Austurland


Austurland - 29.01.1998, Síða 6

Austurland - 29.01.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 29 JANÚAR 1998 Minning Jens Gunnar Pétursson f. I.jan. 1928 d. 17. jan. 1998 Jens Pétursson var fæddur að Kvíabóli í Norðfirði hinn fyrsta dag janúar-mánaðar árið 1928 og lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað 17. þ.m. þá nýlega orðinn 70 ára. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Eiríksdóttur og Péturs Sveinbjörnssonar er bjuggu á Kvíabóli, en Pétur fórst í Norð- fjarðarflóa með vélbátnum Frið- þjófi hinn 26. aprfl árið 1933. í slysi þessu fórust þrír aðrir þar á meðal hinn heimilisfaðirinn á Kvíabóli, Einar Einarsson, en á Kvíabóli hefur jafnan verið tvíbýli. Móðir þeirra Guðrún lést 5.apríl 1994. Þau Guðrún og Pétur eign- uðust 7 böm, sex syni og eina dóttur, en þau eru: Eiríkur, Ragnar, Sveinþór, Hallgrímur, Jens, Nanna Hlín og Pétur. Þótt við Jens væmm báðir Norðfirðingar þá lágu leiðir okkar ekki saman fyrr en í skíðabrekkunum upp úr 1940. Auðvitað hafði ég eins og aðrir Norðfirðingar fylgst með þessum mannvænlega og vel gerða systkinahópi og hetjulegri baráttu móður þeirra við að koma þeim öllum til manns, en það er hin heillandi skíðaíþrótt sem gerir okkur Jens að vinum. Veturinn 1945 er fyrsta Austurlandsmótið á skíðum haldið og fór það fram á Fagradal í brekkunum beint á móti Sæluhúsinu, sem þar stendur enn þá. Það mót sóttu keppendur frá Fáskrúðsfirði, Norðfirði, Seyðisfirði og af Héraði. Frá Þrótti fórum við 6 í þessa ferð þar af 4 keppendur og var Jens einn þeirra, þá 17 ára gamall. Ferðalagið á þetta mót gleymist mér aldrei. Við fórum gangandi yfir Oddsskarð í rifahjami og bárum skíðin og viðleguútbúnað á bakinu upp á Skarð. Síðasta brekkan upp á fjallsbrúnina reyndist öllum erfið nema Jens. Hann sporaði sig upp snarbratta og harða og hála brekkuna af ótrúlegri snerpu og flýti, meðan hinir voru ósjálfbjarga í miðri brekku. Eg kallaði þá á Jens og bað hann um að veita mér aðstoð við að koma mannskapnum upp á brúnina. Við kallið stökk hann á fætur og hljóp fram á brekkubrúnina, en lenti þar á svellbólstra og rann á fleygi ferð fram af brúninni og stöðvaðist ekki fyrr en niðri í grjóturð sem stóð þar upp úr freranum. Ég hélt að þama hefði orðið stór-slys og þama væri þessi ferð á enda og flýtti mér til hans hvað ég gat. Hann var viðmælandi, en sagði fátt um meiðsli sín. En allt í einu rís hann á fætur, tekur skátahníf, sem hann hafði í slíðrum við belti sitt, hleypur út á fönnina og les sig upp brekkuna með því að stinga hnífnum niður við hvert skref. Þarna sýndi þessi 17 ára strákur ótrúlega snerpu og karl- mennsku og tók ekki annað í mál en að halda ferðinni áfram. En til þess að koma hinum úr sjálfheldunni, tók ég það ráð að renna til þeirra taug, sem ég hafði í bakpokanum og hjálpa þeim þannig upp á Skarið. Þar stigum við svo allir á skíðin og renndum okkur niður í Eski- fjörð. Þar var farið til Einars Ast- ráðssonar læknis og hann beðinn um að líta á meiðsli Jens. Þá kom í ljós að hann var mikið marinn og hmflaður,en óbrotinn. Ekki var þó við annað komandi hjá Jens en að halda áfram með okkur og keppa á þessu fyrsta Austurlandsmóti, hvað hann og gerði með sóma þótt lemstraður væri, en hann hlaut þar tvenn 2.verðlaun. Árið 1947 tók tveir kepp- endur frá Þrótti þátt í Islands- meistaramóti, þeir Jens Péturs- son og Óskar Ágústsson og stóðu sig þar með prýði. í 50 ára afmælisriti Þróttar sem Gunnar Ólafsson ritstýrði og út kom 1973, segir hann m.a. að Jens Pétursson hafi „um 20 ár skeið verið hinn ókrýndi skíða- kóngur Þróttar". Tuttugu og fimm árum eftir að fyrsta Aust- urlandsmótið á skíðum var haldið í Fagradal var tímamót- anna minnst með því að halda þar Austurlandsmót og meðal keppenda Þróttar var Jens, sem einnig hélt þar upp á sitt 25 ára keppnisafmæli. Árið 1950 fór Jens til Kanada og var þar í tvö ár. Á þeim árum stundaði hann lítið skíðaíþrótt- ina, en byrjaði á ný af fullum krafti þegar heim kom. Þótt Jens væri fyrst og fremst snjall í alpagreinum, þá var hann og mjög frískur og léttur í skíða- göngu og keppti stundum í þeirri grein með góðum árangri. Segja má að skíðaíþróttin hafi verið mikill örlagavaldur í lífi Jens Péturssonar. Á skíðum kynnist hann eiginkonu sinni Álfhildi Sigurðardóttir hjúkrunarfræð- ingi frá Isafirði, sem þá var þekkt og reynd keppnismann- eskja í skíðaíþróttum, en þau gengu í hjónaband árið 1968. Það var ekki einungis mikil gæfa fyrir Jens heldur og fyrir byggð- arlag okkar og Fjórðungssjúkra- húsið hér, en í 30 ár hefur Alfa, eins og hún er oftast kölluð, verið einn traustasti starfskraftur þeirrar stofnunar. En Jens var fleira til lista lagt en að vera snjall skíðamaður því segja á að hann væri“ þúsund þjala smiður“. Það lék bókstaf- lega allt í höndunum á honum. Sem ungur maður gerði hann nokkuð af því að teikna og eru á Kvíabóli til eftir hann nokkrar myndir sem sýna snilldar handbragð. I hlaðinu á Kvíabóli byggði hann sér verkstæði þar sem hann átti verkfæri til flestra hluta og allt sem hann tók fyrir varð að vera óaðfinnanlegt. Vinnan á verkstæðinu var þó fyrst og fremst unnin í tóm- stundum því hann lagði gjörfa hönd á margt annað. I 40 ár var hann kvikmyndasýningamaður. Það starf var, allt fram að þeim tíma sem sjónvarpið kom hér til sögunnar, mjög svo krefjandi og þreytandi. Fyrst og fremst kvöld- og helgarvinna. En trúmennskan og vandvirknin brást þar ekki frekar en við annað það er hann tók að sér. í 23 ár var aðalstarf Jens bifreiðaakstur. Fyrst annaðist hann áætlunarferðir milli Nes- kaupstaðar og Egilsstaða og gengdi því starfi í 6 ár og síðan gerist hann vörubílsstjóri og stundaði þá atvinnu í 17 ár. Síðustu 10 árin vann Jens hjá Sfldarvinnslunni og Bæjarsjóði Neskaupstaðar við ýmis störf. Þau Álfhildur og Jens eiga tvö böm. Sigurð, sem búsettur er í Los Angeles í Bandaríkjunum og starfar þar sem aðstoðarmaður við kvikmyndatökur og Hlín sem búsett er í Lillihammer í Noregi og vinnur þar á ferðaskrifstofu, en hefur annars verið skíðakenn- ari í Austurríki undanfama vet- ur. Sambýlismaður hennar er Kristinn Björnsson, skíðakappi. Dóttir Jens og Helgu Marsell- íusdóttur er Áslaug Jóhanna búsett á Isafirði og er hún gift Magnúsi Helga Alfreðssyni og eiga þau tvær dætur. Jens Pétursson var vandaður maður til orðs og æðis og hið mesta prúðmenni.Hann sýndi fortíðinni mikla ræktarsemi. Meðal annars varðveitti hann sjóskúrana frá útgerð föður síns og síðar bræðra sinna í sinni upprunalegu gerð og em þeir eitt af því fáa, sem minnir á upphaf útgerðar hér í bæ. Einnig átti hann árabát með færeysku sniði, sem hann hélt mjög vel við og sem lá jafnan við festar á sumrin út af gömlu sjóskúmnum. Jens hafði og mikla ánægju af að skreppa á þessari fleytu sinni út á fjörðinn og renna þar færi. Mér hefur orðið tíðrætt um Jens sem íþróttamann, enda var samstarf okkar fyrst og fremst á þeim vettvangi. Þegar Skíðamið- stöðin í Oddsskarði tók til starfa og gamli skíðaskálinn í Odds- dalnum var aflagður, þá keyptu þau Jens og Alfa skálann og hafa nú endurbyggt hann og gert hann ennþá vistlegri en hann var áður. Þar dvaldi Jens löngum stundum og kunni hvergi betur við sig. Iþróttafélagið Þróttur hefur beðið mig að flytja þakkir og íþróttakveðjur til Jens og sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar. Við Guðrún þökkum margra ára vináttu og samstarf og vott- um Ölfu og fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúð. Stefán Þorleifsson Hönnum vefsíður fyrir fyritœki, & stofnanir og einstaklinga| ELDSMIÐURINN Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn.is V>' Eldsmiöurinn - austfirskt 21. aldar fyrirtceki Nú geta eldri borgarar spyrnt við fótum Kvennadeild SVFÍ gefur beim brodda! Kvennadeild SVFÍ á Norð- firði ætlar að gefa öllum eldri borgurum í Neskaupstað, sem áhuga hafa, mannbrodda. Formaður deildarinnar, Rósa Skarphéðinsdóttir, tilkynnti eldri borgurum þetta á samverustund þeirra í Sigfúsarhúsinu í síðustu viku og gefst þeim sem ekki voru þar staddir tækifæri til að skrá sig, óski þeir eftir að fá brodda. Með þessu vill kvennadeildin leggja sitt af mörkum til slysavarna eldri borgara í Neskaupstað. Á fundinn kom einnig Baldur Pálsson, fulltrúi austfirðinga í stjóm SVFI, og fjallaði hann m.a. um slys á eldri borgurum í heimahúsum. Þar kom fram að flest slys í heimahúsum stafa af falli og oftar en ekki er það vegna lausra gólfmotta. Baldur fjallaði einnig um eldsvoða og hvemig ætti að bregðast við. I Félagi eldri borgara í Nes- kaupstað em um 140 félagar en allir þeir sem náð hafa 60 ára aldri eru velkomnir í félagið. Félagsstarfið er blómlegt og fer það nánast allt fram í félags- heimili þeirra, Sigfúsarhúsinu. Spilavist er á laugardögum og einnig er spilað á miðviku- dögum. Kór félagsins æfir á miðvikudögum og er þá oft líf- legt í þessu gamla og vistlega húsi. Félagið stendur fyrir að minnsta kosti einu ferðalagi á ári og segja má að eitthvað sérstakt sé á döfinni allar vikur. Núna stendur til að halda þorrablót fél- agins í Egilsbúð 14. febrúar n.k. Eitt er víst að eldri borgurum Neskaupstaðar ætti ekki að leiðast hafi þeir vilja til annars. Það gefst ekki oft tœkifœri til að mynd þœr Sjónarhólssystur samait en þarna eru þœr saman komnar í Sigfiisarhúsinu. F.v. Jóhanna Armann formaður Félags eldri borgara, Unnur, Kristín og Sigurbjörg Marteinsdœtur og Bjarný Sigurðardóttir. Ljósm. Eg.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.