Austurland


Austurland - 29.01.1998, Side 2

Austurland - 29.01.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 29 JANÚAR 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir 8 477 1532 og 894 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Sveitarstjórnarkosningar Næstu vikur og mánuðir munu væntanlega bera þess merki að sveitarstjórnarkosningar fara fram í maí n.k. Þjóðmálaumræðan mun taka mið af kosningunum og í einstaka sveitarfélögum munu menn takast á um menn og málefni. Tvennt gerir þessar kosningar athyglisverðari en margar fyrri sveitarstjórnarkosningar. f fyrsta lagi er nú verið að kjósa sveitarstjórnir í mörgum nýjum sveitarfélögum og í öðru lagi bendir flest til þess að samvinna félagshyggjufólks verði algengari í þessum kosningum en áður hefur verið. Á Austurlandi hafa hreinar flokkslínur ráði mestu í framboðum í þéttbýli en lítið sem ekkert komið við sögu utan þess. Tvær áberandi undantekningar hafa þó verið þar sem félagshyggjufólk hefur borið fram sameiginlega með góðum árangri. Annarsvegar hefur félagshyggjufólk borið fram á Hornafirði undir nafni Kríunnar og hinsvegar félagshyggjufólk á Seyðisfirði undir nafni Tinda. Bæði þessi framboð munu halda ótrauð áfram í vor og telja verður líklegt að svipað samstarf verði í fleiri sveitarfélögum hér eystra án þess að slíkt hafi verið ákveðið. Kosningar í nýjum sveitarfélögum hafa yfir sér þann sérstaka sjarma að óvissuþættir eru yfirleitt fleiri en þegar kosið er í gömlum rótgrónum sveitarfélögum. Á Austurlandi eru þrjú stærstu sveitarfélögin ný í þeim skilningi að í vor verður kosið til sveitarstjórna í sameinuðum sveitarfélögum. Þessi sameining hefur væntanlega mismikil áhrif á úrslit kosninga en allsstaðar verður hún einhver. Þá skapar sameiningin möguleika til að horfa bjartari augum til framtíðar um leið og hún gerir auknar kröfur til framboðsaðila um jákvæða stefnu til framtíðar. Að loknum kosningum munu Austfirðingar eiga þrjú öflugri sveitarfélög en þeir eiga í dag. Mikilvægt er að vel takist til í komandi kosningum í öllum sveitarfélögum fjórðungsins en ekki síst í þessum öflugustu sveitarfélögum sem munu væntanlega hafa mest áhrif á þróun fjórðungsins í framtíðinni. Komandi vikur og mánuðir munu ráða miklu um framtíð fjórðungsins og þess vegna brýnt að félagshyggjufólk í fjórðungnum vandi mjög til undirbúnings komandi sveitarstjórnarkosninga. Um leið og félagshyggjufólk er hvatt til dáða er sú ósk fram sett að árangurinn verði sem bestur í komandi sveitarstjómarkosningum þannig að áhrif félagshyggju megi verða sem mest í fjórðungnum. Þannig verður framtíð fjórðungsins best tryggð. ems Getraunir 1X2 GETRAUNALEIKUR ÞRÓTTAR OG PIZZA 67 Nú er lokið sjö vikum af tólf í getraunaleik Þróttar og PIZZA 67, og er þátttakan svipuð og fyrir áramót. Nokkrir hópar eru að ná mjög góðum árangri, sér- staklega síðustu vikumar. Hjá Islenskum getraunum er einnig hópleikur í gangi, en þar eru aðeins búnar þrjár vikur. Þar er deildarskipting þar sem fjöldi raða ræður því hvort maður er í fyrstu, annari eða þriðju deild. Norðfirskir tipparar eru á toppnum í þriðju deild, hópurinn „Mamma og ég“ er þar í fyrsta sæti og hefur náð frábærum þremur vikum, 12-10-12 samtals 34 stig. Hópurinn „West end“ er í öðm sæti í sömu deild með 33 stig, 11-11-11. Fleiri hópar frá okkur em í toppbaráttunni, eins og „Tippverkur" og „Dúllumar“. Einn hópur náði 12 réttum og fimm hópar náðu 11 réttum um síðustu helgi og virðist manni að norðfirskir tipparar vera aðeins að koma til upp á síðkastið og bíðum við aðeins eftir þeim stóra. I Getraunaleik Þróttar og Pizza 67 heldur Tippverkur öruggri forustu með 71 stig West End er í öðm sæti með 69 og Dúllumar í þriðja með 68 stig. Síðan koma Gufurnar, Trölladeig, LEA 0 og 3 Fuglar. I Deildarkeppninni urðu úrslit eftirfarandi. Tippverkur 11 LEA 0 10 Dúllumar 10 Við Lækinn 9 Tölli 10 Westendll Nesbær 10 Trölladeig 11 3 Fuglar 11 Gufumar 10 HB ráðgátur 8 Bandits 8 Mórarnir 7 Mamma og ég 12 Skósi 9 Bólstrun 7 B2 10 Píta með Kebab 10 Pele 11 NÖNSOS 6 Feðgamir 8 Barðinn 8 Ennco 9 Liverunited 9 Nestak 7 SÚNbúðin 8 OLÍS 9 Fulham 10 Staða efstu hópa í Deildar- keppninni: Tippverkur 13, Dúllurnar 11, West end 10, LEA 0 9, 3 Fuglar 9 og Trölladeig 9 stig . Þess má geta að Tippverkur og Dúllumar keppa saman um næstu helgi. Getraunaþjónusta ÞRÓTTAR er opin föstudaga kl 19-21 og laugardaga 10-13. Blak Jóna Harpa mei^dist í leiknum gegn IS Kvennalið Þróttar laut í lægra haldi fyrir erkifjendunum sínum, ÍS í íþróttahúsi Hagaskóla s.l. laugardag, 0-3. Hrinumar fóru 15-5,15-5 og 15-12. Jóna Harpa Viggósdóttir meiddist á hné í upphafi leiksins og náði liðið sér aldrei á strik eftir það. Það var aðeins í þriðju hrinu sem liðið fór að bíta frá sér. Víkingur er efst í deildinni með 21 stig eftir 8 leiki og hefur liðið komið vemlega á óvart í vetur. IS er í öðm sæti með 18 stig eftir 7 leiki og Þróttur í þriðja sæti með 14 stig einnig eftir 7 leiki. Undanrásum í bik- arkeppni kvenna er lokið. Þar Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu þegar Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdarstjóri Síldarvinnsl- unnar hf. var maður vikunnar hjá blaðinu að sagt var að Finnbogi ætti engan uppáhalds tónlistarmann. Hið rétta er að Finnbogi á engan uppáhalds stjómmála- mann. I samtali við blaðið vegna þessa sagðist hann eiga marga uppáhalds tónlistar- menn og ef hann ætti að tiltaka einn sérstaklega þá myndi hann nefna Bubba Morteins. Austurland biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. fara áfram; ÍS, Þróttur, Völs- ungur og Víkingur. Annað fjölliðamót yngri flokkanna fer fram í Reykjavík um aðra helgi og mun Þróttur senda lið til keppni í öllum flokkum. Á sama tíma leikur karlaliðið syðra. í 1. deild karla er staðan þannig að Þróttur R. er í 1. sæti með 23 stig eftir 8 leiki, Þróttur N. er í öðm sæti með 19 stig eftir 10 leiki og ÍS er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig eftir 9 leiki. Fjögur efstu liðin í báðum deildunum munu síðan berjast innbyrðis um íslandsmeistara- titilinn og má fullvíst telja að bæði Þróttarliðin verði í þeirri baráttu svo og í fjögurra liða úrslitunum í Bikarkeppni BLI. Þess vegna er stuðningur bæjar- búa m.a. brýnni en nokkru sinni fyrr. Austfirðingur vikunnar er að þessu sinni Sturla Þórðarson skipstjóri á Berki NK 122 Fullt nafn? Sturla Þórðarson Fæðingardagur? 14. júlí 1956 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Marbakki 1 Neskaupstað Núverandi starf? Skipstjóri á Berki NK 122 Önnur störf? Engin Fjölskylduhagir? Eiginkona og 4 börn Farartæki? Toyota 4 Runner Uppáhaldsmatur? Allt kjöt Helsti kostur? Um það verða aðrir að dæma Helsti ókostur? „Dittó“ Uppáhalds útivistarstaður? Heima í garði Hvert langar þig mest að fara? Grænlands Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Neskaupstaður Áhugamál? Vinnan Uppáhalds íþróttamaður? Enginn sérstakur Uppáhalds íþróttafélag? Þróttur Neskaupstað Hvað ætlarðu að gera um helgina? Vinna ef veður leyfir

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.