Austurland


Austurland - 29.01.1998, Síða 5

Austurland - 29.01.1998, Síða 5
FIMMTUDAGUR 29 JANÚAR 1998 5 verið gerðar af hálfu íslands- flugs um leigu á vél á meðan á skoðun TF-EGU stæði yfir en vegna seinkunar á viðhaldi þeirr- ar vélar hjá Flugfélagi Islands á Akureyri dróst að hún kæmist austur fyrr en daginn eftir. Að lokum segir í bréfinu að deila megi um hver beri ábyrgð á því að flugvél hafi ekki verið stödd á Egilsstöðum á umrædd- um tíma, hvort það hafi verið flugfélagið sem vélin var leigð af, eða hvort sjúkraflugið fyrr um daginn hafi verið þess vald- andi að flugvélin TF-EGU var komin að tímamörkum með viðhaldsskoðun. Með þessum nýja samningi við Islandsflug og ráðningu flug- manns með búsetu á Egilsstöð- um verður sjúkraflug í fjórð- ungnum væntanlega eins tryggt og unnt er. Því ómögulegt er að sætta sig við annað en að sjúkra- flugvél verði ávallt til staðar á Egilsstaðaflugvelli. Samkvæmt heimildum blaðsins verður fjall- að um þetta mál á næsta stjómar- fundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Verið velkornin Laufeyjar Vilhjálmsdóttur TröIIavegi 1 Neskaupstað Þórður Kr. Jóhannsson, Steinunn Þorsteinsdóttir Kristinn V. Jóhannsson, Bára Jóhannsdóttir Jóhann G. Stephensen, María Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þafefeir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför Er búið að tryggja sjúkraflug í fjörðungnum? Sjúkraflug á landinu verður framvegis í höndum heilbrigðis- ráðuneytisins og hefur verið gengið frá samningi við Islands- flug um sjúkraflug á Austur- landi. Sá samningur gildir þó að- eins til 1. júlí og óvíst hvað þá tekur við. Eins og margir muna var einn megintilgangurinn með stofnun Flugfélags Austurlands á sínum tíma að félagið skyldi sinna sjúkraflugi í fjórðungnum og var sú þjónusta stærsti liðurinn í rekstri félagsins um margra ára bil. Þegar félagið missti flug- rekstarleyfi sitt var samið við ís- landsflug um að sjá um þennan þátt. Mjög erfiðlega hefur geng- ið að fá flugmenn til starfa hér fyrir austan en úr rættist í októ- ber s.l. Þrátt fyrir að flestir séu sammála um að Islandsflug hafi sinnt þessum þætti með ágætum eru það ekki allir. I nóvember s.l. skrifar yfir- læknirinn á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum bréf til héraðs- læknisins á Austurlandi og fer þar m.a. fram á að „kannað sé hvort og þá hverjar skyldur ís- landsflug ber í því sambandi að á Austurlandi sé staðsett sjúkra- flugvél. Ef ekki sé hægt að treysta því að í fjórðungnum sé flugvél kann að vera rökréttara að skipta við annan aðila um þessa mikilvægu þjónustu". Tilefni þessara skrifa læknis- ins er að flytja þurfti alvarlega slasað bam á sjúkrahús í Reykja- vík. Þegar kallað var eftir sjúkra- flugvél var engin vél til staðar og segir læknirinn í bréfi sínu að það sé hvorki í fyrsta eða annað sinn að hér sé engin flugvél þeg- ar á þurfi að halda. Ennfremur segir hann að efir því sem sig minni „þá hafi því verið lýst yfir þegar Islandsflug tók við um- ræddum rekstri að flugvél yrði jafnan staðsett á Egilsstaðaflug- velli til að sinna sjúkra- og neyðarflugi". í svarbréfi íslandsflugs kem- ur fram að í framagreindu tilfelli hafi ekki verið spurt um hvort hægt væri að veita þá þjónustu sem Flugfélag Austurlands hafði með höndum heldur hafi ein- vörðungu verið spurt um kostnað, sem flugumsjónarmað- ur Islandsflugs gat ekki svarað. Þá kemur fram í bréfinu að sjúkraflugvélin var stödd í Reykjavík eftir sjúkraflug fyrr um daginn og átti að fara í við- haldsskoðun. Ráðstafanir hafi Pólskt kók, prins póló, kaffi og með’ðí

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.