stuð- mannaveisla í Egilsbúð. Tel ég víst að flestir sem hér komu um jólin hafi séð þessa sýningu og notið, því betri skemmtun er vart hægt að hugsa sér, er hún þeim sem að henni stóðu til mikils sóma, og enn ein sönnun á því blóm- lega tónlistarlífi sem hér er. Þökk sé ffamsýni þeirra sem hófu störf tónskólans og ekki síður skilning bæjaryfirvalda á mikilvægi hans. Von mín er sú að tónlistar- hefðin ásamt öðrum þeim þátt- um sem við Norðfirðingar getum verið stoltir af standi hér traust- um fótum áfram í nýju bæjarfél- agi, og verði til þess að gera það að vænlegum kosti til búsetu fyr- ir okkur öll. Nú velta sjálfsagt einhverjir fyrir sér: „Hvert er hann nú að fara ? Var hann ekki á móti sameiningu". Jú, en það skiptir ekki lengur máli því sú ákvörðun að sameina liggur fyrir. í lýðræðislegum kosning- um var það ákveðið, og þeim úrslitum hlítum við að sjálf- sögðu. Ef andstæðingar hvort sem það eru ég eða aðrir áætla að vinna gegn þeirri ákvörðun, og þar með okkar nýja bæjarfél- agi þá er væntanlega hægt að valda tjóni og tefja þá gnðarlegu vinnu sem liggur fyrir forsvars- mönnum þessa nýja byggðarlags Það eina sem upp úr hefst er að hugsanlega geta menn sagt þegar eitthvað misferst sem gera ttginkomr - Unnustur JHunið Bóndudufiinn Qleðjið bóndunn með blómum ofi konfekti ú Bóndudnyinn Listuverímglösin laufskálinn 1»Nesgötu 3 - 740 Neskaupstað Klllflltl «477 1212 Alþýðubandalagsfólk á Eskifírði, Reyðarfirði og í Neskaupstað Alþýðubandalagsfélögin á Eskifirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað halda hvert fyrir sig félagsfundi miðviku- daginn 28. janúar n.k. kl. 20.30 Fundarstaðir: Eskifjörður: Hátún, hús verkalýðsfélagsins Reyðarfjörður: Gistiheimilið, Tærgesneshúsi Neskaupstaður: Egilsbraut 11 Dagskrá fundanna: 1. Framboðsmál í nýju sveitarfélagi 2. Önnur mál Alþýðubandalagsfólk er hvatt til að sækja fundina Stjómir félaganna má ráð fyrir: „Þetta sagði ég, ég vissi það“. Eða eitthvað í þeim dúr. Nei, nú eiga allir að leggjast á eitt og gera góða bæi betri. Eitt ætti öllum að vera ljóst að tiltrú annarra á okkar nýja sveit- arfélag verður aldrei meiri en við ætlum, þ.e.a.s ef tiltrú okkar er mikil verður annarra það einnig, verði það okkur einhvers virði þá göngum við um það með þeirri virðingu, en það er for- senda þess að aðrir beri virðingu fyrir því og þeim sem búa munu hér í framtíðinni. Metnaður okk- ar fyrir hin gömlu sveitafélög verður að yfirfærast á hið nýja. I upphafi minntist ég á að við hefðum val um nafn enn um sinn og gætum látið okkur dreyma, ég held að það sé full ástæða fyrir okkur að láta okkur dreyma og finna nafn sem flestir geta sæst á því ég held að fæstir vilji nöfn eins og Austurbær eða Austur- byggð, þó að ekkert sé kannski út á þau að setja þá mundi Jón Viðar segja að þau væru „klén“ . Ég er mjög hrifin af nafninu Austurríki (ég held að allir Esk- firðingar ættu að vera það líka, saman ber Austri og Alli rfld) og annað nafn finnst mér koma til greina og það er „Hjari“. Mín skoðun er sú að úr því að Vestfirðingar áttuðu sig ekki á þessu nafni eigum við að not- færa okkur það, hugsið ykkur sérstöðuna í ferðamannabardag- anum að geta boðið upp á ferðir á Hjara veraldar ef ekki þeim eina rétta þá að minnsta kosti með stórum staf. Þá gætum við hugsanlega notast við nafnið „Sof-ét-ríki“ en þá vísa ég til sofandiháttar Reyðfirðinga, Eskfirðingar átu jú útsæðið og urðu frægir fyrir. Þá er síðast en ekki síst komm- únista ríkið Litla Moskva. En þó að þetta sé augljóst í okkar huga þá er ég ekki viss um að allir skilji það, svo það gengur ekki. Gerpisbyggð hefur verið nefnt og væru það þá gerpi sem á staðnum búa. Svona er enda- laust hægt að spá bæði í gamni og alvöru, en alvaran er sú að það nafn sem verður ákveðið því verður ekki breytt. Vöndum því valið. Góðar stundir. Vísast allt nú vit’ um það vandi er okkar beggja Því næsta sumar Neskaupstað niður munum leggja Öskum Síldarvinnslunni hf. og áhöfn Barkar NK 122 til hamingju með breytt og endurbætt skip Megi gifta fylgja skipinu hér eftir sem hingað til L Starfsfólk Landsbanka íslands Neskaupstað Ofikum Síldatvinnfilunni hf ogáhöfn Barkar MK 122 til homingju moð breytinggmar é fikipinu Kœlismiðjan ■ FROST Fiskislóð 125 - Reykjavík HEKLA meka Verkfræðistofa ehf. Austurströnd 4 Seltjarnarnesi hönnun og ráðgjöf_hf VERKFRÆÐISTOFA Verkalýðsfélag Norðfirðinga [sameyjj] Grandagarður II Póstniímer: iUl Reykjavík Sími: 91-623311 'IfL SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR -fyrirþig ogþína

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.