Austurland


Austurland - 29.01.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 29.01.1998, Blaðsíða 8
I cæ.c$u,ur<3é.ci^fr2,L /, h^LL^iMrz.iu-&L^2rLt, i^^XsobtteAW-- NESBAKKI öteS ^Afuho Cétb »"1609og8971109 Austurland Neskaupstað 29. janúar 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Milljóna króna líkan Loksins, loksins, sagði starfsfólkið í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað þegar síldarvinna hófst á ný eftir þrálátan brœlukafla og semfyrr dyntótta hegðan síldarinnar. Beitir NK og Þorsteinn EA lönduðu á laugardag og sunnudag um 1150 lestum og Beitir landaði aftur eftir helgina. Sennilega er þetta mesti afli sem farið hefur í gegnum eina vinnslustöð á tveimur dögum og allt til manneldisvinnslu. Á þriðjudaginn var verið að flaka, salta og heilfrysta á Japan. Síldin hefur sem fyrr aðeins veiðst íflottroll. Hún er enn ágœtis hráefni að sögn Jóns Gunnars Sigurjónssonar, verkstjóra hjá SVN, um 13%feit og ágœt til vinnslu. Engin teljandi loðnuveiði hefur verið frá áramótum og eru flest skip hœtt loðnuleit. Verkfall sjómanna blasir við og stöðvastþá öll vinna í landi einnig. Talið er að um 5000 manns missi vinnuna komi til sjómannaverkfalls. Ljósm. Eg. EBB2Íg!B Þessa dagana er unnið að því í húsnæði Sigling- arstofnunar í Kópavogi að búa til líkan af höfninni á Vopnafirði en miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á hafnaraðstöðunni þar. Þegar niðurstöður verða fengnar úr líkantilraununum verður tekið til óspilltra málana, ný bryggja byggð, nýir ytri garðar búnir til og höfnin dýpkuð. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er allt að 250 milljónum króna. Að sögn Vilmundar Gísla- sonar, sveitarstjóra á Vopnafirði, eru menn sammála um að ekki sé vit í að fara í slíkar fram- kvæmdir án þess að setja þær í líkan fyrst. Ástæðan er m.a. sú að höfnin á Vopnafirði er talin með þriðju erfiðustu innsiglingu til fiskihafnar á landinu sam- kvæmt upplýsingum siglinga- stofnunar en aðeins höfnin í Grindavík og Höfn eru erfiðari. Því er nauðsynlegt að vanda mjög til allra framkvæmda sem ráðist er í þar. Kostnaður við líkantilraunina er áætlaður um 6 - 7 milljónir króna en það er von Vopnfirðinga að tilraunirnar muni skila sér í mun betri hafn- araðstöðu þegar öllum fram- kvæmdum við höfnina verður lokið en niðurstöður tilraunanna eiga að liggja fyrir að fullu innan sex mánaða. „Ekki er ljóst hversu langan tíma þessar framkvæmdir mun taka en ljóst er að framkvæmdir hefjast strax á næsta ári. Umferð um höfnina á Vopnafirði hefur aukist mjög á síðustu tveimur árum og því er orðið mjög brýnt að bæta hafnaraðstöðuna hér sem fyrst og því verður reynt að hraða framkvæmdum eins og mögulegt er", sagði Vilmundur að lokum. Vímuefnaneysla langt fyrir ofan landsmeðaltal hjá stúlkum í 9. og 10. bekk Heppuskóla Lið ME sigraði Flenshorg iwn--i-irji]i:l Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í 12 liða úrslit í spurningakeppni fram- haldsskólanna „Gettu betur" eftir sigur á liði Flensborgar- skóla með 24 stigum gegn 17. Þetta er mjög góður árangur þar sem lið Flensborgar hefur verið mjög sterkt síðustu ár og hafa t.d. verið í 8 liða úrslitum síðust 3 árin. Næstkomandi föstudag verður síðan dregið í aðra um- ferð en úr henni komast þau 6 lið sem vinna áfram ásamt 2 stiga- hæstu tapliðunum. Að sögn Bjarna Þórs Sigurðs- sonar, þjálfara spurningaliðs ME, er mikill hugur í liðinu. „Þetta er algert happadrætti þar sem allt getur gerst. Þetta á sérstaklega við í útvarpskeppn- inni því þar eru færri stig í pott- inum og hver spurning getur í raun ráðið úrslitum. Því leggjum við einfaldlega upp með það að fá sem flest stig í hverri keppni og vona að það dugi til sigurs". Lið ME skipa: Hrafnkell Freyr Lárusson frá Gilsá í Breið- dal, Stefán Bogi Sveinsson, Egilsstöðum og Ingvar Skúlason, Hallormsstað Hrafnkell og Stefán voru í liði ME í fyrra sem endaði í 3. - 4. sæti en Ingvar hefur verið varamaður síðustu 2 árin en er nú kominn í hópinn. RWSfl Neysla vímuefna hjá stúlkum í 9. og 10. bekk á Hornafirði er langt fyrir ofan meðaltal á landsvísu. Þetta kemur fram í könnun á tíðni vímuefnaneyslu sem gerð var meðal nemenda í 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins í mars á síðasta ári. Könnunin sem birt verður í heild sinni í næsta mánuði hefur verið keyrð sérstaklega út fyrir Hornfirðinga og sýnir að stór hluti þeirra nemenda sem könnunin náði til hefur notað vímuefni einhvern tímann á ævinni. Niðurstaða könnunarinnar á Hornafirði hefur vakið ugg meðal heima- manna, en hún náði til 69 nem- enda í Heppuskóla, 37 pilta og 32 stúlkna. Hafa ber í huga að í jafna litlu-úrtaki og var á Horna- firði vegur hver einstaklingur þungt. I skýrslunni segir m.a. „Þegar piltar og stúlkur í Heppuskóla eru borin saman við nemendur á öðrum svœðum á landinu kemur í Ijós nokkur munur. Þannig virðist neysla á áfengi og tóbaki nokkuð al- mennari meðal stúlkna í Heppu- skóla samanborið við jafnöldrur þeirra á mörgum öðrum stöðum á landinu. Það sama á við um neyslu hass og amfetamíns, sem er ívið algengara meðal stúlkna í Heppuskóla en stúlkna á öðr- um landssvœðum". Þegar litið er til Austurlands lítur dæmið þokkalega út. Nem- endur á Austurlandi reykja minnst, drekka minnst og neyta minnst hass og amfetamíns. Það segir þó ekkert um það hvaða ólöglegu vímuefni eru hér í umferð, það sýnir okkur hins- vegar að fíkniefni eru almennari og aðgengilegri en almenningur og yfirvöld vilja vera láta. Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.