Austurland


Austurland - 29.01.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 29.01.1998, Blaðsíða 1
Sírhsvari 878 1474 Skíðaskáli S. 476 1 466 Skíöamiöstöö Austurlands í Oddsskaröi MOLAR „Nýjan“ opnar í Mars „Nýjan“, hin nýja verslun- armiðstöð á Egilsstöðum opnar að öllum líkindum í mars. Byggingaraðilinn skil- ar af sér um mánaðarmótin febrúar/mars og í kjölfarið verður farið að innrétta húsnæðið. Búið er að selja 5 einingar í húsinu og leigja 2, þannig að einungis er eftir að selja eða leigja tvær af níu eining- um. Það er því ljóst að starf- semi í húsinu fer í gang á næstu mánuðum. Megin áherslan á Stafdal Skíðasvæðinu á Fjarðar- brúninni á Fjarðarheiði verð- ur ekki lokað að sögn Guð- mundar Steingnmssonar, for- manns Byggðarsamlags um rekstur skíðasvæða á vegum Seyðisfjarðar, Egilsstaðabæj- ar og Fellahrepps en hugmynd- ir þess eðlis voru ræddar á fundi þessara aðila í síðustu viku. Megin áhersla þessara aðila verður að reka skíða- svæðið í Stafdal en svæðið í Fjarðarbrúninni verður opnað ef snjóalög leyfa. Hinsvegar verður ekki farið út í að færa til snjó, til að opna svæðið eða halda því opnu, vegna mikils kostnaðar við slíkt. Mokfískirí í dragnótina Vélbáturinn Jón Bjöm NK hefur verið að mokfiska í Norðfirði undanfarna daga. Afli bátsins hefur verið frá tveimur upp í tæplega sex tonn á dag. I síðustu viku var afli bátsins 17 lestir. Jón Bjöm er með dragnót og hef- ur aflinn nánast einvörðungu verið ufsi, sem seldur hefur verið í gegnum Fiskmarkað Homafjarðar. Kaupandi hef- ur verið Fiskiðjusamlag Húsa- víkur og hefur fengist gott verð fyrir aflann þótt smár sé. Veltuaukning Síldarvinnslunnar hf. á síðasta ári nam ellefu prósentum NESKAUPSTAÐUR Heildarvelta Síld- arvinnslunnar hf. á síðasta ári nam 4.7 milljörðum króna sam- anborið við 4.2 milljarða árið 1996. Veltuaukning því um 11%. Framleiðsluverðmæti í vinnslu jókst um 18% þrátt fyrir 9% sam- drátt í fiskvinnslu en bræðslan jókst um 38%. A síðasta ári var 81% aukn- ing í framleiðslu frystrar loðnu og loðnuhrogna, 39% aukning á framleiðslu á frosinni sfld og 28% aukning á framleiðslu mjöls. Samdráttur var hins vegar um 32% á framleiðslu saltsfldar og 14% samdráttur í framleiðslu saltfisks. Alls nam framleiðsla fyrirtækisins tæplega 63.000 lestum, þar af voru rúmlega 30.000 lestir mjöl og 15.000 lestir af lýsi. Afli skipa Sfldarvinnslunnar hf. nam tæplega eitt hundrað þúsund lestum á síðasta ári og er það um fimm þúsund lestum minna en árið á undan. Heildar- aflaverðmæti aflans nam hins vegar tæplega 1.5 milljarði króna sem er aðeins 1 % lægra en árið á undan. Aflaaukning varð hjá Barða NK um 110%, en afli rækju- frystitogarans Blængs dróst saman um tæplega 600 lestir og afli Barkar um 32% þar sem skipið var frá veiðum rúmlega hálft árið vegna endurbyggingar í Póllandi. Beitir var með mesta aflaverðmætið á síðasta ári 399 milljónir króna, aflaverðmæti Barða var 382 millj. kr., Blængs 341 millj. kr., Barkar 185 millj. kr. og Bjarts 180 millj. kr. Mikið var um dýrðir í Nes- kaupstað síðastliðinn föstudag þegar nýr og endurbættur Börk- ur NK 122 var til sýnis almenn- ingi en skipið hafði komið til heimahafnar kvöldið áður. Sfldarvinnslan hf. bauð íbú- um Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar sérstaklega að koma og skoða skipið. Auk þeirra var fjöldi gesta lengra að kominn, þar á meðal forsvars- menn stórra viðskiptavina Sfld- arvinnslunnar. A myndinni hér til hliðar sjást nokkrir ungir, kannski verðandi sjómenn, gæða sér á pólsku kóki og auðvitað hinu ramm pólska Prins Polo. Fleiri myndir frá komu Barkar eru á síðu 5. Þar ber fyrst að nefna skipstjórann Sturlu Þórðarson, Þórð Þórð- arson sem hefur komið Stalín á sinn stað, en þeir hafa verið klefafélagar um árabil. Stalín var sem kunnugt er afmunstr- aður áður en Börkur fór til Póllands í sumar. Þá er mynd úr þrekklefanum og önnur af Emil Thorarensen og fleirum virða fyrir sér gufubaðið. Fjósm. Eg. Hótel Hérað opnaði um helgina Nýtt hótel var opnað á Egils- stöðum s.l. laugardag og hefur það fengið nefnið Hótel Hérað. Asgarður hf. eignarhaldsfélag er eigandi hótelsins. Það var í ágúst s.l. sem undir- ritaður var samningur við bygg- ingarverktaka sem afhenti hótel- ið s.l. laugardag. I hinu nýja hót- eli eru 36 tveggja manna her- bergi með baði og fundarsalir. Matsalur tekur um 110 manns í sæti. Rekstur hótelsins verður leigður út til næstu 7 ára og eru það Flugleiðahótelin sem leigja reksturinn. Hótel Hérað var til sýnis á sunnudaginn og er Guðmundur Kristinsson, hótelstjóri, afar ánægður með viðtökur gesta. Um 600 manns skráðu sig í gestabók en hann sagði að búast mætti við að gestir hefðu verið um 100 fleiri. Fyrstu gestimir, fyrir utan boðsgesti við opnun- ina, gistu á sunnudaginn og bókanir fyrir sumarið lofa góðu. Starfsmenn eru sjö en þeim verður væntanlega fjölgað eftir því sem sól hækkar á himni sagði Guðmundur hótelstjóri. 6k0 Huht tómatfiófia Pfihfikcx 2 samah 159. Jakobs tekex 200 gt. 42 Kótilettuf ú 69?.- kg.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.